Sjónhverfing á íslenskum leigumarkaði í boði Samtaka iðnaðarins María Pétursdóttir og Kjartan Þór Ingason skrifa 31. ágúst 2023 12:32 Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Leigumarkaður Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónhverfing er gamalt form af töfrabrögðum sem skemmtikraftar um víða veröld beita til að vekja upp hrifningu fólks. Brellan felur í sér að athygli áhorfenda er beint að ákveðnum miðpunkti svo heildarmyndin fari fram hjá þeim. Á Húsnæðisþingi 2023 sem fram fór í gær flutti aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins (SI) feikna góða sjónhverfingu þar sem hann sýndi áhorfendum tölfræðigögn um viðhorf leigjenda á húsnæðismarkaði. Þar tók hann fram að um 21% íbúa er á leigumarkaði, af þeim vilji aðeins 10% leigja en um 72% séu þar af illri nauðsyn. Niðurstaða SI var því sú að áherslur um aukna innspýtingu í stofnframlög og uppbyggingu félagslegs húsnæðis fari gegn þörfum og vilja fólksins. Draga ætti úr vægi leiguíbúða með aðkomu hins opinbera og setja aukinn kraft í íbúðir á séreignamarkaði. Við fyrstu sýn virðist kannski sem SI sé með allt á hreinu enda byggir niðurstaða þeirra á tölfræðigögnum Hagstofu Íslands. Hver er þá vandinn? SI forðast ekki einungis að ræða heildarmynd íslenska leigumarkaðarins, t.a.m. formgerð hans og aðstæður, heldur draga samtökin ályktanir sem stangast á við ýmsar staðreyndir málsins. Íslenskur leigumarkaður er mjög frábrugðinn leigumörkuðum flestra OECD ríkja í ljósi þess að meirihluti leigjenda hér á landi leigir af einstaklingum á almennum markaði en ekki af hinu opinbera, almennum leigufélögum eða leigufélögum sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Sú staðreynd vegur þungt þegar horft er til séreinkenna íslenska leigumarkaðarins sem einkennist af fjölda skammtíma leigusamninga, skorti á fyrirsjáanleika um þróun leiguverðs með tilheyrandi regluleysi og óstöðugleika á leigumarkaði. Það er því ekkert skrítið að um 72% leigjenda kjósi sér ekki slíkt óöryggi. Það styður hins vegar ekki þá niðurstöðu að best sé að setja aukinn kraft í uppbyggingu séreignarhúsnæðis og veikja leigumarkaðinn enn frekar. Rétt niðurstaða er fyrir hið opinbera að beita sér markvisst fyrir því að íslenskur leigumarkaður þróist í átt að aukinni hlutdeild sveitarfélaga og leigufélaga, bæði almennra og óhagnaðardrifinna á íbúðamarkaði. Stór hluti fatlaðs fólks er á leigumarkaði. Samkvæmt rannsókn á húsnæðismálum fatlaðs fólks sem unnin Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir ÖBÍ réttindasamtök á síðasta ári kemur fram að 56% þeirra búa í eigin húsnæði en 44% eru á leigumarkaði eða öðrum búsetuúrræðum. Við það má bæta að rúmlega þriðjungur svarenda með 75% örorkumat sem sóttu um greiðslumat til kaupa á húsnæði fékk synjun. Þetta er mun hærra hlutfall en við sjáum meðal ófatlaðra á Íslandi. Fjölbreytt framboð af aðgengilegu húsnæði á viðráðanlegu verði, bæði á leigumarkaði sem og séreignamarkaði er grundvallarþáttur í búsetuöryggi jaðarsettra hópa. Því er brýnt að skapa fjölbreyttan, heilbrigðan og öruggan leigumarkað sem er raunverulegur valkostur á íslenskum húsnæðismarkaði. Á Húsnæðisþingi voru mörg erindi flutt um stöðu og framtíð húsnæðismála, eingöngu af fulltrúum stjórnvalda og peningaaflanna. Raddir neytenda, þ.e. fólks á leigumarkaði, öryrkja og fátækra, fólks sem mun aldrei geta keypt sér íbúð í núverandi kerfi, heyrðust ekki. Hér hefði verið kjörið tækifæri að nýta Húsnæðisþingið sem umræðuvettvang um þarfir og vilja fólks á leigumarkaði með fulltrúum fólks á leigumarkaði. Við þurfum Húsnæðisþing þar sem almenningur, og þá sérstaklega þeir sem höllustum fæti standa, geta tekið virkt samtal með áhrifafólki á húsnæðismarkaði. Fræðsla og yfirferð um stöðu húsnæðismála er góðra gjalda verð, en við náum aldrei að skilja heildarmyndina og gera viðeigandi úrbætur ef við tökum ekki samtalið við fólkið sem býr í húsunum, hlustum á ábendingar þess og bregðumst við þeim. María Pétursdóttir formaður Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka. Kjartan Þór Ingason verkefnastjóri Húsnæðishóps ÖBÍ réttindasamtaka.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun