Sjónhverfing á íslenskum leigumarkaði í boði Samtaka iðnaðarins María Pétursdóttir og Kjartan Þór Ingason skrifa 31. ágúst 2023 12:32 Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Leigumarkaður Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar