Lýðræðislegur ómöguleiki Sigurður Páll Jónsson skrifar 11. ágúst 2023 08:31 Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi. Átök innan ríkisstjórnarinnar voru orðin gríðarleg á haustdögum árið 2019, en þá kom Covid-19 og þríeykið fékk sviðið og ríkistjórnarflokkarnir gátu farið í sóttkví. Eftir kosningarnar árið 2021 var framlengt og ríkisstjórn „hinna breiðu skírskotana“ endurnýjaði límið í ráðherrastólunum. Stjórnarsáttmálinn um að stækka báknið, færa embættismönnum, ráðuneytum og ESB völdin var endurnýjaður. Lýðræði var fótum troðið eftir að pólitíkin var lögð til hliðar hér á Íslandi eftir kosningarnar árið 2017. Vinstri grænir, framsóknar og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn um nánast ekkert af því sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni, hvorki þá eða 2021. Til að geta setið setið saman á ráðherra bekknum á alþingi þarf ríkisstjórn sem er samansett þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri að sópa öllum stefnumálum hvers flokks fyrir sig út af borðinu. Í vor fór Alþingi í sumarfrí fyrirvaralaust og öllum ágreiningsmálum sopað út af borðinu. Formaður Sjálftæðisflokksins segir í viðtali í gær að hann hafi verið ósáttur við þetta fyrirvaralausa sumarfrí alþingis, alltaf svo saklaus. Svo litu pappírar Lindarhvols málsins dagsljósið, Íslandsbankamálið tók á sig nýja mynd og sjávarútvegsráðherra bannaði hvalveiðar korter fyrir vertíð. Reiðilestur nokkra þing og flokksmanna Sjálfstæðisflokksins í greinarskrifum og viðtölum í sumar gáfu til kynna mikla óánægju innan þeirra raða. En svo komu þeir hnípnir til baka og eiginlega báðu afsökunar á sínum pirringi. Þó ég reikni með að sólin komi upp á austurhimininn í fyrra málið, sem maður efast stundum um miðað við allar þær heimsendaspár sem yfir fréttaheiminn dynja, þá er ríkisstjórnarsólin löngu sest. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Nú reynir formaður Sjálfstæðisflokksins að berja í brestina eða öllu heldur „að fylla uppí gljúfur“ til að halda öndunarvél sitjandi ríkisstjórnar í gangi. Átök innan ríkisstjórnarinnar voru orðin gríðarleg á haustdögum árið 2019, en þá kom Covid-19 og þríeykið fékk sviðið og ríkistjórnarflokkarnir gátu farið í sóttkví. Eftir kosningarnar árið 2021 var framlengt og ríkisstjórn „hinna breiðu skírskotana“ endurnýjaði límið í ráðherrastólunum. Stjórnarsáttmálinn um að stækka báknið, færa embættismönnum, ráðuneytum og ESB völdin var endurnýjaður. Lýðræði var fótum troðið eftir að pólitíkin var lögð til hliðar hér á Íslandi eftir kosningarnar árið 2017. Vinstri grænir, framsóknar og Sjálfstæðisflokkur mynduðu ríkisstjórn um nánast ekkert af því sem kjósendum var lofað í kosningabaráttunni, hvorki þá eða 2021. Til að geta setið setið saman á ráðherra bekknum á alþingi þarf ríkisstjórn sem er samansett þvert yfir hinn pólitíska öxul frá vinstri til hægri að sópa öllum stefnumálum hvers flokks fyrir sig út af borðinu. Í vor fór Alþingi í sumarfrí fyrirvaralaust og öllum ágreiningsmálum sopað út af borðinu. Formaður Sjálftæðisflokksins segir í viðtali í gær að hann hafi verið ósáttur við þetta fyrirvaralausa sumarfrí alþingis, alltaf svo saklaus. Svo litu pappírar Lindarhvols málsins dagsljósið, Íslandsbankamálið tók á sig nýja mynd og sjávarútvegsráðherra bannaði hvalveiðar korter fyrir vertíð. Reiðilestur nokkra þing og flokksmanna Sjálfstæðisflokksins í greinarskrifum og viðtölum í sumar gáfu til kynna mikla óánægju innan þeirra raða. En svo komu þeir hnípnir til baka og eiginlega báðu afsökunar á sínum pirringi. Þó ég reikni með að sólin komi upp á austurhimininn í fyrra málið, sem maður efast stundum um miðað við allar þær heimsendaspár sem yfir fréttaheiminn dynja, þá er ríkisstjórnarsólin löngu sest. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar