Sá bíllyklana sína á Vísi og fann loksins bílinn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2023 20:35 Innbrotsþjófurinn sem reyndi að brjótast inn í bílskúra reyndist vera sá sami og stal bílnum hans Björns. Björn Sigurðsson, hlaðmaður hjá Icelandair, fann bílinn sinn í dag við Víðimel í vesturbæ Reykjavíkur eftir rúma fjögurra vikna leit. Honum var stolið af starfsmannaplani á Reykjavíkurflugvelli í upphafi mánaðar en innbrotsþjófurinn tjónaði bílinn með því að keyra aftan á annan á Sæbrautinni og stinga af. „Bíllinn fannst nú eiginlega út af því að ég kannaðist við lykla sem birtust þarna í þessari frétt,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt miðilsins sem birtist í dag, af innbrotsþjófi í Reykjavík sem reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimel og braut svo bílrúðu á Hringbraut. Þjófurinn náðist tvisvar á mynd en sama dag lét hann til skarar skríða gegn Birni á flugvellinum. „Ég var búinn að sjá mynd af honum frá flugfélaginu og þar sást í hann á stuttbuxum og ég hugsaði nú þegar ég sá fréttina á Vísi: „Skildi þetta vera hann?“ Svo las ég fréttina betur og fletti neðar og þar bara sá ég þessa lykla. Þetta eru mínir lyklar! Og nú er ég búinn að ná í bílinn.“ Björn segir að hann hafi mætt til vinnu eins og venjulega á milli 6 og 7 að morgni föstudaginn 4. ágúst. Á meðan fyrstu tvær vélarnar til Akureyrar og Egilsstaða hafi verið afgreiddar hafi innbrotsþjófurinn athafnað sig á svæðinu. Ljóst sé að hann hafi brotist inn fyrir girðingu á flugvellinum. „Ég hugsa að ef ég hefði verið fimm sekúndum fljótari þá hefði ég orðið var við hann. En hann nær að skjóta sér inn á verkstæðið hjá okkur, þar sem hann brýst inn í fataskápinn minn og stelur kreditkortaveski ásamt lyklunum að bílnum og fjarstýringu að innkeyrsluhliðinu á flugvöllinn.“ Tjónaði bílinn og stakk af „Hann keyrði aftan á annan bíl á Sæbrautinni og stakk af. Þannig komst ég í raun að því að bílnum hefði verið stolið, af því að konan mín hringdi í mig og spurði hvort ég væri að keyra út í bæ og hvort ég hefði stungið af eftir ákeyrslu? Lögreglan hringdi nefnilega í hana þar sem tjónþolinn náði bílnúmerinu.“ Björn tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu um leið og ljóst var hvað hafði gerst. Lítið hafi þó verið að frétta af rannsókninni og segir Björn sjálfur hafa lagt mikinn tíma í að hafa uppi á bílnum. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Aygo frá 2008. Það hafi meðal annars reynst þrautinni þyngra að fá myndefni af vellinum og þá segist hann velta fyrir sér hvort hann fái tjónið á bílnum greitt. „Þetta var fyrsta vikan mín í sumarfríi. Maður hefur í raun ekkert getað gert neitt annað en að grennslast fyrir um þetta.“ Maðurinn hafði gert nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr í vesturbænum. Skjáskot Fyrsti bíllinn sem blasti við á Víðimel Eftir að hafa séð myndina af bíllyklunum sínum á Vísi hringdi Björn í Olís, en þar sagðist Ketill Sigurðarson, íbúi í vesturbæ, hafa skilið lyklana hans eftir í samtali við Vísi í dag. „Síðan fór ég bara á staðinn, fékk systur mína með mér til að keyra þarna um og sótti lyklana í leiðinni. Við vorum búin að keyra aðeins þarna í kringum Grund og þá ákváðum við að taka melana, Víðimel og þar í kring. Við keyrðum aðeins um í Melunum og ég sagði að við ættum bara að byrja á Víðimelnum. Um leið og við keyrum þar inn, þá sjáum við hann, þetta var næsti bíll á Víðimelnum.“ Þjófurinn hafði tekið númeraplöturnar af bílnum og sett aðrar á þær. Björn segir um að ræða gríðarlegan létti. „Það var þungu fargi létt af okkur hjónunum. Þarna voru húslyklar á kippunni, svo ég varð að skipta um alla sílendra. Svo var öllum kreditkortunum stolið líka, svo þetta var þvílíkt tjón sem við urðum fyrir þarna. En það er svona, það virðist ekkert vera heilagt fyrir þessum mönnum.“ Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
„Bíllinn fannst nú eiginlega út af því að ég kannaðist við lykla sem birtust þarna í þessari frétt,“ segir Björn í samtali við Vísi. Þar vísar hann í frétt miðilsins sem birtist í dag, af innbrotsþjófi í Reykjavík sem reyndi að brjótast inn í bílskúr á Víðimel og braut svo bílrúðu á Hringbraut. Þjófurinn náðist tvisvar á mynd en sama dag lét hann til skarar skríða gegn Birni á flugvellinum. „Ég var búinn að sjá mynd af honum frá flugfélaginu og þar sást í hann á stuttbuxum og ég hugsaði nú þegar ég sá fréttina á Vísi: „Skildi þetta vera hann?“ Svo las ég fréttina betur og fletti neðar og þar bara sá ég þessa lykla. Þetta eru mínir lyklar! Og nú er ég búinn að ná í bílinn.“ Björn segir að hann hafi mætt til vinnu eins og venjulega á milli 6 og 7 að morgni föstudaginn 4. ágúst. Á meðan fyrstu tvær vélarnar til Akureyrar og Egilsstaða hafi verið afgreiddar hafi innbrotsþjófurinn athafnað sig á svæðinu. Ljóst sé að hann hafi brotist inn fyrir girðingu á flugvellinum. „Ég hugsa að ef ég hefði verið fimm sekúndum fljótari þá hefði ég orðið var við hann. En hann nær að skjóta sér inn á verkstæðið hjá okkur, þar sem hann brýst inn í fataskápinn minn og stelur kreditkortaveski ásamt lyklunum að bílnum og fjarstýringu að innkeyrsluhliðinu á flugvöllinn.“ Tjónaði bílinn og stakk af „Hann keyrði aftan á annan bíl á Sæbrautinni og stakk af. Þannig komst ég í raun að því að bílnum hefði verið stolið, af því að konan mín hringdi í mig og spurði hvort ég væri að keyra út í bæ og hvort ég hefði stungið af eftir ákeyrslu? Lögreglan hringdi nefnilega í hana þar sem tjónþolinn náði bílnúmerinu.“ Björn tilkynnti þjófnaðinn til lögreglu um leið og ljóst var hvað hafði gerst. Lítið hafi þó verið að frétta af rannsókninni og segir Björn sjálfur hafa lagt mikinn tíma í að hafa uppi á bílnum. Um er að ræða bíl af gerðinni Toyota Aygo frá 2008. Það hafi meðal annars reynst þrautinni þyngra að fá myndefni af vellinum og þá segist hann velta fyrir sér hvort hann fái tjónið á bílnum greitt. „Þetta var fyrsta vikan mín í sumarfríi. Maður hefur í raun ekkert getað gert neitt annað en að grennslast fyrir um þetta.“ Maðurinn hafði gert nokkrar tilraunir til að brjótast inn í bílskúr í vesturbænum. Skjáskot Fyrsti bíllinn sem blasti við á Víðimel Eftir að hafa séð myndina af bíllyklunum sínum á Vísi hringdi Björn í Olís, en þar sagðist Ketill Sigurðarson, íbúi í vesturbæ, hafa skilið lyklana hans eftir í samtali við Vísi í dag. „Síðan fór ég bara á staðinn, fékk systur mína með mér til að keyra þarna um og sótti lyklana í leiðinni. Við vorum búin að keyra aðeins þarna í kringum Grund og þá ákváðum við að taka melana, Víðimel og þar í kring. Við keyrðum aðeins um í Melunum og ég sagði að við ættum bara að byrja á Víðimelnum. Um leið og við keyrum þar inn, þá sjáum við hann, þetta var næsti bíll á Víðimelnum.“ Þjófurinn hafði tekið númeraplöturnar af bílnum og sett aðrar á þær. Björn segir um að ræða gríðarlegan létti. „Það var þungu fargi létt af okkur hjónunum. Þarna voru húslyklar á kippunni, svo ég varð að skipta um alla sílendra. Svo var öllum kreditkortunum stolið líka, svo þetta var þvílíkt tjón sem við urðum fyrir þarna. En það er svona, það virðist ekkert vera heilagt fyrir þessum mönnum.“
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira