Af hverju ættirðu að gefa bankanum peningana þína? Haukur Skúlason skrifar 1. september 2023 11:30 Nýlega leit dagsins ljós skýrsla starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Sú skýrsla er ágætis fyrsta skref í að beina kastljósinu að því kraðaki alls konar gjalda og þóknana sem bankarnir á Íslandi rukka fyrir hvers kyns viðvik, og hversu erfitt það er fyrir okkur almenning að átta okkur á því hversu dýr hversdagsleg bankaþjónusta í raun og veru er. En betur má ef duga skal, og nú er mikilvægt fyrir okkur öll að halda áfram að veita bönkunum aðhald og krefjast sanngjarnari kjara. Sem annar stofnanda og framkvæmdastjóri indó sparisjóðs, fyrsta íslenska „áskorendabankans“ sem svo er stundum kallað, langar mig að vekja athygli á nokkrum atriðum í skýrslunni sem mér finnst standa upp úr eftir lestur hennar. Gjaldeyrisálag bankanna Í skýrslunni kemur fram að ógegnsætt gjaldeyrisálag bankanna vegna erlendrar kortanotkunar sé í kringum 6,6 milljarðar á ári fyrir íslensk heimili. Það eru 550 milljónir í hverjum einasta mánuði sem renna úr vösum íslenskra heimila í vasa bankanna. Einnig kemur fram í skýrslunni að erfitt sé að henda reiður á hversu hátt hlutfall af þessari fjárhæð rennur til bankanna og hversu hátt hlutfall til erlendu kortafyrirtækjanna. Það kom mér töluvert á óvart, því staðreyndin er sú að hver einasta króna af þessu gengisálagi rennur lóðbeint í vasa bankanna og hefur ekkert með VISA, Mastercard eða færsluhirða að gera. Þetta er hreint og klárt gjald sem bankarnir ákveða einhliða og innheimta af korthöfum, þó það sé ansi vel falið. Þegar við vorum að þróa debetkort indó vorum við spurð hversu hátt við vildum hafa þetta innbyggða álag, og við svöruðum að við vildum ekki hafa neitt slíkt, enda væri enginn kostnaður hjá indó sem réttlætti það. Þetta fannst fólki í geiranum skrýtið, enda almennt talið að um „ókeypis“ hagnað sé að ræða því neytendur hafa ekkert val og bankar geti einfaldlega „hirt þetta upp af götunni“ eins og þetta var orðað við okkur. Neytendur höfðu ekkert val, fyrr en núna. Því indó leggur ekkert álag á erlendar kortafærslur, sem gerir það að verkum að allt sem indóarnir okkar kaupa í erlendum gjaldmiðlum er ca. 2,5-3,0% ódýrar en með greiðslukortum hinna bankanna. Kostnaður við greiðslukort Á bls. 37 er borinn saman kostnaður einstaklinga við að vera með debetkort. Höfum í huga að debetkort er einfaldlega leið fyrir okkur neytendur að nota okkar eigin peninga - og hjá indó finnst okkur einfaldlega fráleitt að rukka indóana fyrir að nota sína eigin peninga. Þvert á móti lítum við svo á að indóar sem kjósa að treysta okkur fyrir sínum peningum séu að gera okkur mikinn greiða með traustinu og við greiðum þeim því eins háa vexti og við treystum okkur til. Debetkort hjá samkeppnisaðilum indó kosta korthafa, skv. töflunni, 13-16 þúsund krónur á ári í beinan kostnað. Því til viðbótar má reikna með ca. 20-24þ falið gjald í formi gjaldeyrisálags vegna dæmigerðar kortanotkunar, sbr. töfluna á bls. 38 í skýrslunni, og þá er kostnaðurinn við að eiga og nota debetkort hjá stóru bönkunum í kringum 33-40 þúsund krónur á ári. Borið saman við 0 krónur hjá indó. Af hverju kostar það mig tugi þúsunda á ári að nota mína eigin peninga til að kaupa í matinn og nammi á laugardögum? Skýrsluhöfundar tala um að í stóra mengi hlutanna séu þetta ekki háar fjárhæðir, en persónulega finnst mér alveg muna um slíka fjármuni á ári, sér í lagi þegar ég skil engan veginn af hverju ég þarf að borga bankanum mínum þetta þegar okkur hjá indó sjáum enga ástæðu til að heimta slíkt hið sama. Mér finnst eiginlega fráleitt að tala um að þetta sé ekkert tiltökumál, flestir sem ég þekki gætu vel þegið 40 þúsund krónur aukalega í veskinu yfir árið (til samanburðar má geta þess að æfingagjöld barna í mörgum íþróttum eru í kringum 40 þúsund á ári, og ég myndi mun frekar vilja geta sent barnið mitt í íþróttir frekar en að senda peningana í hít bankanna). Og 36 þúsund indóar eru mér sammála og hafa nú þegar öðlast frelsi frá þessar gjaldheimtu bankanna. Tillögur til úrbóta Þær tillögur sem settar eru fram til úrbóta eru um margt ágætar. En það sem sló mig mest var að þar er ekki vikið einu orði að því að efla þurfi nýsköpun á fjármálamarkaði, ryðja úr vegi óþarfa hindrunum sem nýir aðilar, sem hyggja á samkeppni við stóru bankana, þurfa að klöngrast yfir og stórefla þannig samkeppni og eftirlit með eðlilegri hegðun á markaði. Stóru bankaranir munu einungis bregðast við, viðskiptavinum sínum til hagsbóta, ef þeir finna það á eigin skinni að upp sé komin alvöru samkeppni. Samkeppni sem sýnir að dulin og ósanngjörn gjaldtaka er ekki náttúrulögmál. Samkeppni sem sýnir að það er vel hægt að vera með einfalda og sanngjarna verðskrá og sem talar við sína viðskiptavini á mannamáli. Það er markmið okkar hjá indó - að veita bönkunum alvöru samkeppni og sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að heimilin í landinu eiga skilið sanngjarna og skemmtilega bankaþjónustu. Tugir þúsunda indóa hafa slegist í för með okkur og þúsundir bætast við í hverjum mánuði. Saman getum við breytt fjármálamarkaðnum á Íslandi og komið stóru bönkunum í skilning um að það eru þeir sem eiga að keppa um hylli okkar, en ekki ætlast til þess að við sættum okkur við það sem þeir rétta okkur. Við hjá indó erum að ryðja brautina og viljum fátt meira en að nýir aðilar komi á markaðinn og veiti okkur, og stóru bönkum samkeppni. Og einhver stærsti mælikvarðinn á hversu vel hefur tekist til hjá okkur er að stóru bankarnir fari loksins að hlusta á sína viðskiptavini og þurfi að hafa fyrir því að halda í þá. Lengi lifi samkeppnin! Höfundur er framkvæmdastjóri indó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Samkeppnismál Fjármál heimilisins Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Nýlega leit dagsins ljós skýrsla starfshóps menningar- og viðskiptaráðherra um gjaldtöku og arðsemi íslensku bankanna. Sú skýrsla er ágætis fyrsta skref í að beina kastljósinu að því kraðaki alls konar gjalda og þóknana sem bankarnir á Íslandi rukka fyrir hvers kyns viðvik, og hversu erfitt það er fyrir okkur almenning að átta okkur á því hversu dýr hversdagsleg bankaþjónusta í raun og veru er. En betur má ef duga skal, og nú er mikilvægt fyrir okkur öll að halda áfram að veita bönkunum aðhald og krefjast sanngjarnari kjara. Sem annar stofnanda og framkvæmdastjóri indó sparisjóðs, fyrsta íslenska „áskorendabankans“ sem svo er stundum kallað, langar mig að vekja athygli á nokkrum atriðum í skýrslunni sem mér finnst standa upp úr eftir lestur hennar. Gjaldeyrisálag bankanna Í skýrslunni kemur fram að ógegnsætt gjaldeyrisálag bankanna vegna erlendrar kortanotkunar sé í kringum 6,6 milljarðar á ári fyrir íslensk heimili. Það eru 550 milljónir í hverjum einasta mánuði sem renna úr vösum íslenskra heimila í vasa bankanna. Einnig kemur fram í skýrslunni að erfitt sé að henda reiður á hversu hátt hlutfall af þessari fjárhæð rennur til bankanna og hversu hátt hlutfall til erlendu kortafyrirtækjanna. Það kom mér töluvert á óvart, því staðreyndin er sú að hver einasta króna af þessu gengisálagi rennur lóðbeint í vasa bankanna og hefur ekkert með VISA, Mastercard eða færsluhirða að gera. Þetta er hreint og klárt gjald sem bankarnir ákveða einhliða og innheimta af korthöfum, þó það sé ansi vel falið. Þegar við vorum að þróa debetkort indó vorum við spurð hversu hátt við vildum hafa þetta innbyggða álag, og við svöruðum að við vildum ekki hafa neitt slíkt, enda væri enginn kostnaður hjá indó sem réttlætti það. Þetta fannst fólki í geiranum skrýtið, enda almennt talið að um „ókeypis“ hagnað sé að ræða því neytendur hafa ekkert val og bankar geti einfaldlega „hirt þetta upp af götunni“ eins og þetta var orðað við okkur. Neytendur höfðu ekkert val, fyrr en núna. Því indó leggur ekkert álag á erlendar kortafærslur, sem gerir það að verkum að allt sem indóarnir okkar kaupa í erlendum gjaldmiðlum er ca. 2,5-3,0% ódýrar en með greiðslukortum hinna bankanna. Kostnaður við greiðslukort Á bls. 37 er borinn saman kostnaður einstaklinga við að vera með debetkort. Höfum í huga að debetkort er einfaldlega leið fyrir okkur neytendur að nota okkar eigin peninga - og hjá indó finnst okkur einfaldlega fráleitt að rukka indóana fyrir að nota sína eigin peninga. Þvert á móti lítum við svo á að indóar sem kjósa að treysta okkur fyrir sínum peningum séu að gera okkur mikinn greiða með traustinu og við greiðum þeim því eins háa vexti og við treystum okkur til. Debetkort hjá samkeppnisaðilum indó kosta korthafa, skv. töflunni, 13-16 þúsund krónur á ári í beinan kostnað. Því til viðbótar má reikna með ca. 20-24þ falið gjald í formi gjaldeyrisálags vegna dæmigerðar kortanotkunar, sbr. töfluna á bls. 38 í skýrslunni, og þá er kostnaðurinn við að eiga og nota debetkort hjá stóru bönkunum í kringum 33-40 þúsund krónur á ári. Borið saman við 0 krónur hjá indó. Af hverju kostar það mig tugi þúsunda á ári að nota mína eigin peninga til að kaupa í matinn og nammi á laugardögum? Skýrsluhöfundar tala um að í stóra mengi hlutanna séu þetta ekki háar fjárhæðir, en persónulega finnst mér alveg muna um slíka fjármuni á ári, sér í lagi þegar ég skil engan veginn af hverju ég þarf að borga bankanum mínum þetta þegar okkur hjá indó sjáum enga ástæðu til að heimta slíkt hið sama. Mér finnst eiginlega fráleitt að tala um að þetta sé ekkert tiltökumál, flestir sem ég þekki gætu vel þegið 40 þúsund krónur aukalega í veskinu yfir árið (til samanburðar má geta þess að æfingagjöld barna í mörgum íþróttum eru í kringum 40 þúsund á ári, og ég myndi mun frekar vilja geta sent barnið mitt í íþróttir frekar en að senda peningana í hít bankanna). Og 36 þúsund indóar eru mér sammála og hafa nú þegar öðlast frelsi frá þessar gjaldheimtu bankanna. Tillögur til úrbóta Þær tillögur sem settar eru fram til úrbóta eru um margt ágætar. En það sem sló mig mest var að þar er ekki vikið einu orði að því að efla þurfi nýsköpun á fjármálamarkaði, ryðja úr vegi óþarfa hindrunum sem nýir aðilar, sem hyggja á samkeppni við stóru bankana, þurfa að klöngrast yfir og stórefla þannig samkeppni og eftirlit með eðlilegri hegðun á markaði. Stóru bankaranir munu einungis bregðast við, viðskiptavinum sínum til hagsbóta, ef þeir finna það á eigin skinni að upp sé komin alvöru samkeppni. Samkeppni sem sýnir að dulin og ósanngjörn gjaldtaka er ekki náttúrulögmál. Samkeppni sem sýnir að það er vel hægt að vera með einfalda og sanngjarna verðskrá og sem talar við sína viðskiptavini á mannamáli. Það er markmið okkar hjá indó - að veita bönkunum alvöru samkeppni og sýna þeim í eitt skipti fyrir öll að heimilin í landinu eiga skilið sanngjarna og skemmtilega bankaþjónustu. Tugir þúsunda indóa hafa slegist í för með okkur og þúsundir bætast við í hverjum mánuði. Saman getum við breytt fjármálamarkaðnum á Íslandi og komið stóru bönkunum í skilning um að það eru þeir sem eiga að keppa um hylli okkar, en ekki ætlast til þess að við sættum okkur við það sem þeir rétta okkur. Við hjá indó erum að ryðja brautina og viljum fátt meira en að nýir aðilar komi á markaðinn og veiti okkur, og stóru bönkum samkeppni. Og einhver stærsti mælikvarðinn á hversu vel hefur tekist til hjá okkur er að stóru bankarnir fari loksins að hlusta á sína viðskiptavini og þurfi að hafa fyrir því að halda í þá. Lengi lifi samkeppnin! Höfundur er framkvæmdastjóri indó.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun