Barnaheill og Barbie valdefla stúlkur um allan heim Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 10. ágúst 2023 14:01 Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti. Barbie hefur verið áhrifavaldur í barnæsku fjölmargra barna og bregður dúkkan sér í hin mismunandi hlutverk eins og að vera læknir, flugmaður, kúreki eða móðir og jafnvel dvelja í strandbænum Malibu svo dæmi séu tekin. Stundum er hinn myndarlegi Ken henni við hlið en almennt séð þá þrífst Barbie vel ein og sjálfstæð. Mörg börn vilja eignast allt það sem Barbie á og óaðfinnanlegt útlit hennar hefur verið mælikvarði ófárra stúlkna á fegurð. Barnaheill – Save the Children eru í samstarfi við Warner Bros. Discovery (WBD) og Mattel í tengslum við kvikmyndina um Barbie sem nú er sýnd við miklar vinsældir um víða veröld. Áhersla er lögð á með samstarfinu að valdefla stúlkur um allan heim og veita þeim aðgengi að menntun og tilheyrandi auðlindum sem þær eiga rétt á. Þannig eru þær hvattar til að láta drauma sína rætast. Með samstarfinu er Barnaheillum gert kleift að vinna áfram að þeim metnaðarfullu verkefnum sem unnin eru af starfsmönnum Barnaheilla um heim allan. Samtökin voru stofnuð árið 1919 af Eglantyne Jebb, konu sem trúði því að hún gæti komið einhverju áleiðis sem aðrir höfðu ekki trú á. Hún hafði þá trú að mikilvægt væri að koma á sáttmála um réttindi barna og varð hann síðar grunnurinn að Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátt er öflugra en börn stútfull af sjálfstrausti sem sem eiga sér drauma. Því miður missa margar stúlkur snemma trú á eigin getu, efast um sig sjálfar og gefa drauma sína upp á bátinn. Þær gleyma og hætta að trúa að þær geti gert það sem þær vilja og verða það sem þær hafa áður óskað sér. Stundum er það af menningarlegum ástæðum, stundum vegna áfalls í kjölfar stríðs, veikinda, ofbeldis, eineltis, ástvinamissis eða annars sem mótar líf þeirra. Staðreyndin er sú að stúlkur eru mun líklegri en drengir til að verða fyrir kynferðisofbeldi. Þær hafa færri tækifæri til menntunar og eru frekar en drengir á flótta frá meðal annars skipulögðu hjónabandi á barnsaldri við eldri menn, sársaukafullum umskurði og öðru ofbeldi og mismunun af ýmsu tagi. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Barnaheill leggja áherslu á að styðja við stúlkur á flótta, búa þeim fleiri möguleika á að stunda nám og fræða almenning um mikilvægi forvarna þegar kemur að baráttu gegn ofbeldi og einelti. Í kvikmyndinni um Barbie er hrist upp í staðalmyndum kynjanna sem eru löngu úreltar og lögð er áhersla á valdeflingu stúlkna á hvetjandi hátt. Gefin eru þau skýru skilaboð að stúlkur geta orðið allt það sem þær dreymir um. Á þann máta samræmist boðskapur myndarinnar framtíðarsýn samtakanna og valdefla í sameiningu stúlkur um allan heim og gefa þeim tækifæri til betri og bjartari framtíðar. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson Skoðun