„Bein afleiðing skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð“ Árni Sæberg skrifar 29. ágúst 2023 14:50 Dagur vill lausn við morgunumferðinni. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir að ógnarlangar bílaraðir undanfarna morgna á höfuðborgarsvæðinu vera beina afleiðingu skipulags með ofuráherslu á einkabílaumferð og áherslna sem voru lengst af ofan á á höfuðborgarsvæðinu, allt frá árinu 1960 eða svo. „Fjölmargir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eytt umtalsverðum tíma í bílaröðum undanfarna morgna. Ástandið er að sönnu verst um mánaðarmótin ágúst-september á hverju ári þegar skólarnir og vinnustaðirnir fara á fullt eftir sumarfrí. Svo lagast hún aðeins en ekki meira en það,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Facebook. Þéttara skipulag leiðin fram á við Dagur segir að háværir hópar og einhverjir úr hópi eldri kynslóðar sérfræðinga, sem lærðu um það leyti sem þessi stefna varð ofan á, trúi enn þá á að lausnin á þessu sé að halda gamallri stefnu áfram. „Það er því miður rangt. Ítarlegar greiningar og sameiginleg stefnumótun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem bar saman valkosti fyrir framtíðarvöxt höfuðborgarssvæðisins sýndi afgerandi fram á að lausnin nú og til framtíðar felst í betra og þéttara skipulagi með hverfum þar sem hægt er að sækja nærþjónustu, fleiri og betri valkostum í samgöngum með áherslu á betri aðstæður gangandi og hjólandi - meðal annars með auknum innviðafjárfestingum - en síðast en ekki síst stóreflingu almenningssamgangna, með fjárfestingu í nýju hraðvagnakerfi, Borgarlínu, sem fengi forgang í umferðinni. Annars gengur umferðin ekki upp og óbreytt stefna þar sem fjölgun íbúa fylgdi fjölgun bílferða í sama hlutfalli og áður myndi þýða enn meiri umferðartafir. Ekki síst fyrir þá sem eru í bíl.“ Svarað með dylgjum um einkabílahatur Dagur segir þessum greiningum, niðurstöðum og staðreyndum ótrúlega sjaldan svarað með rökum heldur dylgjum um einkabílahatur og fleira. Ekkert sé fjarri sanni en að einkabílahatur ráði för. „Hér gildir að hugsa í lausnum og taka mið af því sem við vitum og fylgja því eftir. Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa skýra framtíðarsýn um skipulagsmál, samgöngumál og þróun höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir þess vegna miklu máli að ramma slíka sýn ekki aðeins inn með orðum heldur samkomulagi til langs tíma þar sem fjárfestingar fylgja slíkri sýn og alvöru lausnum eftir.“ Þetta segir Dagur samgöngusáttmálann svokallaða hafa snúist um og hann geri það enn. Hann sé samningur sem eigi að halda til langs tíma, hvað sem mismunandi ríkisstjórnum líður eða meirihlutum í sveitarstjórnum líður. „Enda naut hann yfirgnæfandi stuðnings flokka á Alþingi og þverpólitísks stuðnings í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Ég held reyndar að við skiljum öll þörfina á þessari nálgun.“ Líka mikilvægt þeim sem vilja einkabílinn Dagur segir að hann hafi djúpa sannfæringu fyrir mikilvægi samgöngusáttmálans og þeirrar skýru langtímasýnar sem að baki honum býr. Það sé jafnframt algjörlega eðlilegt að uppfæra hann, líkt og nú sé verið að gera. Það sé raunar fullt tilefni fyrir fólk til að hugleiða mikilvægi þess að fylgja þessum málum fast og vel eftir, hvort sem það situr fast í bílum sínum eða notar aðra ferðamáta. „Við eigum nefnilega öll sameiginlega hagsmuni af því að fjölbreyttar fjárfestingar í lykil-samgönguinnviðum gangi eftir - ekki síst þeir sem sjá fyrir sér að nota einkabíl áfram sem meginn samgöngumáta. En líka hin sem brenna fyrir betri almenningssamgöngum og innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Og ef við höldum kúrs fáum við betur skipulagt höfuðborgarsvæði, heilsusamlegra borgarumhverfi, áhugaverðari og öruggari hverfi með meiri nærþjónustu, meiri lífsgæði, betri loftgæði og betri þróun í loftslagsmálum einnig.“ Umferð Borgarstjórn Samgöngur Borgarlína Reykjavík Tengdar fréttir Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05 „Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ 28. ágúst 2023 09:02 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
„Fjölmargir íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa eytt umtalsverðum tíma í bílaröðum undanfarna morgna. Ástandið er að sönnu verst um mánaðarmótin ágúst-september á hverju ári þegar skólarnir og vinnustaðirnir fara á fullt eftir sumarfrí. Svo lagast hún aðeins en ekki meira en það,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri á Facebook. Þéttara skipulag leiðin fram á við Dagur segir að háværir hópar og einhverjir úr hópi eldri kynslóðar sérfræðinga, sem lærðu um það leyti sem þessi stefna varð ofan á, trúi enn þá á að lausnin á þessu sé að halda gamallri stefnu áfram. „Það er því miður rangt. Ítarlegar greiningar og sameiginleg stefnumótun sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu sem bar saman valkosti fyrir framtíðarvöxt höfuðborgarssvæðisins sýndi afgerandi fram á að lausnin nú og til framtíðar felst í betra og þéttara skipulagi með hverfum þar sem hægt er að sækja nærþjónustu, fleiri og betri valkostum í samgöngum með áherslu á betri aðstæður gangandi og hjólandi - meðal annars með auknum innviðafjárfestingum - en síðast en ekki síst stóreflingu almenningssamgangna, með fjárfestingu í nýju hraðvagnakerfi, Borgarlínu, sem fengi forgang í umferðinni. Annars gengur umferðin ekki upp og óbreytt stefna þar sem fjölgun íbúa fylgdi fjölgun bílferða í sama hlutfalli og áður myndi þýða enn meiri umferðartafir. Ekki síst fyrir þá sem eru í bíl.“ Svarað með dylgjum um einkabílahatur Dagur segir þessum greiningum, niðurstöðum og staðreyndum ótrúlega sjaldan svarað með rökum heldur dylgjum um einkabílahatur og fleira. Ekkert sé fjarri sanni en að einkabílahatur ráði för. „Hér gildir að hugsa í lausnum og taka mið af því sem við vitum og fylgja því eftir. Það skiptir gríðarlega miklu máli að hafa skýra framtíðarsýn um skipulagsmál, samgöngumál og þróun höfuðborgarsvæðisins. Það skiptir þess vegna miklu máli að ramma slíka sýn ekki aðeins inn með orðum heldur samkomulagi til langs tíma þar sem fjárfestingar fylgja slíkri sýn og alvöru lausnum eftir.“ Þetta segir Dagur samgöngusáttmálann svokallaða hafa snúist um og hann geri það enn. Hann sé samningur sem eigi að halda til langs tíma, hvað sem mismunandi ríkisstjórnum líður eða meirihlutum í sveitarstjórnum líður. „Enda naut hann yfirgnæfandi stuðnings flokka á Alþingi og þverpólitísks stuðnings í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Ég held reyndar að við skiljum öll þörfina á þessari nálgun.“ Líka mikilvægt þeim sem vilja einkabílinn Dagur segir að hann hafi djúpa sannfæringu fyrir mikilvægi samgöngusáttmálans og þeirrar skýru langtímasýnar sem að baki honum býr. Það sé jafnframt algjörlega eðlilegt að uppfæra hann, líkt og nú sé verið að gera. Það sé raunar fullt tilefni fyrir fólk til að hugleiða mikilvægi þess að fylgja þessum málum fast og vel eftir, hvort sem það situr fast í bílum sínum eða notar aðra ferðamáta. „Við eigum nefnilega öll sameiginlega hagsmuni af því að fjölbreyttar fjárfestingar í lykil-samgönguinnviðum gangi eftir - ekki síst þeir sem sjá fyrir sér að nota einkabíl áfram sem meginn samgöngumáta. En líka hin sem brenna fyrir betri almenningssamgöngum og innviðum fyrir gangandi og hjólandi. Og ef við höldum kúrs fáum við betur skipulagt höfuðborgarsvæði, heilsusamlegra borgarumhverfi, áhugaverðari og öruggari hverfi með meiri nærþjónustu, meiri lífsgæði, betri loftgæði og betri þróun í loftslagsmálum einnig.“
Umferð Borgarstjórn Samgöngur Borgarlína Reykjavík Tengdar fréttir Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05 „Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ 28. ágúst 2023 09:02 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Ekki nóg að bæta bara strætó Framkvæmdastjóri félags sem stofnað var utan um samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins segir það fullreynt að efla strætó án þess að byggja borgarlínu líkt og þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt til. Eðlilegt sé að uppfæra sáttmálann nú þegar fjögur ár eru síðan skrifað var undir hann. 28. ágúst 2023 19:05
„Orðinn of stór fíll til að borða í einum bita“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar, segir að búið sé flækja allt sem við kemur samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og að nauðsynlegt sé að finna lausnir til að hægt sé að koma framkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu af stað sem fyrst. „Við höfum gert þetta svo erfitt og of flókið að þetta er orðinn of stór fíll til að borða í einum bita.“ 28. ágúst 2023 09:02