Táningur með íslenskan umboðsmann vann næstum því heimsleikana í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2023 08:31 Snorri Barón Jónsson með Emmu Lawson en hún var frábær á heimsleikunum í ár þrátt fyrir að vera enn bara átján ára gömul. Instagram/@snorribaron Kanadíska CrossFit konan Emma Lawson skrifaði sögu heimsleikana í ár þegar hún varð sú yngsta í sögunni til að vinna til verðlauna á heimsmeistaramótinu í CrossFit. Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron) CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira
Lawson var í toppbaráttunni allan tímann en varð á endanum að sætta sig við annað sætið sem var engu að síður sögulegur árangur. View this post on Instagram A post shared by Emma Lawson (@emma.lawson_5) Emma er aðeins átján ára gömul og bara að keppa á sínum öðrum heimsleikum á ferlinum. Hún var valin nýliði ársins í fyrra þegar hún náði sjötta sætinu. Á heimsleikunum 2022 varð hún einnig sú yngsta til að vera í forystutreyjunni. Í ár var hún lengi í forystutreyjunni þar á meðal eftir að hún vann fyrstu grein heimsleikana. Það vita kannski ekki allir að umboðsmaður Emma Lawson er Íslendingurinn Snorri Barón Jónsson sem er líka umboðsmaður íslenskra CrossFit stjarna eins og Björgvins Karls Guðmundssonar og Söru Sigmundsdóttur. Snorri Barón er mjög ánægður með sína konu en hann fór yfir gengi Emmu á heimsleikunum. „Emma er undraverð. Það er engin önnur leið til að lýsa henni. Leið hennar að fara frá því að vinna tvo heimsmeistaratitla unglinga, ná sjötta sætinu á heimsleikunum í fyrra sem nýliði og koma svo á öðru ári og vera næstum því búin að vinna. Einfaldlega undravert,“ skrifaði Snorri Barón Jónsson á Instagram. „Ykkur til glöggvunar þá var Emma átján ára í janúar og útskrifaðist úr gagnfræðaskóla í júní, auðvitað með A í öllu,“ skrifaði Snorri Barón. „Ég hef verið svo heppinn að hafa komið að ferli hennar frá árinu 2020 og ég get örugglega sagt að góður árangur hennar hefur ekki breytt neinu í hennar persónuleika. Þrátt fyrir að sjálfstraust hennar hafi aukist þá er hún áfram sama geðgóða og hógværa stelpan sem hefur svo mikla hæfileika í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur að hún á möguleika á því að verða sú besta í heimi,“ skrifaði Snorri Barón. Það má finna færslu Snorra um Emmu hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron Jonsson (@snorribaron)
CrossFit Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira