Skilur angist foreldra og hefur fulla trú á að málið endi vel Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2023 10:06 Þórdís Jóna Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, segist hafa fulla trú á að mál Kristjáns Jakovs Lazarev endi vel og að Menntamálastofnun leiti leiða við að finna lausn sem henti honum. Aðsent Forstjóri Menntamálastofnunar segir stofnunina hafa lagt sig fram við að finna lausn fyrir Kristján Jakov Lazarev sem er ekki enn kominn með menntaskólapláss. Leitað sé allra leiða til að finna skóla sem henti þörfum hans. Þá segir að það sé skýr stefna að breyta framkvæmd innritunar til að gæta best hagsmuna barna. Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Vísir fjallaði í gær um mál Kristjáns Jakovs en hann er sá eini úr útskriftarárgangi Klettaskóla í ár sem hefur ekki fengið menntaskólapláss. Marina Lazareva, móðir Kristjáns, segir að honum hafi verið synjað um pláss í þeim tveimur skólum sem henta honum og segir að hún fái hvergi nein almennileg svör. Á sama tíma og menntaskólar landsins hófust í gær var fjölskylda Kristjáns beðin um að sýna biðlund þar sem enn væri verið að vinna í máli hans. Hefur fulla trú á því að málið endi vel Vísir leitaði eftir viðbrögðum hjá Þórdísi Jónu Sigurðardóttur, forstjóra Menntamálastofnunar, í gær. Þau svör bárust rétt fyrir fimm síðdegis í gær og birtast hér fyrir neðan. Þar segir að Menntamálstofnun leiti enn leiða við að finna skóla sem henti Jakovi og segist Þórdís hafa fulla trú á að málið endi vel. „Frá því að mál Jakuvs kom inn á borð Menntamálastofnunar í sumar höfum við lagt okkur fram við að finna lausn sem hentar þörfum hans. Hver framhaldsskóli hefur sínar reglur við innritun. Það er hins vegar skýr stefna að breyta framkvæmd er þetta varðar til að gæta sem best að hagsmunum allra barna,“ segir í svari Þórdísar. Þórdís Jóna Sigurðardóttir var skipuð forstjóri Menntamálastofnunar til fimm ára í október 2022.Stjórnarráðið „Ég skil angist þeirra foreldra og barna sem fá ekki inngöngu í þann skóla sem þau dreymir um að komast í og kemur sem best til móts við þarfir þeirra. Við viljum öll það besta fyrir börnin.“ „Okkur tekur sárt hvað þetta mál hefur dregist en við höfum leitað allra leiða til að finna skóla sem hentar þörfum hans. Það sem við höfum getað boðið upp hingað til hentar ekki þörfum hans að mati foreldra og á það hlustum við og erum því enn að vinna að lausn.“ „Ég hef fulla trú á því að þetta endi vel. Jakov á það besta skilið og ég er sannfærð um að við munum finna skóla sem honum mun líða vel í sem fyrst,“ segir hún að lokum.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Jafnréttismál Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir „Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
„Mikilvægt að þetta skili einhverjum breytingum til framtíðar“ Dagbjartur Sigurður Ólafsson er kominn með pláss í framhaldsskóla í haust eftir að hafa verið í lausu lofti frá því í vor. Móðir hans fagnar fréttunum en segir breytinga þörf á verkferlum. Menntamálastofnun segir alla nemendur komast að en þeir fari á á biðlista þar til mál þeirra eru leyst. Skólameistari FÁ segir plásslesysi helst tefja innritun barna á sérnámsbraut. 15. júní 2023 15:20
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?