Hinsegin par hafði betur gegn hægriflokki vegna fæðingarmyndar Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. ágúst 2023 12:08 Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson höfðu betur gegn ítalska stjórnarflokknum Fratelli d'Italia, sem Giorgia Meloni fer fyrir, vegna óleyfilegrar notkunar flokksins á myndinni. Twitter/AP Stjórnarflokknum Bræðrum Ítalíu hefur verið gert að borga hinsegin pari skaðabætur fyrir að nota mynd af parinu með nýfæddum syni þeirra í leyfisleysi. Flokkurinn notaði myndina fyrir auglýsingaherferð gegn staðgöngumæðrun. Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum. Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Kanadíska parið BJ Barone og Frankie Nelson tóku á móti syni sínum Milo með hjálp staðgöngumóður árið 2014. Mynd af nýbökuðum feðrunum haldandi á syninum í fyrsta skipti fór á flug um netheima í kjölfarið. Tveimur árum síðar notaði ítalski hægriflokkurinn Bræður Ítalíu (Fratelli d'Italia) myndina af fjölskyldunni í leyfisleysi fyrir kosningaherferð sína þar sem þau töluðu gegn staðgöngumæðrun. Við myndina stóð „Hann mun aldrei geta sagt mamma. Það eru réttindi barna að vera varin.“ Hinsegin lögmannsstofa kom til bjargar Ítalska lögmannsstofan Gay Lex, sem sérhæfir sig í hinsegin málefnum, frétti af málinu og bauðst til að veita parinu lögfræðiaðstoð þeim að endurgjaldslausu. Barone og Nelson, sem eru báðir menntaskólakennarar í Toronto, tóku því boði. BJ Barone og Frankie Nelson með syni sínum, Milo, í gegnum árin.Instagram Parið lögsótti Bræður ítalíu með fulltingi Gay Lex og eftir sjö ára dómsmeðferð unnu þeir málið. Hægriflokknum hefur verið gert að greiða báðum mönnunum tíu þúsund evrur (tæplega ein og hálf milljón íslenskra króna) fyrir „særandi notkun á mynd þeirra“. Parið fékk fregnir af dómssigrinum í júní en bíða enn eftir skaðabótunum þar sem Bræður Ítalíu hafa áfrýjað ákvörðuninni. „Í hreinskilni sagt bjuggumst við ekki við að það kæmi neitt út úr þessu. Við vorum búnir að vera fastir í ítalska dómskerfinu í svo langan tíma að við veltum því fyrir okkur hvort þetta myndi nokkuð gerast,“ sagði Barone í samtali við kanadísku fréttastofuna CP24. Bræður Ítalíu grafið undan réttindum hinsegin fólks Þess ber að geta að Bræður Ítalíu eru stærsti stjórnmálaflokkur Ítalíu og komst í ríkisstjórn í fyrsta skipti eftir kosningasigur þeirra í þingkosningum í fyrra. Þá er Giorgia Meloni, umdeildur formaður flokksins, forsætisráðherra Ítalíu. Bræður Ítalíu er pólitískur afkomandi Ítölsku þjóðfélagshreyfingarinnar (MSI) sem var stofnaður af fyrrverandi meðlimum Fasistaflokks Mussolinis eftir Seinni heimsstyrjöldina. Flokkurinn hefur verið harðlega gagnrýndur vegna afstöðu sinnar gagnvart hinsegin fólki. Í mars skipaði flokkurinn ríkisstofnunum að hætta skráningu barna hinsegin para. Ríkissaksóknari í norðurhluta Ítalíu gekk skrefinu lengra í júní og skipaði ógildingu á 33 fæðingarvottorðum barna lesbískra para sem ógnar sjúkratryggingum og menntun barnanna. „Þetta er lítill sigur fyrir okkur, en risastór sigur fyrir LGBTQ+ samfélagið á Ítalíu og annars staðar. Fyrir okkur táknar fæðingarmyndin allt sem við stöndum fyrir; fjölskyldu, samþykki og skilyrðislausa ást,“ sagði parið í samtali við BBC. Írski stjórnmálamaðurinn Mary Fitzgibbons notaði myndina líka í leyfisleysi í kosningaherferð sinni í írsku kosningunum árið 2016. Hún notaði myndina til að vekja athygli á afstöðu sinni gegn staðgöngumæðrun fyrir hinsegin pör á samfélagsmiðlum. Hún hefur nú fjarlægt hana af öllum miðlum sínum.
Ítalía Jafnréttismál Hinsegin Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira