Viðskipti innlent

Sigurður launa­hæstur innan hags­muna­sam­taka

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Sigurður Hannesson, í forgrunni, trónir á toppi listans en hann og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS eru hnífjöfn í launum. Halldór Benjamín er ekki lengur á meðal þriggja launahæstu starfsmanna innan hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins.
Sigurður Hannesson, í forgrunni, trónir á toppi listans en hann og Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS eru hnífjöfn í launum. Halldór Benjamín er ekki lengur á meðal þriggja launahæstu starfsmanna innan hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins. vísir

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kviku banka er launahæsti starfsmaður hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins. Hann hreppir toppsætið af Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Greint er frá þessu í vb.is en hægt er nálgast Tekjublað Frjálsrar verslunar hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi.

Sigurður var að jafnaði með 4,1 milljón króna í laun á mánuði miðað við greitt útsvar á síðasta ári. Nánar tiltekið 4.144 þúsund krónur en Heiðrún Lind er í öðru sæti með 4.069 þúsund krónur.

Friðbert Traustason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjámálafyrirtækja, situr svo í þriðja sæti en hann var með nærri 3,6 milljónir á mánuði í fyrra.

Friðbert hreppti þriðja sætið af Halldóri Benjamín Þorbergssyni, sem lét fyrr í sumar af störfum sem framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og tók við sem forstjóri Regins. Hann var með rúmlega 3,5 milljónir króna í mánaðarlaun á síðasta ári.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var með 1,6 milljónir króna á mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var með rétt rúmlega 1,1 milljón á mánuði miðað við greitt útsvar.

Listi yfir tíu launahæstu starfsmenn innan hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins:

  1. Sigurður Hannesson, frkvstj. SI - 4,1 milljónir króna.
  2. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, frkvstj. SFS - 4,1 milljónir króna.
  3. Friðbert Traustason, fv. frkvstj. Samt. starfsm. fjármfyrirt. - 3,6 milljónir króna.
  4. Halldór Benjamín Þorbergsson, frkvstj. SA – 3,5 milljónir króna.
  5. Yngvi Örn Kristinsson, hagfr. hjá SFF - 3,4 milljónir króna.
  6. Perla Ösp Ásgeirsdóttir, fv. frkvstj. áhættust. Landsb. – 3,1 milljónir króna.
  7. Stefán Ólafsson, sérfr. hjá Eflingu – 2,5 milljónir króna.
  8. Þórey Sigríður Þórðardóttir, frkvstj. Landssamt. lífeyrissj. – 2,5 milljónir króna.
  9. Karl Björnsson, fv. frkvstj. SAmb. Ísl. sveitarf. - 2,4 milljónir króna.
  10. Pétur Þorsteinn Óskarsson, frkvstj. Íslandsstofu - 2,3 milljónir króna.

Tengdar fréttir

Benedikt er launahæsti bankastjórinn

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina.

Hjalti launa­hæsti for­stjórinn

Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri Bókunar, var launahæsti forstjóri landsins árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna. Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjórana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×