Segir enga formlega beiðni hafa komið frá Breiðabliki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. ágúst 2023 17:46 Það er alltaf líf og fjör þegar Víkingur og Breiðablik mætast. Vísir/Hulda Margrét Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, segir enga formlega beiðni hafa komið frá Íslandsmeisturum Breiðabliks um að færa leik liðanna og spila hann í komandi landsleikjahléi. Íslandsmeistarar Breiðabliks og topplið Víkinga eigast við í næstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur frekar en mánudaginn eins og ætlað var. Breiðablik vildi þó flytja leikinn aftar og spila þegar hlé verður gert á Bestu deildinni í október. Samkvæmt frétt Fótbolti.net fyrr í dag tóku Víkingar ekki í þá beiðni en Breiðablik vildi færa leikinn til að liðið fengi algjört frí á milli þess sem það spilar gegn Struga frá Norður-Makedóníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Framkvæmdastjóri Víkings staðfesti skömmu síðar í viðtali við Fótbolti.net að Breiðablik hefði ekki beðið formlega um að færa leikinn inn í landsleikjahléið. Haraldur sagði að hann hefði rætt við framkvæmdastjóra Breiðabliks, Eystein Pétur Lárusson, en þar hefðu Víkingar sagt strax að ekki væri hægt að spila leikinn í landsleikjahléinu. „… værum að keppa um titilinn, færum með færeyskan landsliðsmann, U-21 árs landsliðsmenn, svo er spurning með Aron Þrándarson og A-landsliðið,“ sagði Haraldur. Þá benti Haraldur á að hvorugt lið vissi hversu margir af leikmönnum þeirra yrðu valdir í komandi landsliðsverkefni: „Það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft.“ Haraldur sagði einnig að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, væri allur af vilja gerður til að hjálpa Blikum þar sem Arnar trúir á karma. Það kom því aldrei beiðni á borð Víkinga og því ekki hægt að gera neitt í því. Í enda spjallsins við Fótbolti.net velti Haraldur fyrir sér af hverju Blikar hefðu ekki fært síðasta leik, gegn Keflavík, inn í landsleikjahléið. Keflavík væri ekki með neina landsliðsmenn og því hefði það átt að vera hægt. „Þá hefðu Blikar fengið frí fram að útileiknum í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Haraldur að lokum. Leikur Breiðabliks og Struga fer fram ytra á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sama má segja um viðureign Breiðabliks og Víkings á sunnudaginn kemur, 27. ágúst. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira
Íslandsmeistarar Breiðabliks og topplið Víkinga eigast við í næstu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Leikurinn fer fram á sunnudaginn kemur frekar en mánudaginn eins og ætlað var. Breiðablik vildi þó flytja leikinn aftar og spila þegar hlé verður gert á Bestu deildinni í október. Samkvæmt frétt Fótbolti.net fyrr í dag tóku Víkingar ekki í þá beiðni en Breiðablik vildi færa leikinn til að liðið fengi algjört frí á milli þess sem það spilar gegn Struga frá Norður-Makedóníu í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Framkvæmdastjóri Víkings staðfesti skömmu síðar í viðtali við Fótbolti.net að Breiðablik hefði ekki beðið formlega um að færa leikinn inn í landsleikjahléið. Haraldur sagði að hann hefði rætt við framkvæmdastjóra Breiðabliks, Eystein Pétur Lárusson, en þar hefðu Víkingar sagt strax að ekki væri hægt að spila leikinn í landsleikjahléinu. „… værum að keppa um titilinn, færum með færeyskan landsliðsmann, U-21 árs landsliðsmenn, svo er spurning með Aron Þrándarson og A-landsliðið,“ sagði Haraldur. Þá benti Haraldur á að hvorugt lið vissi hversu margir af leikmönnum þeirra yrðu valdir í komandi landsliðsverkefni: „Það á eftir að velja hópana, segir sig bara sjálft.“ Haraldur sagði einnig að Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, væri allur af vilja gerður til að hjálpa Blikum þar sem Arnar trúir á karma. Það kom því aldrei beiðni á borð Víkinga og því ekki hægt að gera neitt í því. Í enda spjallsins við Fótbolti.net velti Haraldur fyrir sér af hverju Blikar hefðu ekki fært síðasta leik, gegn Keflavík, inn í landsleikjahléið. Keflavík væri ekki með neina landsliðsmenn og því hefði það átt að vera hægt. „Þá hefðu Blikar fengið frí fram að útileiknum í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Haraldur að lokum. Leikur Breiðabliks og Struga fer fram ytra á fimmtudaginn kemur, 24. ágúst. Verður leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. Sama má segja um viðureign Breiðabliks og Víkings á sunnudaginn kemur, 27. ágúst.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Golf „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Sjá meira