Leikskólaklúður Kópavogsbæjar Dagný Aradóttir Pind skrifar 14. ágúst 2023 07:01 Kópavogsbær hefur nú samþykkt afar umdeildar breytingar á umgjörð leikskólamála. Breytingarnar snúast í stuttu máli um að leikskólavist barna upp að 6 tímum á dag verður gjaldfrjáls en öll vistun umfram þann tíma mun hækka í verði og getur munað tugum þúsunda á mánuði fyrir foreldra. Einnig verður flestum leikskólum lokað í kringum páska, jól og vetrarfrí grunnskóla. Þetta á að skapa hvata fyrir foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Kópavogsbær telur þetta geta leyst mönnunarvanda, minnkað álag á starfsfólk og lækkað veikindatíðni. Þá segja fulltrúar bæjarins dvalartíma barna of langan, sem sé ekki gott fyrir börnin. Vinnumarkaðurinn sé breyttur og mikið af fólki hafi styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og geti því sótt börnin fyrr. En halda þessi rök vatni og er líklegt að Kópavogsbær nái markmiðum sínum með þessum leiðum? Röng forgangsröðun Mönnunarvandi, álag og veikindatíðni starfsfólks á leikskólum er ekki einsdæmi í Kópavogi. Þessi vandamál eru landlæg í leikskólum og í annarri almannaþjónustu, sérstaklega hjá hefðbundnum kvennastéttum. Það er löngu tímabært að bæta starfsaðstæður og kjör leikskólastarfsfólks. Störfin eru líkamlega og andlega krefjandi og vinnuaðstæður erfiðar og launin í engu samræmi við það. Kvennastörf hafa verið og eru enn vanmetin og ljóst er að leiðrétta þarf það sögulega óréttlæti. Það er spurning um forgangsröðun hjá sveitarfélögum að leggja leikskólunum til nægilegt fjármagn til þess að greiða almennileg laun, tryggja að vinnuálag sé hæfilegt og vinnuaðstæður góðar. Leikskólar eru gríðarlega mikilvæg grunnþjónusta sem flest okkar nýta sér á einhverjum tíma. Leikskólar efla þroska og velferð barna og án leikskóla myndu hjól atvinnulífsins staðna. Einstæðir foreldrar og lágtekjufólk fyrir mesta högginu BSRB hefur árum saman barist fyrir styttingu vinnuvikunnar, og ein helsta ástæða þess er að auka möguleika fjölskyldufólks til að eyða meiri tíma saman. Stór skref voru tekin í kjarasamningum árið 2020 eftir þrotlausa baráttu og það er hluti af framtíðarsýn bandalagsins að stytta vinnutíma enn frekar. Það mun líklega leiða af sér styttri dvalartíma leikskólabarna sömuleiðis, en það er ekki hægt að byrja á öfugum enda. Á meðan stærstur hluti vinnandi fólks vinnur í kringum 8 tíma vinnudag (40 stunda vinnuvika) er ekki sanngjarnt að sveitarfélög geri þá kröfu að börn verði styttra á leikskóla. Foreldrar í Kópavogi hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir breytingunum en veruleiki foreldra er afar misjafn og ljóst að einstæðir foreldrar með lítið bakland og lágtekjufólk með fasta 8 tíma viðveru neyðist til að greiða tugþúsundum hærri leikskólagjöld með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu í mikilli dýrtíð. Sumir foreldrar hafa vissulega sveigjanleika til að vinna heima og treysta sér til þess að gera það með leikskólabarn eða -börn á heimilinu. Það á þó aðallega við störf þar sem hærri laun eru greidd, til dæmis ýmis sérfræðistörf. Fólk með fasta viðveru á lægri launum hefur ekki sama sveigjanleika – nema það minnki við sig vinnu til að mæta aukinni umönnunarþörf heima fyrir. Þetta er raunveruleiki allt of margra kvenna nú þegar sem leiðir af sér lægri laun og lægri ævitekjur – og er stór ástæða kynbundins launamunar í íslensku samfélagi. Það er því alvarlegt að Kópavogsbær skapi frekari pressu á konur til að vera í hlutastörfum og velti þannig mönnunarvanda bæjarins yfir á þær. Kópavogsbær er ekki einungis að refsa fólki fjárhagslega heldur ýtir bærinn undir foreldrasamviskubit með því að vísa til þess að börn hafi ekki gott af því að vera 8 tíma eða meira á dag á leikskóla. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa gagnrýnt breytingarnar. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa hafa einnig bent á möguleg neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna og sérstaklega erlendra mæðra í viðkvæmri félagslegri og fjárhagslegri stöðu. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur og það er ekkert sem bendir til þess að bærinn hafi litið sérstaklega til áhrifa breytinganna á jafnrétti í víðum skilningi. