Greinahöfundur Guardian sleppti Íslandsför og ofgreiddi bjórinn heima Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2023 13:07 Ekki er hægt að segja að enski bærinn Hastings minni of mikið á íslenskt sjávarþorp. Getty/Raimund Koch Ferð í heitan pott, kaup á dýrum bjór og selaskoðun er meðal þess sem greinahöfundur The Guardian tók sér fyrir hendur þegar hún reyndi að upplifa langþráða ferð til Íslands án þess að yfirgefa bresku sjávarsíðuna. Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian. Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira
Emine Saner hefur lengi átt sér þann draum að fara í frí til Íslands og verið heilluð af landi og þjóð. Þegar ekki var útlit fyrir slíka ferð á næstunni tók hún málin í sínar hendur og reyndi það næstbesta í stöðunni. „Ég veit ekki hvort ég muni nokkurn tímann komast til Íslands, en ef það gengur ekki er þá mögulegt að upplifa mína Íslendingasögu án þess að yfirgefa heimahagana?“ velti Saner fyrir sér áður en hún lagði í ferðalag um bæinn Hastings sem stendur við suðausturströnd Englands. Eftir að hafa komið við á strönd fulla af grjóti sem hún segir minna sig á hraunbreiðu auglýsti Saner eftir heimili með heitum potti í hverfishópnum á Facebook. Þar leyfði Steve nokkur henni að koma sér fyrir í pottinum í bakgarðinum á meðan hún las glæpasöguna Furðustrandir eftir Arnald Indriðason. Taldi Saner pottinn vera það skásta í næsta nágrenni sem gat komið í stað íslenskar jarðhitalaugar eða Bláa lónsins. Ísland er ekki þekkt fyrir lágt verð á áfengi.vísir/vilhelm Fann enga hvali Næst tók við leit að hestum og kom Saner við á bar þar sem hún borgaði viljandi of mikið fyrir bjór. „Ísland er með hæstu áfengisskatta í Evrópu og bjór getur kostað tíu pund eða meira, svo á barnum set ég fimm í söfnunarkrukkuna [fyrir RNLI-björgunarsveitina], tek bjórinn með mér út og reyni að sannfæra mig um að klukkan sé ekki 15 heldur miðnætti um hásumar á Íslandi.“ Saner batt ekki miklar vonir við að sjá hvali í nágrenni Hastings en fór að bryggju þar sem ferðamönnum stendur til boða að fara um borð í gúmmíbáta til að finna seli. Eftir um fimmtán mínútna sjóferð sá Saner um tuttugu slíka sem eiga það sameiginlegt með hvölum að vera sjávarspendýr og bar þeim vel söguna. Umfjöllunina má lesa í heild sinni á vef The Guardian.
Bretland Ferðamennska á Íslandi Áfengi og tóbak Skattar og tollar Verðlag Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Fleiri fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Sjá meira