Að vera hrædd um líf sitt árið 2023 Kolbrún S. Ingólfsdóttir skrifar 11. ágúst 2023 11:01 Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Fólk átti að hafa matarbirgðir, vatn, teppi og annað í kjöllurum eða öðrum „öruggum“ stöðum sem duga ættu gegn kjarnorkugeislun. Þvílík firra sem borin var á borð fyrir okkur. Fólk vonaði að Bandaríkjamenn og Rússar myndu halda friðinn og að ekki kæmi til gereyðingar jarðarinnar. Í Kúbudeilunni í október 1962 stóð heimurinn síðan á öndinni en sem betur fer völdu ráðamenn heimsins friðinn. Geimferðir fyrir hina ríku Loftslagsvá hefur legið lengi fyrir. Fyrst kom baráttan við ósongatið, sem fór sífellt stækkandi, sérstaklega hér á norðurhveli jarðar. Næst komu meðal annars takmörkun á ýmsum matvælum, fatnaði, umbúðum, bílanotkun og ferðalögum. Síðan hafa ráðandi þjóðir fundið sér hvert landsvæðið af öðru víða um heim til að æfa vopnaburð og framleiða sífellt fullkomnari stríðstól með tilheyrandi losun eiturefna út í andrúmsloftið. Við förum einnig að nálgast geimferðir fyrir þá efnameiri sem munu bruna af jörðinni ef gereyðing jarðarinnar yrði að veruleika. Þorri mannkyns myndi farast og hinir „útvöldu“ eða peningaöflin myndu fljúga hraðbyri til nýrra vídda. Enginn árangur Þeir sem framleiða mesta losun koltvísýrings á jörðinni eru frekar ótrúverðugir til að leggja niður „vopnin“ til að bjarga hnettinum okkar. Þeir væru frekar tilbúnir til að forða sér út í geim í nokkur ár og virða fyrir sér framvindu mála á jörðunni þaðan. Margar alþjóðlegar ráðstefnur sýna á grátlegan hátt hve lítið þjóðir heims hafa gert í varnarmálum jarðarinnar frá ráðstefnunni í París árið 1995. Undanfarnar vikur höfum við séð skelfilegar afleiðingar af loftlagsbreytingum. Hvers kyns öfgar hafa aukist í veðurfari jarðarinnar. Manndrápshiti, söguleg úrhelli og flóð ásamt hnefastórum hagélum. Vísindafólkið er búið að vara okkur lengi við. Það er sem veruleikafirringin sé sú flóttaleið sem flestir stjórnmálamenn taka, í von um að allt reddist að venju eða þannig. En er það raunverulega þannig að þetta reddist? Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Kolbrún S. Ingólfsdóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fólk sem fætt er upp úr miðri 20. öld man vel hættuna á kjarnorkustyrjöld sem spáð var í kalda stríðinu. Fólk átti að hafa matarbirgðir, vatn, teppi og annað í kjöllurum eða öðrum „öruggum“ stöðum sem duga ættu gegn kjarnorkugeislun. Þvílík firra sem borin var á borð fyrir okkur. Fólk vonaði að Bandaríkjamenn og Rússar myndu halda friðinn og að ekki kæmi til gereyðingar jarðarinnar. Í Kúbudeilunni í október 1962 stóð heimurinn síðan á öndinni en sem betur fer völdu ráðamenn heimsins friðinn. Geimferðir fyrir hina ríku Loftslagsvá hefur legið lengi fyrir. Fyrst kom baráttan við ósongatið, sem fór sífellt stækkandi, sérstaklega hér á norðurhveli jarðar. Næst komu meðal annars takmörkun á ýmsum matvælum, fatnaði, umbúðum, bílanotkun og ferðalögum. Síðan hafa ráðandi þjóðir fundið sér hvert landsvæðið af öðru víða um heim til að æfa vopnaburð og framleiða sífellt fullkomnari stríðstól með tilheyrandi losun eiturefna út í andrúmsloftið. Við förum einnig að nálgast geimferðir fyrir þá efnameiri sem munu bruna af jörðinni ef gereyðing jarðarinnar yrði að veruleika. Þorri mannkyns myndi farast og hinir „útvöldu“ eða peningaöflin myndu fljúga hraðbyri til nýrra vídda. Enginn árangur Þeir sem framleiða mesta losun koltvísýrings á jörðinni eru frekar ótrúverðugir til að leggja niður „vopnin“ til að bjarga hnettinum okkar. Þeir væru frekar tilbúnir til að forða sér út í geim í nokkur ár og virða fyrir sér framvindu mála á jörðunni þaðan. Margar alþjóðlegar ráðstefnur sýna á grátlegan hátt hve lítið þjóðir heims hafa gert í varnarmálum jarðarinnar frá ráðstefnunni í París árið 1995. Undanfarnar vikur höfum við séð skelfilegar afleiðingar af loftlagsbreytingum. Hvers kyns öfgar hafa aukist í veðurfari jarðarinnar. Manndrápshiti, söguleg úrhelli og flóð ásamt hnefastórum hagélum. Vísindafólkið er búið að vara okkur lengi við. Það er sem veruleikafirringin sé sú flóttaleið sem flestir stjórnmálamenn taka, í von um að allt reddist að venju eða þannig. En er það raunverulega þannig að þetta reddist? Höfundur er lífeindafræðingur og sagnfræðingur
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun