Táningur með íslenskan umboðsmann vann næstum því heimsleikana í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 08:31 Snorri Barón Jónsson með Emmu Lawson en hún var frábær á heimsleikunum í ár þrátt fyrir að vera enn bara átján ára gömul. Instagram/@snorribaron Kanadíska CrossFit konan Emma Lawson skrifaði sögu heimsleikana í ár þegar hún varð sú yngsta í sögunni til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í CrossFit. Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira
Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH | Hörð barátta um Evrópusæti Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Sjá meira