Skotárásin átti sér stað fyrir um tveimur tímum við Stjerneskibet, sögufrægt hús við Pusher-stræti í fríríkinu. Húsið hefur í gegnum tíðina einnig verið kallað hús Grænlendinga en lögreglan er þar búin að girða af stórt svæði.
Ekstrabladet greinir frá því að rokkari tengdur Hells Angels hafi verið skotinn. Fyrir um klukkutíma síðan staðfesti lögreglan í Kaupmannahöfn á Twitter að fólk hefði verið skotið.
Vi kan i forbindelse med situationen på Christiania bekræfte at flere er ramt af skud. Nærmere tilgår https://t.co/44KSPz4i1L
— Københavns Politi (@KobenhavnPoliti) August 26, 2023
Ekstrabladet segir að búið sé að girða af Prinsessugötu og Bátsmannsstræti og er svæðið vaktað af fjölda lögreglumanna með hunda. Þá eru nokkrir sjúkrabílar á vettvangi og segir Ekstrabladet að þegar hafi tveir sjúkrabílar ekið af vettvangi og var að minnsta kosti annar þeirra með kveikt á sírenunum.
„Við erum að vinna á fullu þar núna. Við erum í umfangsmiklum lögregluaðgerðum þar sem við þurfum að ná yfirsýn yfir það sem gerðist nákvæmlega,“ sagði Martni Kajberg, yfirlögregluþjónn lögreglunnar í Kaupmannahöfn við Ritzau.