Ásmundur hættur með Breiðablik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. ágúst 2023 18:10 Ásmundur er hættur sem þjálfari Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Ásmundur Arnarsson er hættur sem þjálfari Breiðabliks í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Frá þessu greindi félagið nú rétt í þessu. „Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson, hafa náð samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Árangur liðsins að undanförnu hefur verið undir væntingum og því hafa aðilar komist að þeirri niðurstöðu að breytinga sé þörf,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Þrótti Reykjavík í Bestu deildinni á sunnudag og eru Blikar nú átta stigum á eftir toppliði Vals þegar úrslitakeppni deildarinnar er í þann mund að hefjast. Raunar eru Blikar nær FH í 5. sætinu heldur en toppliðinu. Ásmundur tók við liðinu síðla árs 2021 og stýrði Blikum meðal annars í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Eftir slakt gengi í sumar hefur hins vegar verið ákveðið að breyta til og Breiðablik því að þjálfaraleit sem stendur. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu félagsins í heild sinni. Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson, hafa náð samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Árangur liðsins að undanförnu hefur verið undir væntingum og því hafa aðilar komist að þeirri niðurstöðu að breytinga sé þörf. Ásmundur hefur verið þjálfari meistaraflokks kvenna síðan haustið 2021 og meðal annars stýrt liðinu í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur tvisvar leikið til úrslita í Mjólkurbikarnum auk fjölmargara annara leikja og náð miklum árangri. Liðið hefur undir hans stjórn glatt stuðningsmenn félagsins með skemmtilegri knattspyrnu og góðum úrslitum. Ásmundur hefur skilað afar miklu starfi innan félagsins í gegnum árin á fjölmörgum sviðum sem þjálfari, foreldri og sjálfboðaliði. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ásmundi kærlega fyrir hans störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í næstu verkefnum. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira
„Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson, hafa náð samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Árangur liðsins að undanförnu hefur verið undir væntingum og því hafa aðilar komist að þeirri niðurstöðu að breytinga sé þörf,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Breiðablik tapaði 4-2 fyrir Þrótti Reykjavík í Bestu deildinni á sunnudag og eru Blikar nú átta stigum á eftir toppliði Vals þegar úrslitakeppni deildarinnar er í þann mund að hefjast. Raunar eru Blikar nær FH í 5. sætinu heldur en toppliðinu. Ásmundur tók við liðinu síðla árs 2021 og stýrði Blikum meðal annars í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Eftir slakt gengi í sumar hefur hins vegar verið ákveðið að breyta til og Breiðablik því að þjálfaraleit sem stendur. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu félagsins í heild sinni. Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson, hafa náð samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Árangur liðsins að undanförnu hefur verið undir væntingum og því hafa aðilar komist að þeirri niðurstöðu að breytinga sé þörf. Ásmundur hefur verið þjálfari meistaraflokks kvenna síðan haustið 2021 og meðal annars stýrt liðinu í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur tvisvar leikið til úrslita í Mjólkurbikarnum auk fjölmargara annara leikja og náð miklum árangri. Liðið hefur undir hans stjórn glatt stuðningsmenn félagsins með skemmtilegri knattspyrnu og góðum úrslitum. Ásmundur hefur skilað afar miklu starfi innan félagsins í gegnum árin á fjölmörgum sviðum sem þjálfari, foreldri og sjálfboðaliði. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ásmundi kærlega fyrir hans störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í næstu verkefnum.
Knattspyrnudeild Breiðabliks og Ásmundur Arnarsson, hafa náð samkomulagi um að hann láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna. Árangur liðsins að undanförnu hefur verið undir væntingum og því hafa aðilar komist að þeirri niðurstöðu að breytinga sé þörf. Ásmundur hefur verið þjálfari meistaraflokks kvenna síðan haustið 2021 og meðal annars stýrt liðinu í riðlakeppni meistaradeildar Evrópu. Liðið hefur tvisvar leikið til úrslita í Mjólkurbikarnum auk fjölmargara annara leikja og náð miklum árangri. Liðið hefur undir hans stjórn glatt stuðningsmenn félagsins með skemmtilegri knattspyrnu og góðum úrslitum. Ásmundur hefur skilað afar miklu starfi innan félagsins í gegnum árin á fjölmörgum sviðum sem þjálfari, foreldri og sjálfboðaliði. Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ásmundi kærlega fyrir hans störf í þágu félagsins og óskar honum velfarnaðar í næstu verkefnum.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Dagskráin: Enski bikarinn, NBA og baráttan um Vesturlandið Sport „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti Fleiri fréttir ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Sjá meira