Gluggadagurinn: Gravenberch til Liverpool og nafnarnir Joao Felix og Cancelo til Barcelona Íþróttadeild skrifar 1. september 2023 23:30 Ryan Gravenberch er mættur til Liverpool. Liverpool Félagsskiptaglugginn í öllum helstu deildum Evrópuboltans lokaði í kvöld og bárust tíðindi um félagsskipti í allan dag og lang fram eftir kvöldi. Íþróttadeild Vísis var með puttann á púlsinum og fylgdist með öllu því helsta. Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Eins og gefur að skilja voru augu flestra á félagsskiptum liða í ensku úrvalsdeildinni. Aldrei hafa lið í einni deild eytt jafn miklu í einum félagsskiptaglugga og lið í ensku úrvalsdeilinni gerðu í sumar og því er af nægu að taka. Hér fyrir neðan verður þó aðeins farið yfir stærstu félagsskiptin sem áttu sér stað á lokadegi gluggans, en í vaktinni neðst í fréttinni er hægt að glöggva sig á öllu því helsta sem gerðist í dag. Hollenski landsliðsmaðurinn Ryan Gravenberch er genginn í raðir Liverpool frá Bayern München fyrir um 34 milljónir punda og er hann fjórði miðjumaðurinn sem félagið kaupir í sumar á eftir Alexis Mac allister frá Brighton, Dominik Szoboszlai frá RB Leipzig og Wataru Endo frá Stuttgart. Erkifjendur Liverpool í Manchester United voru duglegir á markaðnum í dag og sóttu fjóra leikmenn til liðsins. Félagið fékk Sofyan Amrabat á láni frá Fiorentina og Sergio Reguilon á láni frá Tottenham ásamt því að kaupa markvörðinn Altay Bayindir frá Fenerbache og semja við reynsluboltann Jonny Evans sem var án félags. Þá lánaði United Mason Greenwood til Getafe á Spáni, en Greenwood hefur ekkert leikið með liðinu síðan hann var ákærður fyrir líkamsárás og tilraun til nauðgunar. Englandsmeistarar Manchester City keyptu Matheus Nunes frá Wolves, Tottenham keypti Brennan Johnson frá Nottingham Forest og Brighton fékk ungstirnið Ansu Fati lánaðan frá Barcelona svo eitthvað sé nefnt. Ennska úrvalsdeildin var þó ekki eina deildin sem lokaði félagsskiptaglugganum í kvöld. Dýrustu félagsskipti dagsins eru vistaskipti Randal Kolo Muani frá Eintracht Frankfurt til Paris Saint-Germain fyrir 75 milljónir evra. Þá fékk Barcelona lánaða nafnana og liðsfélagana úr portúgalska landsliðinu, þá Joao Felox og Joao Cancelo. Felix kemur til félagsins frá Atlético Madrid á meðan Cancelo kemur frá Manchester City. Þegar þetta er ritað gætu enn einhver félagsskipti átt sér stað svo lengi sem öllum tilskyldum gögnum hafi verið skilað inn á réttum tíma.
Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna FIFA hótar félögunum stórum sektum William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Sjá meira