Björguðu ungum manni í sjálfheldu í Fáskrúðsfirði Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2023 07:57 Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslu sem hélt af stað frá Reykjavík rétt upp úr klukkan 22. Landsbjörg Björgunarsveitarmenn á Austurlandi og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar björguðu ungum manni sem hafði lent í sjálfheldu í Tungutröð, klettabelti milli Daladals og Tungudals inn af Fáskrúðsfirði, í gærkvöldi. Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að útkall hafi borist rétt upp úr klukkan 20 og hafi björgunarsveitir frá Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Neskaupstað haldið á vettvang til aðstoðar. Fram kemur að maðurinn hafi verið talsvert hátt uppi í fjallinu og í snarbröttu klettabelti. „Drónar voru notaðir til að staðsetja manninn og hafa yfirsýn yfir svæðið á meðan aðgerðir stóðu yfir. Björgunarfólk hélt á fjallið með fjallabjörgunarbúnað, og tókst að komast upp fyrir manninn og síga niður til hans. Hann var þá orðinn kaldur og stirður og ljóst að hann myndi ekki geta gengið niður að sjálfsdáðum. Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslu sem hélt af stað frá Reykjavík rétt upp úr klukkan 22. Landsbjörg Björgunarfólk hóf aðgerðir við að koma mannininum neðar í fjallið, svo þyrlan ætti hægara um vik að ná til hans, þegar hún kæmi á vettvang. Settar voru upp tryggingar fyrir þá sem voru í fjallinu, og unnið að því að síga með mannin niður úr bröttustu klettunum. Það gekk vel og var þá hægt að búa hann undir að vera hífður upp í þyrluna. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var hann svo hífður upp í þyrlu, og fluttur niður á flugvöllinn í Fáskrúðsfirði. Björgunarfólk hélt þá niður fjallið með búnað sinn, og var aðgerðum lokið rétt fyrir þrjú í nótt, þegar Norðfirðingar voru komnir til síns heima,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg Björgunarsveitir Fjarðabyggð Landhelgisgæslan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg segir að útkall hafi borist rétt upp úr klukkan 20 og hafi björgunarsveitir frá Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði og Neskaupstað haldið á vettvang til aðstoðar. Fram kemur að maðurinn hafi verið talsvert hátt uppi í fjallinu og í snarbröttu klettabelti. „Drónar voru notaðir til að staðsetja manninn og hafa yfirsýn yfir svæðið á meðan aðgerðir stóðu yfir. Björgunarfólk hélt á fjallið með fjallabjörgunarbúnað, og tókst að komast upp fyrir manninn og síga niður til hans. Hann var þá orðinn kaldur og stirður og ljóst að hann myndi ekki geta gengið niður að sjálfsdáðum. Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslu sem hélt af stað frá Reykjavík rétt upp úr klukkan 22. Landsbjörg Björgunarfólk hóf aðgerðir við að koma mannininum neðar í fjallið, svo þyrlan ætti hægara um vik að ná til hans, þegar hún kæmi á vettvang. Settar voru upp tryggingar fyrir þá sem voru í fjallinu, og unnið að því að síga með mannin niður úr bröttustu klettunum. Það gekk vel og var þá hægt að búa hann undir að vera hífður upp í þyrluna. Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var hann svo hífður upp í þyrlu, og fluttur niður á flugvöllinn í Fáskrúðsfirði. Björgunarfólk hélt þá niður fjallið með búnað sinn, og var aðgerðum lokið rétt fyrir þrjú í nótt, þegar Norðfirðingar voru komnir til síns heima,“ segir í tilkynningunni. Landsbjörg
Björgunarsveitir Fjarðabyggð Landhelgisgæslan Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira