Mæðrum haldið föngnum ef þær geta ekki borgað sjúkrahúsreikninginn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. ágúst 2023 08:16 Aðgerðasinnar segja verklagið viðgangast víða í Úganda en því sé oft beint gegn mæðrum. Getty/LightRocket/SOPA Images/Sally Hayden Mannréttindasamtök og aðgerðasinnar í Úganda vonast til þess að dómsmál sem tekið verður fyrir nú í ágúst verði til þess að binda enda á það verklag sjúkrahúsa að halda einstaklingum föngum sem ekki hafa gert upp reikninginn vegna dvalar sinnar. Verklagið er oft viðhaft gagnvart nýjum mæðrum og umrætt mál var höfðað af tveimur konum sem báðum var haldið gegn vilja sínum í margar vikur þegar þær gátu ekki greitt fyrir þá þjónustu sem þær höfðu fengið. Báðar leituðu upphaflega á sjúkrahús í eigu hins opinbera en var vísað á einkasjúkrahús í kjölfar vandamála í fæðingu. Þar var þeim haldið þar sem þær gátu ekki borgað. Aðgerðasinnar segja verði gæta fólksins, sem fái ekkert að borða á meðan það er í haldi og sé látið sinna ýmsum störfum til að greiða skuldir sínar, til dæmis þrífa. Einstaka mál hafa ratað fyrir dómstóla, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á viðkomandi einstaklingum, en málin hafa ekki leitt til lagabreytinga. Vonir standa til að málið sem nú á að taka fyrir muni leiða til þess að dómstólar taki afdráttarlausa afstöðu gegn verklaginu. Önnur konan, nefnd NS í gögnum málsins, var send á St. Francis Hospital Nkokonjeru þegar í ljós kom að hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Sjúkrahúsið er rekið af kaþólskum samtökum, sem njóta stuðnings ýmissa erlendra samtaka og opinberra stofnana. NS var rukkuð um 590 þúsund úganska skildinga fyrir þjónustuna en gat ekki borgað. Til samanburðar má nefna að um helmingur einstaklinga á vinnumarkaði í Úganda er með um 200 þúsund skildinga eða minna í mánaðarlaun. NS, sem var 16 ára móðir þegar hún átti seinna barnið, var haldið þar til samtökin Initiative for Social and Economic Rights greiddi reikninginn. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Úganda Mannréttindi Kvenheilsa Jafnréttismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Verklagið er oft viðhaft gagnvart nýjum mæðrum og umrætt mál var höfðað af tveimur konum sem báðum var haldið gegn vilja sínum í margar vikur þegar þær gátu ekki greitt fyrir þá þjónustu sem þær höfðu fengið. Báðar leituðu upphaflega á sjúkrahús í eigu hins opinbera en var vísað á einkasjúkrahús í kjölfar vandamála í fæðingu. Þar var þeim haldið þar sem þær gátu ekki borgað. Aðgerðasinnar segja verði gæta fólksins, sem fái ekkert að borða á meðan það er í haldi og sé látið sinna ýmsum störfum til að greiða skuldir sínar, til dæmis þrífa. Einstaka mál hafa ratað fyrir dómstóla, sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að brotið hafi verið á viðkomandi einstaklingum, en málin hafa ekki leitt til lagabreytinga. Vonir standa til að málið sem nú á að taka fyrir muni leiða til þess að dómstólar taki afdráttarlausa afstöðu gegn verklaginu. Önnur konan, nefnd NS í gögnum málsins, var send á St. Francis Hospital Nkokonjeru þegar í ljós kom að hún þurfti að gangast undir keisaraskurð. Sjúkrahúsið er rekið af kaþólskum samtökum, sem njóta stuðnings ýmissa erlendra samtaka og opinberra stofnana. NS var rukkuð um 590 þúsund úganska skildinga fyrir þjónustuna en gat ekki borgað. Til samanburðar má nefna að um helmingur einstaklinga á vinnumarkaði í Úganda er með um 200 þúsund skildinga eða minna í mánaðarlaun. NS, sem var 16 ára móðir þegar hún átti seinna barnið, var haldið þar til samtökin Initiative for Social and Economic Rights greiddi reikninginn. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Úganda Mannréttindi Kvenheilsa Jafnréttismál Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira