Fótbolti

Mögnuð til­þrif Rúnars Alex í frum­rauninni vekja at­hygli

Aron Guðmundsson skrifar
Rúnar Alex með Erol Bulut, þjálfara Cardiff City
Rúnar Alex með Erol Bulut, þjálfara Cardiff City Mynd: Cardiff City

Ís­lenski lands­liðs­mark­vörðurinn í fót­bolta, Rúnar Alex Rúnars­son lék sinn fyrsta leik fyrir enska liðið Car­diff City í gær er liðið heim­sótti Birming­ham City í enska deildar­bikarnum og ó­hætt er að segja að til­þrif Rúnars í leiknum hafi vakið mikla at­hygli á sam­fé­lags­miðlum.

Rúnar gekk á dögunum til liðs við Car­diff City, sem leikur í ensku B-deildinni, á láni frá enska úr­vals­deildar­fé­laginu Arsenal.

Leikur gær­kvöldsins gegn Birming­ham City endaði með 3-1 sigri Car­diff sem heldur því á­fram í næstu um­ferð keppninnar og hjálpaði góð frammi­staða Rúnars liðinu með að tryggja sætið í næstu um­ferð

Í stöðunni 1-0 fyrir Car­diff City fékk Birming­ham auka­spyrnu á hættu­legum stað rétt fyrir utan víta­teig.

Junin­ho Bacuna tók spyrnuna fyrir Birming­ham, hún var hnit­miðuð og sveif yfir varnar­vegg Car­diff en Rúnar var vel vakandi og átti frá­bæra mark­vörslu sem hélt Car­diff í for­ystunni.

Rúnar fær fína dóma um frammi­stöðu sína í velska miðlinum Wa­les On­line en þar segir að Rúnar hafi meðal annars átt stór­brotna vörslu í téðri auka­spyrnu. Hann hafi verið góður og yfir­vegaður með boltann og fær í ein­kunn 7.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×