Fótbolti

Mark í upp­bótar­tíma felldi Ísak Snæ og fé­laga

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ísak Snær Þorvaldsson fagnar marki sínu í kvöld.
Ísak Snær Þorvaldsson fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty

Ísak Snær Þorvaldsson skoraði mark Rosenborg sem féll úr leik í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Liðið tapaði 3-1 fyrir Hearts frá Skotlandi og kom úrslitamarkið í uppbótartíma.

Eftir 2-1 sigur Rosenborg í fyrri leik liðanna í Noregi var einvígið galopið fyrir leikinn í Skotlandi í kvöld. Rosenborg byrjaði heldur betur vel því Ísak Snær Þorvaldsson kom liðinu yfir strax á 5. mínútu leiksins.

Lawrence Shankland var hins vegar ekki lengi að jafna metin, hann skoraði á 13. mínútu og staðan í leiknum orðin 1-1.

Cameron Devlin reyndist síðan hetja Hearts í síðari hálfleiknum. Hann kom liðinu í 2-1 á 50. mínútu og staðan í einvíginu þá hnífjöfn. Þegar tvær mínútur voru hins vegar komnar framyfir venjulegan leiktíma bætti Devlin við sínu öðru marki og tryggði Hearts sæti í umspilinu um sæti í riðlakeppninni.

Gríðarleg vonbrigði fyrir Rosenborg sem þar með er úr leik. Ísak Snær var í byrjunarliði Rosenborg en var tekinn útaf á 89. mínútu í stöðunni 2-1. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×