Engin uppgjöf í Söru Sigmunds: Ég get ekki beðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2023 09:02 Sara Sigmundsdóttir er á fullu að æfa og farin að undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir hefur ekki keppt á síðustu þremur heimsleikum en hún ætlar ekki gefast upp þótt á móti blási. Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Sara hafði unnið The Open tvö ár í röð þegar hún sleit krossband nokkrum dögum áður en 2021 tímabilið hófst. Hún kom til baka fyrir næsta tímabil en tókst ekki að tryggja sér sæti á heimsleikunum. Meiðsli setti sinn svip á fyrsta tímabilið því hún meiddist aftur á hné á undirbúningstímabilinu. Það var því búist við því að hún væri ekki orðið hundrað prósent fyrr en árið eftir. Í ár var Sara hins vegar nokkuð langt frá því að komast í gegnum undanúrslitamót Evrópu. Hún endaði í nítjánda sæti þar sem ellefu efstu komust inn á heimsleikana. Þriðja árið í röð þurfti því Sara að horfa á heimsleikana í stað þess að keppa á þeim sjálf. Það er samt enn hugur í okkar konu sem verður 31 árs gömul í næsta mánuði. „Ef ég segi alveg eins og er þá bjóst ég ekki að vera á hliðarlínunni á heimsleikunum allan þennan tíma,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á samfélagsmiðla sína. „Ég er samt enn að berjast fyrir endurkomu minni og að komast þangað aftur. Ekki síst eftir að hafa verið í Madison um þar síðustu helgi og horfa á alla þessa frábæru íþróttamenn gera það sem þau gera best,“ skrifaði Sara. „Þetta var án efa súrsæt reynsla en þökk sé öllu yndislega fólkinu sem ég hitti þarna þá yfirgnæfði það sæta þá súru tilfinningu að vera ekki ein af keppendunum,“ skrifaði Sara. „Ég er svo þakklát fyrir alla þá ást sem mér var sýnd og þann stuðning sem ég hef alltaf fengið. Ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Ég get ekki beðið efir því að gera sjálfa mig og ykkur stolta af mér aftur,“ skrifaði Sara eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Fótbolti Fleiri fréttir Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Fékk að líða fyrir tæknibrest á Wimbledon Loksins náði hann verðlaunapalli eftir 238 keppnir Arsenal hefur náð samkomulagi við Viktor Gyökeres Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Annar sannfærandi sigur hjá Íslandi á u-18 EuroBasket Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld Zubimendi skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira