Vala er nýr forstjóri hjá Sæbýli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2023 15:34 Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis. Vala Valþórsdóttir er nýr forstjóri Sæbýlis, hátæknifyrirtækis í þróun framleiðsluaðferða við landeldi á sæeyrum (e. abalone). Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að Vala muni hefja störf þann 1. september næstkomandi. Stofnandi Sæbýlis, Ásgeir Guðnason, sem áður gegndi hlutverki forstjóra mun í kjölfar ráðningarinnar taka við stöðu framkvæmdastjóra rannsóknar og þróunar þar sem hann mun einbeita sér að áframhaldandi þróunar- og nýsköpunarstarfi fyrirtækisins. Vala er lögfræðingur að mennt og hefur umfangsmikla reynslu af viðskiptum og stjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Áður starfaði Vala sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun þar sem hún bar ábyrgð á tækifærasköpun væntanlegra viðskiptavina Landsvirkjunar og studdi uppbygginu grænna iðngreina. Þar áður var hún í framkvæmdastjórn 66°Norður þar sem hún gegndi stöðu rekstrar- og sölustjóra. „Það er mikill ávinningur að fá Völu inn sem forstjóra til að leiða næsta fasa í vexti Sæbýlis. Hún býr yfir margþættri og alþjóðlegri reynslu úr fyrri störfum sem mun án efa koma sér vel þegar kemur að komandi sókn fyrirtækisins inn á nýja markaði. Sæbýli hlakkar til samstarfs við Völu í þeirri markvissu stefnu um að auka framleiðslu og árangur fyrirtækisins,“ segir Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis í tilkynningunni. Horfa til framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði Sæbýli var stofnað árið 1993 af Ásgeiri Guðnasyni sem hefur lagt tugi ára í þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega og leiðandi sjálfbæra hátækniaðferð við ræktun sæeyrna sem byggir á lóðréttu eldiskerfi, að því er segir í tilkynningunni. Starfsemin er í Grindavík þar sem heitur jarðsjór og endurnýjanleg orka frá Reykjanesvirkjun er nýtt til að knýja framleiðslu fyrirtækisins. Stefnt er á uppbyggingu áframeldis á Reykjanesi á næsta ári. Sæbýli horfir meðal annars á framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði fyrir Evrópu, Bandaríkin og Asíu. „Áratugalöng þróunar- og rannsóknarvinna hefur komið Sæbýli á þann stað sem það er í dag. Nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins þar sem við ætlum að byggja á þessum trausta grunni. Nýsköpun og hugmyndaauðgi er og verður lykillinn að okkar velgengni.“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. „Við munum einsetja okkur að hugsa út fyrir rammann, tileinka okkur framúrstefnulegar tækninýjungar og sækja fram á nýja markaði. Það er sannur heiður að leiða hið frábæra teymi sem nú þegar starfar hjá Sæbýli, saman munum við skrifa þennan nýja kafla og raungera þær metnaðarfullu áætlanir sem fyrir liggja, enda eru vaxtamöguleikarnir gífurlegir.“ Fiskeldi Grindavík Vistaskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Þar segir að Vala muni hefja störf þann 1. september næstkomandi. Stofnandi Sæbýlis, Ásgeir Guðnason, sem áður gegndi hlutverki forstjóra mun í kjölfar ráðningarinnar taka við stöðu framkvæmdastjóra rannsóknar og þróunar þar sem hann mun einbeita sér að áframhaldandi þróunar- og nýsköpunarstarfi fyrirtækisins. Vala er lögfræðingur að mennt og hefur umfangsmikla reynslu af viðskiptum og stjórnun, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Áður starfaði Vala sem viðskiptaþróunarstjóri hjá Landsvirkjun þar sem hún bar ábyrgð á tækifærasköpun væntanlegra viðskiptavina Landsvirkjunar og studdi uppbygginu grænna iðngreina. Þar áður var hún í framkvæmdastjórn 66°Norður þar sem hún gegndi stöðu rekstrar- og sölustjóra. „Það er mikill ávinningur að fá Völu inn sem forstjóra til að leiða næsta fasa í vexti Sæbýlis. Hún býr yfir margþættri og alþjóðlegri reynslu úr fyrri störfum sem mun án efa koma sér vel þegar kemur að komandi sókn fyrirtækisins inn á nýja markaði. Sæbýli hlakkar til samstarfs við Völu í þeirri markvissu stefnu um að auka framleiðslu og árangur fyrirtækisins,“ segir Sigurður Pétursson, stjórnarformaður Sæbýlis í tilkynningunni. Horfa til framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði Sæbýli var stofnað árið 1993 af Ásgeiri Guðnasyni sem hefur lagt tugi ára í þróun og aðlögun á einni verðmætustu eldistegund heims sem á uppruna sinn við hlýsjávaraðstæður í Japan. Fyrirtækið hefur þróað nýstárlega og leiðandi sjálfbæra hátækniaðferð við ræktun sæeyrna sem byggir á lóðréttu eldiskerfi, að því er segir í tilkynningunni. Starfsemin er í Grindavík þar sem heitur jarðsjór og endurnýjanleg orka frá Reykjanesvirkjun er nýtt til að knýja framleiðslu fyrirtækisins. Stefnt er á uppbyggingu áframeldis á Reykjanesi á næsta ári. Sæbýli horfir meðal annars á framleiðslu fyrir hágæða veitingastaði fyrir Evrópu, Bandaríkin og Asíu. „Áratugalöng þróunar- og rannsóknarvinna hefur komið Sæbýli á þann stað sem það er í dag. Nú hefst nýr kafli í sögu fyrirtækisins þar sem við ætlum að byggja á þessum trausta grunni. Nýsköpun og hugmyndaauðgi er og verður lykillinn að okkar velgengni.“ segir Vala Valþórsdóttir, nýráðinn forstjóri Sæbýlis. „Við munum einsetja okkur að hugsa út fyrir rammann, tileinka okkur framúrstefnulegar tækninýjungar og sækja fram á nýja markaði. Það er sannur heiður að leiða hið frábæra teymi sem nú þegar starfar hjá Sæbýli, saman munum við skrifa þennan nýja kafla og raungera þær metnaðarfullu áætlanir sem fyrir liggja, enda eru vaxtamöguleikarnir gífurlegir.“
Fiskeldi Grindavík Vistaskipti Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira