Íþróttaiðkun geti ýtt undir illvígar hjartsláttatruflanir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 17:05 Davíð O. Arnar læknir. vísir Hjartastopp eru ekki algengari en áður, að sögn Davíðs O Arnar hjartalæknis. Fjallað hefur verið um hjartastopp íþróttamanna á undanförnum árum en Davíð segir íþróttaiðkun geta ýtt undiraðstæður þar sem illvígar hjartsláttartruflanir spretta fram. Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“ Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira
Það fór um marga í Grafarvogi á fimmtudagskvöld þegar leikmaður Álftaness fór í hjartastopp í leik Fjölnis og Álftaness í 2. deild kvenna í knattspyrnu. Þjálfari Álftaness þakkaði skjótum viðbrögðum viðstaddra fyrir að ekki fór verr. Fleiri dæmi eru um knattspyrnumenn sem hafa farið í hjartastopp. Emil Pálsson knattspyrnumaður hefur farið tvisvar í hjartastopp á síðustu þremur árum og óhugnanlegt hjartastopp átti sér stað í beinni útsendingu á EM karla 2021 þegar Christian Eriksen leikmaður Danmerkur fór í hjartastopp og hneig niður. Í umfjölluninni hefur því verið velt upp hvort hjartastopp, sérstaklega hjá íþróttafólki, hafi orðið algengari á undanförnum árum. Hjartalæknir segir svo ekki vera. „Hjartastopp er tiltölulega algeng. Á Íslandi eru um 150 til 200 hjartastopp á ári, en lang flest verða hjá fólki sem er komið yfir fertugt. Hjartastopp hjá yngra fólki er frekar sjaldgæft, þetta eru fim mtil sjö tilvik á ári og þar af mögulega eitt í íþróttum. Þetta er ekki algengt en þetta vekur yfirleitt mikla athygli, sérstaklega þegar þetta gerist á íþróttavelli,“ segir Davíð O Arnar hjartalæknir sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis. Orsök ókunn í 30 prósent tilvika Hann segir sjúkdóma geta valdið hjartastoppi hjá ungu fólki og að kappleikir geti ýtt undir aðstæður þar sem það spretta fram illvígar hjartsláttartruflanir, oft út af undirliggjandi vanda. „Yfirleitt er streituhormónastig hátt, hjartsláttarhraðinn er mikill og það eru kringumstæður sem leiða stundum til þess að það komi fram aukaslög sem ýta undir alvarlegar hjartsláttartruflanir.“ Hann segir að í 60-70 prósent tilvika sé undirliggjandi vandi við hjartastopp sem ekki sé vitað af fyrir fram. Í 30 prósent tilfella finni læknar ekki orsök truflana. Spurður út í tengingu hjartastoppa við knattspyrnu segir Davíð að mögulegt sé að það að fá bolta í bringu geti valdið hjartsláttartruflunum. Hringja á hjálp, hnoða og nota rafstuðstæki Er hægt að koma í veg fyrir þetta? „Já það er hægt að gera það, skima fyrir þessu. Þeir sem spila í efstu deild í fótbolta fara í ítarlega skoðun en við gætum klárlega gert betur með skimun, leitað að ákveðnum sjúkdómum sem geta valdið hjartastoppi á ungaaldri. Vandamálið með skimun er að hún kostar og er umfangsmikil.“ Frávik geti fundist sem kalli á ítarlegri skoðun eða að fólki sé haldið frá keppni. „Það helgast af því að hjartalínur eru oft óeðlilegar vegna mikillar þjálfunar. Það gerir þær erfiðari í túlkun.“ Spurður út í það hvernig skuli bregðast við þegar fólk verður vitni að hjartastoppi, segir Davíð: „Í fyrsta lagi þarf að hringja í 112. Á meðan beðið skal hnoða á bringuna og í völdum tilfellum, þegar hjartarafstuðstæki eru nálægt þarf að fá það strax og tengja við sjúklinginn. Þetta eru þau þrjú viðbrögð sem skipta sköpum.“ Þetta hafi bjargað mörgum mannslífum, segir Davíð. „Mín skoðun er sú að þessi tæki þurfa að vera sem allra víðast.“
Heilbrigðismál Fótbolti Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Innlent Fleiri fréttir Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Sjá meira