Bannið tekur gildi strax í haust.
Frakkar bönnuðu nemendum að klæðast höfuðslæðum árið 2004 og þá eru trúarleg tákn bönnuð í skólum og opinberum byggingum.
„Þegar þú gengur inn í skólastofu átt þú ekki að séð hvaða trúarbrögð nemendur iðka bara með því að horfa á þá,“ sagði Attal í samtali við TF1.
Málið hefur verið mikið í umræðunni í Frakklandi síðustu misseri, þar sem ýmist hefur verið kallað eftir banni eða áhyggjur viðraðar af réttindum stúlkna og kvenna til að klæðast eins og þær vilja.
Fimm milljónir múslíma búa í Frakklandi og boð og bönn gegn klæðnaði sem tíðkast meðal þeirra hafa vakið töluverða reiði. Önnur trúarbrögð hafa þó ekki farið varhluta af herferð stjórnvalda en kollhúfur gyðinga og krossar kristinna hafa einnig verið bönnuð.