Hvað er planið Guðmundur? Askur Hrafn Hannesson, Aníta Sóley Scheving og Íris Björk Ágústsdóttir skrifa 14. ágúst 2023 11:00 Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Sjá meira
Opið bréf til Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félagsmálaráðherra Frá 1. júlí hafa 53 einstaklingar fengið tilkynningu um niðurfellingu á lágmarksþjónustu samkvæmt ríkislögreglustjóra. Ástæðan fyrir niðurfellingunni er að þau hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd. Þetta eru afleiðingar nýrra útlendingalaga sem þú hjálpaðir við að innleiða með atkvæði þínu. Þrátt fyrir að kjósa með frumvarpinu þá tókstu ekki þátt í efnislegri umræðu þess á Alþingi. Samt var ítrekað kallað eftir því að þú mættir í salinn til að standa fyrir máli þínu, en aldrei mættir þú. Þú kaust með því þrátt fyrir að varað hefði verið við þessum afleiðingum útlendingafrumvarpsins úr mörgum áttum, bæði af félagasamtökum, mannréttindasamtökum og stjórnarandstæðingum. Þar á meðal er Kvenréttindafélag Íslands sem hafði þetta að segja í umsögn sinni um frumvarpið: ,,Þá er það sérstaklega áminnisvert að hvergi er minnst á konur í viðkvæmri stöðu og hunsar frumvarpið því með öllu þá hættu sem stafar af konum t.d. að lenda í mansali.” Það er því miður einmitt um þessar mundir sem að alvarlegar áhyggjur Kvenréttindafélagsins hafa orðið að veruleika. Nýlega kom fram í fréttum að þrjár konur voru þvingaðar út úr félagslegu húsnæði af lögreglu. Þessar konur (og önnur í sömu stöðu) hafa misst alla félagslega aðstoð. Í þeirra tilfelli þá geta þær hvergi leitað. Þú varst með staðhæfingar um að lög um félagsþjónustu sveitarfélaga myndu tryggja að sveitarfélög tækju við ábyrgðinni á fólki í þessari stöðu. „…Við höfum verið að huga að stöðu þeirra sem minna mega sín í hópi þeirra sem eru að sækja um vernd hér á landi frá mörgum stöðum í heiminum. En varðandi þau orð hv. þingmanna að hér muni fólk enda á götunni ef þjónusta er tekin af eftir brottvísun, þá er það auðvitað ekki rétt vegna þess að 15. gr. félagsþjónustulaga sveitarfélaga grípur fólk…” Þessi orð mæltir þú í atkvæðagreiðslu annarar umræðu útlendingafrumvarpsins. Þessi orð vöktu reiði hjá þingmönnum, sveitarstjórnum og almenningi vegna skorts á samráði við sveitarfélögin. Hvar er sú viðbragðsáætlun? Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri fjölmennasta sveitarfélags Íslands, sagði að ekkert hafði verið rætt við borgina um þjónustu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Í viðtali við RÚV segirðu svo: „Það er eitthvað sem þarf að ræða við dómsmálaráðherra eða ríkislögreglustjóra sem bera ábyrgð á stöðu hælisleitenda sem eru búnir að fá endanlega synjun.“ Hver þarf að ræða það? Ert það ekki einmitt þú sjálfur, sem talaðir eins og þetta væri allt klappað og klárt þegar þú afgreiddir útlendingalögin? Eigum við að trúa því að þér finnist þú bera svo litla ábyrgð á stöðunni, að þú hafir ekki einu sinni gengið eftir því að einhverstaðar væri einhver að vinna í samræmi við það sem þú sagðir í atkvæðagreiðslunni? Ríkið hefur hafnað ábyrgðinni. Ekkert samráð hefur verið við sveitarfélög. Hjálparsamtök og einstaklingar eru að gera sitt besta en hafa ekki tök á að aðstoða alla. Það ríkir mannúðarkrísa. Þú og samstarfsfólk þitt í ríkisstjórn ykkar hafið nú dæmt þetta fólk til heimilisleysis og aukinnar hættu á misnotkun og ofbeldi. Þetta er fólk sem í nánast öllum tilvikum á ekkert stuðningsnet eða í nein önnur hús að venda. Því er gatan þeirra eini möguleiki. Heimilisleysi er nú þegar grafalvarlegt vandamál sem þarf að takast á við. Það að auka heimilisleysi hjálpar engum. Svo nú spyrjum við þig, hvað er planið, Guðmundur? Höfundar eru meðlimir Andófs.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun