Telja skipafélögin hafa valdið stórfelldu tjóni með samráði Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2023 11:09 Flutningaskip Samskipa í höfn í Reykjavík. Auk samráðsins eru Samskip sökuð um að veita Samkeppniseftirlitinu rangar, villandi og ófullnægjandi upplýsingar. Vísir/Vilhelm Sterkar vísbendingar eru um að ólöglegt samráð skipafélaganna Samskipa og Eimskipa hafi valdið fyrirtækjum í innflutningi og útflutningi stórfelldu tjóni, að mati Félags atvinnurekenda. Félagið hefur hvatt félagsmenn sína til þess að kanna hvort þau fái tjón sitt bætt frá félögunum. Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og alvarleg samkeppnislagabrot. Sektin er sú hæsta sem um getur. Fyrirtækin eru sögð hafa hækkað eða haldið uppi verði til viðskiptavina sinna með samráðinu. Í tilkynningu Félags atvinnurekenda er því haldið fram að samráðið kunni að hafa orðið til þess að innflutnings- og útflutningsfyrirtæi hafi þurft að greiða mun hærra verð fyrir flutninga en ef eðlileg samkeppni hefði ríkt á flutningamarkaði. Því hvetur það félagsmenn til að kanna stöðu sína gagnvart skipafélögunum. Margar ábendingar hafi borist félaginu um verðhækkanir á sjóflutningum, ógegnsæjar verðskrár stóru skipafélaganna og lítt rökstudd aukagjöld. Viðskiptavinum sé mismunað þannig að erlendir birgjar fái betri tilboð í sömu flutninga en íslenskir innflytjendur. Lögmaður viðskiptavina skipafélaganna hafi krafið Samkeppniseftirlitið um aðgang að göngum málsins gegn Samskipum, þar á meðal hvað varðar meinta skiptingu markaða eftir stærri viðskiptavinum, álagningu gjalda og aflsáttarkjör í flutningaþjónustu. Það sé fyrsta skrefið í að sækja bætur fyrir tjón viðskiptavinanna. Nokkur fyrirtæki kanni nú þegar stöðu sína og fleiri bætist líklega í hópinn á næstu dögum. Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Samkeppniseftirlitið sektaði Samskip um 4,2 milljarða króna fyrir ólöglegt samráð við Eimskip og alvarleg samkeppnislagabrot. Sektin er sú hæsta sem um getur. Fyrirtækin eru sögð hafa hækkað eða haldið uppi verði til viðskiptavina sinna með samráðinu. Í tilkynningu Félags atvinnurekenda er því haldið fram að samráðið kunni að hafa orðið til þess að innflutnings- og útflutningsfyrirtæi hafi þurft að greiða mun hærra verð fyrir flutninga en ef eðlileg samkeppni hefði ríkt á flutningamarkaði. Því hvetur það félagsmenn til að kanna stöðu sína gagnvart skipafélögunum. Margar ábendingar hafi borist félaginu um verðhækkanir á sjóflutningum, ógegnsæjar verðskrár stóru skipafélaganna og lítt rökstudd aukagjöld. Viðskiptavinum sé mismunað þannig að erlendir birgjar fái betri tilboð í sömu flutninga en íslenskir innflytjendur. Lögmaður viðskiptavina skipafélaganna hafi krafið Samkeppniseftirlitið um aðgang að göngum málsins gegn Samskipum, þar á meðal hvað varðar meinta skiptingu markaða eftir stærri viðskiptavinum, álagningu gjalda og aflsáttarkjör í flutningaþjónustu. Það sé fyrsta skrefið í að sækja bætur fyrir tjón viðskiptavinanna. Nokkur fyrirtæki kanni nú þegar stöðu sína og fleiri bætist líklega í hópinn á næstu dögum.
Samkeppnismál Skipaflutningar Eimskip Ólöglegt samráð Eimskips og Samskipa Mest lesið Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira