Hvers eiga bændur að gjalda? Alexandra Rós Jóhannesdóttir skrifar 23. ágúst 2023 16:01 Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. Má þá spyrja sig hvort að markmiðið með þessu sé að útrýma litlum og miðlungsstórum fjárbúum í landinu. Stuðningur við smáframleiðendur virðist vera af skornum skammti ef marka má nýja gjaldskrá og má ætla að með þessu sé vilji fyrir því að slátrun fari einungis fram í stórum sláturhúsum þar sem að fáir einstaklingar græða meira. Hér má ég til með að nefna kolefnissporið sem fylgir því að senda allt á stóru sláturhúsin í staðin fyrir þau sem eru í héraði eða slátra heima fyrir. Þetta verður til þess engin sala verður hjá þeim sem selja kjötafurðir milliliðalaust og fjölbreytni í landinu fer minnkandi. Það er vaxandi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum og er því tækifæri til nýsköpunar fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Einnig er mikil aukning vinsælda er á vörum sem eru beint frá býli um þessar mundir þar sem íslenskir bændur leggja mikið upp úr góðu ræktunarstarfi. Í 2. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 er skýrt tekið fram að markmið laganna sé að stutt sé við almenn starfsskilyrði við framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði. Tel ég að með breyttri gjaldskrá að forsendur séu að breytast og ekki sé verið að hugsa um hag bænda. Ef að við almúginn gætum ekki að velferð smáframleiðanda og látum okkur íslenska matvælaframleiðslu varða hver gerir það þá? Höfundur skipar 2. sæti á L-listanum og er sveitarstjórnarfulltrúi í Hrunamannahreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Stjórnsýsla Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Nú hefur Matvælastofnun boðað nýja gjaldskrá fyrir eftirlit og önnur gjaldskyld verkefni. Sauðfjárbúskapur á í vök að verjast og ef að gjaldskrárhækkun gengur í gegn er víst að horft sé fram á mikinn kostnaðarauka fyrir atvinnugreinina í heild sinni og eftirlitskostnað í kjölfarið. Má þá spyrja sig hvort að markmiðið með þessu sé að útrýma litlum og miðlungsstórum fjárbúum í landinu. Stuðningur við smáframleiðendur virðist vera af skornum skammti ef marka má nýja gjaldskrá og má ætla að með þessu sé vilji fyrir því að slátrun fari einungis fram í stórum sláturhúsum þar sem að fáir einstaklingar græða meira. Hér má ég til með að nefna kolefnissporið sem fylgir því að senda allt á stóru sláturhúsin í staðin fyrir þau sem eru í héraði eða slátra heima fyrir. Þetta verður til þess engin sala verður hjá þeim sem selja kjötafurðir milliliðalaust og fjölbreytni í landinu fer minnkandi. Það er vaxandi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum vörum og er því tækifæri til nýsköpunar fyrir íslenskar sauðfjárafurðir. Einnig er mikil aukning vinsælda er á vörum sem eru beint frá býli um þessar mundir þar sem íslenskir bændur leggja mikið upp úr góðu ræktunarstarfi. Í 2. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998 er skýrt tekið fram að markmið laganna sé að stutt sé við almenn starfsskilyrði við framleiðslu og vinnslu búvara ásamt stuðningi ríkisins stuðli að áframhaldandi hagræðingu, bættri samkeppnishæfni og fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði. Tel ég að með breyttri gjaldskrá að forsendur séu að breytast og ekki sé verið að hugsa um hag bænda. Ef að við almúginn gætum ekki að velferð smáframleiðanda og látum okkur íslenska matvælaframleiðslu varða hver gerir það þá? Höfundur skipar 2. sæti á L-listanum og er sveitarstjórnarfulltrúi í Hrunamannahreppi.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun