Íslenskir bankar myndu glaðir borga ítalskan hvalrekaskatt Kristófer Már Maronsson skrifar 10. ágúst 2023 14:30 Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Þannig er a.m.k. sannleikurinn sem RÚV færir okkur. Vísir gerði aðeins betur og tók réttilega fram að skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því einnig hefur efnahagsráðuneyti Ítalíu tilkynnt að skatturinn verði ekki hærri en 0,1% af heildareignum bankanna. Áður höfðu greinendur Citi bankans áætlað að skatturinn yrði um 0,5% af heildareignum og tók hrun í hlutabréfaverði bankanna mið af því. Að mér vitandi hefur enginn íslenskur fjölmiðill sagt frá síðasta atriðinu og umræðan hérlendis á villigötum. Það verður að gefa ítölsku ríkisstjórninni það að þau kunna að slá ryki í augu fólks. Þau hefðu alveg eins getað kallað þetta 80% skatt, en vegna 0,1% þaksins verður skatturinn alveg jafn hár og 40% skattur. Hvalrekaskatturinn mikli verður líklega ekki nema um 8%, og bara af þeim hagnaði sem kemur vegna vaxtatekna. Því má fullyrða að hann verði lægri en 8% af heildarhagnaði ítölsku bankanna. Ef íslenskum bönkum byðist að borga skatta að hætti Ítala þá myndu þeir líklega gera það með bros á vör og lækka vexti á útlánum, almenningi og fyrirtækjum til heilla. Refsing fyrir að hækka ekki innlánsvexti Ein helsta ástæða þess að ítalska ríkisstjórnin ákvað að setja á þennan „hvalrekaskatt“ er sú að hreinar vaxtatekjur hafa hækkað mikið og innlánsvextir, sem fólk fær greidda fyrir að geyma peningana sína í bönkunum, hafa ekki hækkað í takt við útlánsvexti. Staðan er þó ekki eins hérlendis þar sem Auður, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða 8,25% innlánsvexti á óbundnum sparnaðarreikningum. Þannig býðst hverjum sem er að spara peninginn sinn á stýrivöxtum Seðlabankans með 50 punkta þóknun til viðskiptabankans sem þarf að binda peninginn í sjö daga, en engin binding er fyrir einstaklinga. Í raun mætti segja að þóknunin sé lægri þar sem vextirnir eru greiddir mánaðarlega og nema ársvextir þá rúmlega 8,5%. Vaxtahækkunum Seðlabankans hefur verið skilað beint til almennings hérlendis, bæði á innlána- og útlánahliðinni. Íslenskir bankar myndu glaðir borga skatta að hætti Ítalíu Ítalskir bankar standa frammi fyrir þessari einskiptisaðgerð, 40% skattur af hagnaði vegna vaxtatekna sem verður líklega um 8% af þeim hluta afkomunnar. Íslenskir bankar borga bankaskatt árlega, sem nemur 0,145% af heildarskuldum umfram 50 milljarða. Það er áhugavert að bera bankaskattinn saman við svokallaðan hvalrekaskatt Ítala og sjá hversu mikið þrír stærstu bankarnir hérlendis myndu borga ef þeir borguðu ítalskan hvalrekaskatt í stað bankaskatts vegna ársins 2022. Líkt og sjá má á myndinni borguðu bankarnir lægri skatta ef ítalska hvalrekaskattinum yrði skipt inn í stað íslenska bankaskattsins. Þá er skattahlaðborðið sem íslensku bankarnir þurfa að framreiða samt hvergi nærri búið. Bankarnir, líkt og flestar aðrar fjármálastofnanir, þurfa að borga 5,5% fjársýsluskatt af heildarlaunagreiðslum og 6% sérstakan fjársýsluskatt af öllum hagnaði umfram 1 milljarð. Slíka skatta er ekki að finna á Ítalíu, ekkert frekar en í flestum öðrum ríkjum. Af hverju þurfa vextir að vera miklu hærri á Íslandi en annars staðar? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt og þar skipta margir þættir máli. Einn stór þáttur er skattlagning á banka. Aukin skattlagning á íslenska banka umfram aðra banka veldur því að íslenskir bankar þurfa meiri vaxtamun til að reka sig, en arðsemi eigin fjár er jafnframt lægri en erlendis. Þetta ásamt fleiru veldur því að við borgum hærri vexti af fasteignalánunum okkar. Þegar bankaskatturinn var lækkaður sáum við vexti á fasteignalánum lækka sem afleiðingu. Bankaskattur og fjársýsluskattar eru lítið annað en falinn skattur stjórnvalda á skuldsett heimili og fyrirtæki. Talsmenn hvalrekaskatts á banka ættu frekar að tala fyrir því að fella niður sértæka skatta á banka og rukka einstaklinga beint í stað þess að fela hann á bak við skattgreiðslur fjármálafyrirtækja. Þá myndu allir taka þátt í að greiða téða skatta, ekki bara skuldsett heimili og fyrirtæki. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristófer Már Maronsson Skattar og tollar Íslenskir bankar Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvalrekaskattur, orð sem stjórnmálamenn á atkvæðaveiðum hafa tileinkað sér, hefur verið í fréttunum undanfarna daga. Fréttir bárust af því að ítalska ríkisstjórnin hafi ákveðið að leggja 40% hvalrekaskatt á banka og nota fjármagnið til þess að styðja við fólk með húsnæðislán og lækka skatta. Þannig er a.m.k. sannleikurinn sem RÚV færir okkur. Vísir gerði aðeins betur og tók réttilega fram að skattheimtan mun eingöngu ná til þess hluta hagnaðarins sem er tilkominn vegna vaxtatekna. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því einnig hefur efnahagsráðuneyti Ítalíu tilkynnt að skatturinn verði ekki hærri en 0,1% af heildareignum bankanna. Áður höfðu greinendur Citi bankans áætlað að skatturinn yrði um 0,5% af heildareignum og tók hrun í hlutabréfaverði bankanna mið af því. Að mér vitandi hefur enginn íslenskur fjölmiðill sagt frá síðasta atriðinu og umræðan hérlendis á villigötum. Það verður að gefa ítölsku ríkisstjórninni það að þau kunna að slá ryki í augu fólks. Þau hefðu alveg eins getað kallað þetta 80% skatt, en vegna 0,1% þaksins verður skatturinn alveg jafn hár og 40% skattur. Hvalrekaskatturinn mikli verður líklega ekki nema um 8%, og bara af þeim hagnaði sem kemur vegna vaxtatekna. Því má fullyrða að hann verði lægri en 8% af heildarhagnaði ítölsku bankanna. Ef íslenskum bönkum byðist að borga skatta að hætti Ítala þá myndu þeir líklega gera það með bros á vör og lækka vexti á útlánum, almenningi og fyrirtækjum til heilla. Refsing fyrir að hækka ekki innlánsvexti Ein helsta ástæða þess að ítalska ríkisstjórnin ákvað að setja á þennan „hvalrekaskatt“ er sú að hreinar vaxtatekjur hafa hækkað mikið og innlánsvextir, sem fólk fær greidda fyrir að geyma peningana sína í bönkunum, hafa ekki hækkað í takt við útlánsvexti. Staðan er þó ekki eins hérlendis þar sem Auður, Íslandsbanki og Landsbankinn bjóða 8,25% innlánsvexti á óbundnum sparnaðarreikningum. Þannig býðst hverjum sem er að spara peninginn sinn á stýrivöxtum Seðlabankans með 50 punkta þóknun til viðskiptabankans sem þarf að binda peninginn í sjö daga, en engin binding er fyrir einstaklinga. Í raun mætti segja að þóknunin sé lægri þar sem vextirnir eru greiddir mánaðarlega og nema ársvextir þá rúmlega 8,5%. Vaxtahækkunum Seðlabankans hefur verið skilað beint til almennings hérlendis, bæði á innlána- og útlánahliðinni. Íslenskir bankar myndu glaðir borga skatta að hætti Ítalíu Ítalskir bankar standa frammi fyrir þessari einskiptisaðgerð, 40% skattur af hagnaði vegna vaxtatekna sem verður líklega um 8% af þeim hluta afkomunnar. Íslenskir bankar borga bankaskatt árlega, sem nemur 0,145% af heildarskuldum umfram 50 milljarða. Það er áhugavert að bera bankaskattinn saman við svokallaðan hvalrekaskatt Ítala og sjá hversu mikið þrír stærstu bankarnir hérlendis myndu borga ef þeir borguðu ítalskan hvalrekaskatt í stað bankaskatts vegna ársins 2022. Líkt og sjá má á myndinni borguðu bankarnir lægri skatta ef ítalska hvalrekaskattinum yrði skipt inn í stað íslenska bankaskattsins. Þá er skattahlaðborðið sem íslensku bankarnir þurfa að framreiða samt hvergi nærri búið. Bankarnir, líkt og flestar aðrar fjármálastofnanir, þurfa að borga 5,5% fjársýsluskatt af heildarlaunagreiðslum og 6% sérstakan fjársýsluskatt af öllum hagnaði umfram 1 milljarð. Slíka skatta er ekki að finna á Ítalíu, ekkert frekar en í flestum öðrum ríkjum. Af hverju þurfa vextir að vera miklu hærri á Íslandi en annars staðar? Svarið við þessari spurningu er ekki einfalt og þar skipta margir þættir máli. Einn stór þáttur er skattlagning á banka. Aukin skattlagning á íslenska banka umfram aðra banka veldur því að íslenskir bankar þurfa meiri vaxtamun til að reka sig, en arðsemi eigin fjár er jafnframt lægri en erlendis. Þetta ásamt fleiru veldur því að við borgum hærri vexti af fasteignalánunum okkar. Þegar bankaskatturinn var lækkaður sáum við vexti á fasteignalánum lækka sem afleiðingu. Bankaskattur og fjársýsluskattar eru lítið annað en falinn skattur stjórnvalda á skuldsett heimili og fyrirtæki. Talsmenn hvalrekaskatts á banka ættu frekar að tala fyrir því að fella niður sértæka skatta á banka og rukka einstaklinga beint í stað þess að fela hann á bak við skattgreiðslur fjármálafyrirtækja. Þá myndu allir taka þátt í að greiða téða skatta, ekki bara skuldsett heimili og fyrirtæki. Höfundur er hagfræðingur.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun