Innlent

Sá bíl­lyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Innbrotsþjófurinn sem reyndi að brjótast inn í bílskúra reyndist vera sá sami og stal bílnum hans Björns.
Innbrotsþjófurinn sem reyndi að brjótast inn í bílskúra reyndist vera sá sami og stal bílnum hans Björns.

Björn Sigurðs­son, hlað­maður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víði­mel í vestur­bæ Reykja­víkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfs­manna­plani á Reykja­víkur­flug­velli í upp­hafi mánaðar en inn­brots­þjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæ­brautinni og stinga af.

„Bíllinn fannst nú eigin­lega út af því að ég kannaðist við lykla sem birtust þarna í þessari frétt,“ segir Björn í sam­tali við Vísi. Þar vísar hann í frétt miðilsins sem birtist í dag, af inn­brots­þjófi í Reykja­vík sem reyndi að brjótast inn í bíl­skúr á Víði­mel og braut svo bíl­rúðu á Hring­braut. Þjófurinn náðist tvisvar á mynd en sama dag lét hann til skarar skríða gegn Birni á flugvellinum.

„Ég var búinn að sjá mynd af honum frá flug­fé­laginu og þar sást í hann á stutt­buxum og ég hugsaði nú þegar ég sá fréttina á Vísi: „Skildi þetta vera hann?“ Svo las ég fréttina betur og fletti neðar og þar bara sá ég þessa lykla. Þetta eru mínir lyklar! Og nú er ég búinn að ná í bílinn.“

Björn segir að hann hafi mætt til vinnu eins og venju­lega á milli 6 og 7 að morgni föstu­daginn 4. ágúst. Á meðan fyrstu tvær vélarnar til Akur­eyrar og Egils­staða hafi verið af­greiddar hafi inn­brots­þjófurinn at­hafnað sig á svæðinu. Ljóst sé að hann hafi brotist inn fyrir girðingu á flug­vellinum.

„Ég hugsa að ef ég hefði verið fimm sekúndum fljótari þá hefði ég orðið var við hann. En hann nær að skjóta sér inn á verk­stæðið hjá okkur, þar sem hann brýst inn í fata­skápinn minn og stelur kredit­korta­veski á­samt lyklunum að bílnum og fjar­stýringu að inn­keyrslu­hliðinu á flug­völlinn.“

Tjónaði bílinn og stakk af 

„Hann keyrði aftan á annan bíl á Sæ­brautinni og stakk af. Þannig komst ég í raun að því að bílnum hefði verið stolið, af því að konan mín hringdi í mig og spurði hvort ég væri að keyra út í bæ og hvort ég hefði stungið af eftir á­keyrslu? Lög­reglan hringdi nefni­lega í hana þar sem tjón­þolinn náði bíl­númerinu.“

Björn til­kynnti þjófnaðinn til lög­reglu um leið og ljóst var hvað hafði gerst. Lítið hafi þó verið að frétta af rann­sókninni og segir Björn sjálfur hafa lagt mikinn tíma í að hafa uppi á bílnum. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Aygo frá 2008. 

Það hafi meðal annars reynst þrautinni þyngra að fá mynd­efni af vellinum og þá segist hann velta fyrir sér hvort hann fái tjónið á bílnum greitt.

„Þetta var fyrsta vikan mín í sumar­fríi. Maður hefur í raun ekkert getað gert neitt annað en að grennslast fyrir um þetta.“

Maðurinn hafði gert nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr í vesturbænum. Skjáskot

Fyrsti bíllinn sem blasti við á Víði­mel

Eftir að hafa séð myndina af bíl­lyklunum sínum á Vísi hringdi Björn í Olís, en þar sagðist Ketill Sigurðar­son, íbúi í vestur­bæ, hafa skilið lyklana hans eftir í sam­tali við Vísi í dag.

„Síðan fór ég bara á staðinn, fékk systur mína með mér til að keyra þarna um og sótti lyklana í leiðinni. Við vorum búin að keyra að­eins þarna í kringum Grund og þá á­kváðum við að taka melana, Víði­mel og þar í kring. Við keyrðum að­eins um í Melunum og ég sagði að við ættum bara að byrja á Víði­melnum. Um leið og við keyrum þar inn, þá sjáum við hann, þetta var næsti bíll á Víði­melnum.“

Þjófurinn hafði tekið númera­plöturnar af bílnum og sett aðrar á þær. Björn segir um að ræða gríðar­legan létti.

„Það var þungu fargi létt af okkur hjónunum. Þarna voru hús­lyklar á kippunni, svo ég varð að skipta um alla sí­lendra. Svo var öllum kredit­kortunum stolið líka, svo þetta var því­líkt tjón sem við urðum fyrir þarna. En það er svona, það virðist ekkert vera heilagt fyrir þessum mönnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×