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að bæjarráð hafi rætt jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar á sama fundi og þessar breytingar á leikskólagjöldum voru samþykktar. Ef meirihluta bæjarfulltrúa væri raunverulega umhugað um jafnrétti hefðu þeir aldrei samþykkt þessar breytingar. Höfundur er lögfræðingur BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Dagný Aradóttir Pind Vinnumarkaður Kópavogur Börn og uppeldi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur nú samþykkt afar umdeildar breytingar á umgjörð leikskólamála. Breytingarnar snúast í stuttu máli um að leikskólavist barna upp að 6 tímum á dag verður gjaldfrjáls en öll vistun umfram þann tíma mun hækka í verði og getur munað tugum þúsunda á mánuði fyrir foreldra. Einnig verður flestum leikskólum lokað í kringum páska, jól og vetrarfrí grunnskóla. Þetta á að skapa hvata fyrir foreldra til að stytta dvalartíma barna sinna. Kópavogsbær telur þetta geta leyst mönnunarvanda, minnkað álag á starfsfólk og lækkað veikindatíðni. Þá segja fulltrúar bæjarins dvalartíma barna of langan, sem sé ekki gott fyrir börnin. Vinnumarkaðurinn sé breyttur og mikið af fólki hafi styttri eða sveigjanlegan vinnutíma og geti því sótt börnin fyrr. En halda þessi rök vatni og er líklegt að Kópavogsbær nái markmiðum sínum með þessum leiðum? Röng forgangsröðun Mönnunarvandi, álag og veikindatíðni starfsfólks á leikskólum er ekki einsdæmi í Kópavogi. Þessi vandamál eru landlæg í leikskólum og í annarri almannaþjónustu, sérstaklega hjá hefðbundnum kvennastéttum. Það er löngu tímabært að bæta starfsaðstæður og kjör leikskólastarfsfólks. Störfin eru líkamlega og andlega krefjandi og vinnuaðstæður erfiðar og launin í engu samræmi við það. Kvennastörf hafa verið og eru enn vanmetin og ljóst er að leiðrétta þarf það sögulega óréttlæti. Það er spurning um forgangsröðun hjá sveitarfélögum að leggja leikskólunum til nægilegt fjármagn til þess að greiða almennileg laun, tryggja að vinnuálag sé hæfilegt og vinnuaðstæður góðar. Leikskólar eru gríðarlega mikilvæg grunnþjónusta sem flest okkar nýta sér á einhverjum tíma. Leikskólar efla þroska og velferð barna og án leikskóla myndu hjól atvinnulífsins staðna. Einstæðir foreldrar og lágtekjufólk fyrir mesta högginu BSRB hefur árum saman barist fyrir styttingu vinnuvikunnar, og ein helsta ástæða þess er að auka möguleika fjölskyldufólks til að eyða meiri tíma saman. Stór skref voru tekin í kjarasamningum árið 2020 eftir þrotlausa baráttu og það er hluti af framtíðarsýn bandalagsins að stytta vinnutíma enn frekar. Það mun líklega leiða af sér styttri dvalartíma leikskólabarna sömuleiðis, en það er ekki hægt að byrja á öfugum enda. Á meðan stærstur hluti vinnandi fólks vinnur í kringum 8 tíma vinnudag (40 stunda vinnuvika) er ekki sanngjarnt að sveitarfélög geri þá kröfu að börn verði styttra á leikskóla. Foreldrar í Kópavogi hafa eðlilega lýst áhyggjum yfir breytingunum en veruleiki foreldra er afar misjafn og ljóst að einstæðir foreldrar með lítið bakland og lágtekjufólk með fasta 8 tíma viðveru neyðist til að greiða tugþúsundum hærri leikskólagjöld með tilheyrandi kaupmáttarskerðingu í mikilli dýrtíð. Sumir foreldrar hafa vissulega sveigjanleika til að vinna heima og treysta sér til þess að gera það með leikskólabarn eða -börn á heimilinu. Það á þó aðallega við störf þar sem hærri laun eru greidd, til dæmis ýmis sérfræðistörf. Fólk með fasta viðveru á lægri launum hefur ekki sama sveigjanleika – nema það minnki við sig vinnu til að mæta aukinni umönnunarþörf heima fyrir. Þetta er raunveruleiki allt of margra kvenna nú þegar sem leiðir af sér lægri laun og lægri ævitekjur – og er stór ástæða kynbundins launamunar í íslensku samfélagi. Það er því alvarlegt að Kópavogsbær skapi frekari pressu á konur til að vera í hlutastörfum og velti þannig mönnunarvanda bæjarins yfir á þær. Kópavogsbær er ekki einungis að refsa fólki fjárhagslega heldur ýtir bærinn undir foreldrasamviskubit með því að vísa til þess að börn hafi ekki gott af því að vera 8 tíma eða meira á dag á leikskóla. Það eru ekki bara foreldrar sem hafa gagnrýnt breytingarnar. Kvenréttindafélag Íslands og Jafnréttisstofa hafa einnig bent á möguleg neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna og sérstaklega erlendra mæðra í viðkvæmri félagslegri og fjárhagslegri stöðu. Það er full ástæða til að taka undir þessar áhyggjur og það er ekkert sem bendir til þess að bærinn hafi litið sérstaklega til áhrifa breytinganna á jafnrétti í víðum skilningi. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að bæjarráð hafi rætt jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar á sama fundi og þessar breytingar á leikskólagjöldum voru samþykktar. Ef meirihluta bæjarfulltrúa væri raunverulega umhugað um jafnrétti hefðu þeir aldrei samþykkt þessar breytingar. Höfundur er lögfræðingur BSRB.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun