Greiða Slóvakíu til að Ísland standist loftslagsskuldbindingar sínar Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2023 08:23 Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við Slóvakíu fyrir hönd Íslands. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa handsalað samning við Slóvakíu um kaup á milljónum tonna losunarheimilda til þess að Ísland standist skuldbindingar sínar gagnvart Kýótó-bókuninni. Kostnaðurinn nemur 350 milljónum króna. Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar sem kláraðist árið 2020 hafði Ísland heimild til að losa tuttugu milljónir tonna koltvísýringsígilda. Losunin var þó 3,4 milljónum tonna meiri á tímabilinu. Til samanburðar var losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda 4,5 milljónir tonna árið 2020. Umframlosunin þýddi að íslensk stjórnvöld þurftu að kaupa ónýttar losunarheimildir annarra ríkja fyrir endanlegt uppgjör á Kýótó-tímabilinu í næsta mánuði. Guðlaugur Þór Þórðarson, loftslagsráðherra, skrifaði undir samninginn við slóvakíska starfsbróður sinn. Kaupverðið er sagt eiga að renna til slóvavísks sjóðs sem styður loftslagstengd verkefni, til dæmis að bæta einangrun húsa, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Upphaflega var gert ráð fyrir allt að átta hundruð milljónum króna til kaupanna á losunarheimildunum í fjárlögum ársins. Nær eini kosturinn í boði Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld festa kaup á losunarheimildum til þess að standast loftslagsskuldbindingar sínar. Niðurstaða starfshóps þriggja ráðuneyta var að vænlegustu kostirnir til þess að standast Kýótó-skuldbindingarnar væru annars vegar að kaupa ónýttar landsheimildir (AAU) annarra ríkja eða svonefndar CER-einingar. Þær síðarnefndu eru einingar sem stofnun sem heyrir undir skrifstofu loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna gefur út fyrir samdrátt í losun sem næst með loftslagsvænum þróunarverkefnum sem iðnríki standa fyrir í þróunarríkjum. Fullyrt er í tilkynningu stjórnarráðsins að CER-einingar Slóvakíu hefðu verið „nær eini kosturinn“ sem fæli í sér styrk til verkefna sem draga úr losun. Slóvakísk stjórnvöld gera íslenskum stjórnvöldum grein fyrir framgangi verkefnanna.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Slóvakía Utanríkismál Tengdar fréttir Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14 „Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Ekki tímabært að kveða upp dóm um loftslagsmarkmið Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir ekki tímabært að kveða upp úr með hvort að íslensk stjórnvöld nái markmiðum sínum í loftslagsmálum. Ekkert eitt muni gera Íslandi kleift að ná markmiðum sem nýbirt mat Umhverfisstofnunar bendir til að séu fjarlæg. 19. apríl 2023 18:14
„Íslenska ákvæðið“ fríaði Ísland ábyrgð á tæplega árslosun Sérstakt ákvæði sem íslensk stjórnvöld komu inn í Kýótóbókunina á sínum tíma kom Íslandi undan ábyrgð á hátt í árslosun á gróðurhúsalofttegundum frá stóriðju. Þrátt fyrir að vera laus við ábyrgð á stóriðju stóð Ísland ekki við skuldbindingar sínar. 28. ágúst 2021 10:34