Engin uppgjöf í Söru Sigmunds: Ég get ekki beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 09:02 Sara Sigmundsdóttir er á fullu að æfa og farin að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á síðustu þremur heimsleikum en hún ætlar ekki gefast upp þótt á móti blási. Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira
Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Sjá meira