Losun frá flugi og siglingum jókst um 95 prósent eftir faraldurinn Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 08:59 Losun vegna alþjóðaflugs jókst um 77 prósent á milli 2021 og 2022. Vísir/Vilhelm Útblástur gróðurhúsaloftegunda vegna alþjóðasamgangna frá Íslandi jókst um 95 prósent á milli ára í fyrra þegar ferðatakmörkunum eftir heimsfaraldurinn var aflétt. Losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda stóð svo gott sem í stað á milli ára í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar. Kórónuveirufaraldurinn nær stöðvaði ferðamennsku og dró verulega úr efnahagsumsvifum um allan heim árin 2020 og 2021. Bráðabirgðalosunartölurnar sýna að þó að bæði alþjóðaflug og siglingar til og frá Íslandi hafi að miklu leyti farið í fyrra horf í fyrra þá hafi losunin ekki náð sömu hæðum og áður en faraldurinn brast á. Þannig nam losun frá flugi og siglingum um einni milljón tonna koltvísýringsígilda í fyrra en einni og hálfri milljón árið 2018. Losun vegna alþjóðaflugs jókst um 77 prósent vegna fjölgunar ferðamanna á milli 2021 og 2022 en frá siglingum um 153 prósent. Þessi losun er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda en fellur að hluta til undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem íslensk stóriðja og flugfélög starfa eftir. Miðað er við brennslu á eldsneyti sem er keypt á Íslandi á flugvélar og skip sem eru á leið frá landinu. Flutningaskip á siglingu utan við Reykjavík. Losun vegna alþjóðasiglinga frá landinu jókst um 153 prósent í fyrra.Vísir/Vilhelm Bílarnir spýttu í en fiskiskipin drógu saman seglin Kyrrstaða var í þeirri losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og þau þurfa að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu og Evrópusambandinu. Losunin jókst um tvö þúsund tonn, innan við 0,1 prósent, og nam rúmum 2,8 milljón tonnum af koltvísýringsígildum í fyrra. Miðað við það hefur losun dregist saman um tólf prósent frá árinu 2005. Aukin eldsneytiskaup þýddu að losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára í fyrra. Vegasamgöngur eru þriðjungur af heildarlosun á ábyrgð stjórnvalda. Losun fiskimjölsverksmiðja jókst um 485 prósent vegna skerðingar á raforku og 230 prósent vegna notkunar varaaflsstöðva fyrir rafmagn og húshitun. Þá jókst losun jarðavarmavirkjanna um sex prósent vegna náttúrulegs breytileika. Útblástur frá landbúnaði, fiskiskipum og kælimiðlum dróst saman á milli ára í fyrra. Losun fiskiskipa dróst saman um sextán prósent. Ástæðan er sögð minni eldsneytiskaup hérlendis. Hlutfallsleg losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2022 (bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar).Umhverfisstofnun Kísilmálmiðjan að baki aukningar stóriðju Tvö prósent aukning í losun íslenskra fyrirtækja innan ETS-kerfisins er rakin til framleiðsluaukningar á kísilmálmi í fyrra. Hún leiddi til níu prósent meiri losunar gróðurhúsalofttegunda en árið á undan. Í heild hefur losun sem fellur undir ETS á Íslandi aukist um 120 prósent frá árinu 2005. Búist við aukningu í ár Framreikningur Umhverfisstofnunar á losun Íslands til 2050 sem birtur var í apríl gerði ráð fyrir að losun á beinni ábyrgð stjórnvalda ykist eftir kórónuveirufaraldurinn í ár en drægist svo saman eftir það um 0,6 prósent á ári að meðaltali. Miðað við það drægist losun á beinni ábyrgð stjórnvalda saman um 57,1 prósent fyrir árið 2050. Ríkisstjórnin stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir lok þessa áratugs. Umhverfisstofnun telur að án frekari aðgerða verði samdrátturinn um 24 prósent fyrir árið 2030. Sá fyrirvari er á bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar nú að ekki liggja ný gögn fyrir um alla geira í losunarbókhaldi Íslands. Því sé viðbúið að tölurnar taki breytingum áður en þeim verður skilað formlega til Evrópusambandsins 15. mars á næsta ári. Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Stóriðja Skipaflutningar Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn nær stöðvaði ferðamennsku og dró verulega úr efnahagsumsvifum um allan heim árin 2020 og 2021. Bráðabirgðalosunartölurnar sýna að þó að bæði alþjóðaflug og siglingar til og frá Íslandi hafi að miklu leyti farið í fyrra horf í fyrra þá hafi losunin ekki náð sömu hæðum og áður en faraldurinn brast á. Þannig nam losun frá flugi og siglingum um einni milljón tonna koltvísýringsígilda í fyrra en einni og hálfri milljón árið 2018. Losun vegna alþjóðaflugs jókst um 77 prósent vegna fjölgunar ferðamanna á milli 2021 og 2022 en frá siglingum um 153 prósent. Þessi losun er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda en fellur að hluta til undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir (ETS) sem íslensk stóriðja og flugfélög starfa eftir. Miðað er við brennslu á eldsneyti sem er keypt á Íslandi á flugvélar og skip sem eru á leið frá landinu. Flutningaskip á siglingu utan við Reykjavík. Losun vegna alþjóðasiglinga frá landinu jókst um 153 prósent í fyrra.Vísir/Vilhelm Bílarnir spýttu í en fiskiskipin drógu saman seglin Kyrrstaða var í þeirri losun sem telst á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda og þau þurfa að standa skil á gagnvart Parísarsamkomulaginu og Evrópusambandinu. Losunin jókst um tvö þúsund tonn, innan við 0,1 prósent, og nam rúmum 2,8 milljón tonnum af koltvísýringsígildum í fyrra. Miðað við það hefur losun dregist saman um tólf prósent frá árinu 2005. Aukin eldsneytiskaup þýddu að losun vegna vegasamgangna jókst um átta prósent á milli ára í fyrra. Vegasamgöngur eru þriðjungur af heildarlosun á ábyrgð stjórnvalda. Losun fiskimjölsverksmiðja jókst um 485 prósent vegna skerðingar á raforku og 230 prósent vegna notkunar varaaflsstöðva fyrir rafmagn og húshitun. Þá jókst losun jarðavarmavirkjanna um sex prósent vegna náttúrulegs breytileika. Útblástur frá landbúnaði, fiskiskipum og kælimiðlum dróst saman á milli ára í fyrra. Losun fiskiskipa dróst saman um sextán prósent. Ástæðan er sögð minni eldsneytiskaup hérlendis. Hlutfallsleg losun á beinni ábyrgð Íslands árið 2022 (bráðabirgðatölur Umhverfisstofnunar).Umhverfisstofnun Kísilmálmiðjan að baki aukningar stóriðju Tvö prósent aukning í losun íslenskra fyrirtækja innan ETS-kerfisins er rakin til framleiðsluaukningar á kísilmálmi í fyrra. Hún leiddi til níu prósent meiri losunar gróðurhúsalofttegunda en árið á undan. Í heild hefur losun sem fellur undir ETS á Íslandi aukist um 120 prósent frá árinu 2005. Búist við aukningu í ár Framreikningur Umhverfisstofnunar á losun Íslands til 2050 sem birtur var í apríl gerði ráð fyrir að losun á beinni ábyrgð stjórnvalda ykist eftir kórónuveirufaraldurinn í ár en drægist svo saman eftir það um 0,6 prósent á ári að meðaltali. Miðað við það drægist losun á beinni ábyrgð stjórnvalda saman um 57,1 prósent fyrir árið 2050. Ríkisstjórnin stefnir á 55 prósent samdrátt fyrir lok þessa áratugs. Umhverfisstofnun telur að án frekari aðgerða verði samdrátturinn um 24 prósent fyrir árið 2030. Sá fyrirvari er á bráðabirgðatölum Umhverfisstofnunar nú að ekki liggja ný gögn fyrir um alla geira í losunarbókhaldi Íslands. Því sé viðbúið að tölurnar taki breytingum áður en þeim verður skilað formlega til Evrópusambandsins 15. mars á næsta ári.
Loftslagsmál Umhverfismál Samgöngur Stóriðja Skipaflutningar Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira