Eignaðist ungan kynjakönnuð: „Það ert þú sem ert ekki að skilja að ég er stelpa“ Íris Hauksdóttir skrifar 11. ágúst 2023 09:00 Þórdís Elva ásamt börnum sínum þeim Hlyni og Svani. Vísir/Vilhelm Rithöfundurinn og baráttukonan Þórdís Elva Þorvaldsdóttir hefur komið víða við. Samhliða því að gefa út bækur tengdu kynjajafnrétti braut hún blað í veraldarsögunni þegar þolandi og gerandi tóku höndum saman og fjölluðu um kynferðisofbeldi. Hún eignaðist tvíbura eftir tvísýna meðgöngu árið 2018 og hefur fjallað opinskátt á samfélagsmiðlum um hvernig fjölskyldan hefur hlúð að ódæmigerðri kyntjáningu Hlyns, annars tvíburanna. Börnin eru samtals fimm, þar af tvær stjúpdætur og 14 ára sonur. Tvíburarnir, þeir síðustu í röðinni, fæddust eftir lífshættulega meðgöngu þar sem líf þeirra og Þórdísar Elvu hékk á bláþræði í þrjá mánuði sem gerði það að verkum að hún var bundin rúmlegu. Þórdís segir lækna hafa gefið þeim innan við eitt prósent líkur á að lifa af. Í dag ber Þórdís Elva húðflúr á úlnliðnum með tákninu 1%. Tvíburarnir fæddust eftir lífshættulega meðgöngu þar sem líf Þórdísar Elvu hékk á bláþræði í þrjá mánuði. Vísir/Vilhelm „Fyrir mér var þetta einfalt, það verður einhver að vera þetta eina prósent og ég var staðráðin í að það skyldum verða við.“ Byrjaði snemma að tala um sig í kvenkyni Spurð hvenær það hafi fyrst borist í tal að annar tvíburinn, Hlynur, upplifði sig sem stelpu segir Þórdís Elva það hafa verið í nóvember 2021. „Hún var þá þriggja ára og spurði mig með ásökunarrómi hvar allar póníbuxurnar og glimmerkjólarnir sínir væru. Ekki einungis þótti henni fullkomlega eðlilegt að hún ætti slíkan fatnað, henni þótti foreldrar sínir vera að krossbregðast skyldum sínum á þessu sviði og hvessti á okkur augun þar sem hún benti ofan í fataskúffurnar sínar. Þá hafði hún um langt skeið verið að benda á kvenpersónur í bókum og barnaefni og tilkynna að þetta væri hún. Það var augljóst að hún samsamaði sig með stelpum og konum, aldrei drengjum og körlum, sem fékk mig og pabba hennar til að staldra við. Annað sem okkur þótti vera sterkt tákn var að Hlynur byrjaði að tala um sig í kvenkyni um leið og hún fór að hafa vald á tungumálinu. Hún var „glöð“ eða „leið“, „svöng“ eða „södd“ sem var í raun alveg stórfurðulegt, því hún á tvíburabróður og þau höfðu alltaf verið ávörpuð í karlkyni, allt frá fæðingu.“ Föt og hárgreiðslur ekki bundnar við kyn Þórdís Elva segir það hafa tekið sig töluverðan tíma að afvenja sig að kalla „bless strákar“ á eftir börnunum, þegar þau hlupu inn í leikskólann á morgnana. „Um nokkurra mánaða skeið reyndum ég og pabbi hennar að segja henni að það væri alveg hægt að vera strákur en ganga samt í póníbuxum og glimmerkjólum og safna hári, enda eru föt, hárgreiðslur og leikföng ekki bundin við kyn. Þórdís Elva segir það hafa tekið sig töluverðan tíma að afvenja sig að kalla „bless strákar“ á eftir börnunum, þegar þau hlupu inn í leikskólann á morgnana.Vísir/Vilhelm Það á að vera sjálfsagt að vera strákur í kjól eða fíla bleikan eða elska mömmó, slíkt breytir dreng ekki sjálfkrafa í stúlku. Þvert á móti er eðlilegt að breyta þröngum kynhlutverkum og útvíkka þau til að bjóða börnum fleiri valkosti og gefa þeim fleiri leiðir til að vera þau sjálf – en ekki þvinga þau úr einu þröngu boxi í annað. Hlynur hlustaði gaumgæfilega á þessi rök um að hún mætti klæðast öllu sem hún vildi og gæti samt haldið áfram að vera strákur. Hún svaraði: „Ég skil það alveg, mamma. Það ert þú sem ert ekki að skilja að ég er stelpa“ Hjallastefnan byggð á tvíhyggju Ári eftir að Hlynur tjáði fjölskyldu sinni að hún væri stúlka bauðst foreldrunum pláss fyrir tvíburana á Hjallastefnuleikskóla, sumarið 2022. Eldri sonur þeirra hafði verið í sama skóla og þau glöddust mjög að fá pláss. Málið vandaðist þó heldur fljótt því eins og flestir vita skiptir Hjallastefnan börnum í drengja og stúlknahópa. Ungir kynjakönnuðir, það er að segja börn sem finna sig ekki innan þessarar tvíhyggju, en Hjallastefnan hafi tekið vel á móti börnunum. „Við ræddum þetta við tvíburana og spurðum þau hvort þau vildu vera í drengja- eða stúlknahópi og það stóð ekki á svarinu. Svanur svaraði samstundis að hann vildi vera í drengjahópnum og Hlynur æpti „STÚLKNAHÓPI!“ og málið var dautt. Við pabbi þeirra útskýrðum að þau mættu prófa í eina eða tvær vikur og skipta síðan um hóp ef þeim líkaði ekki, eða söknuðu hvor annars. En hvorugt þeirra leit nokkurn tíma um öxl. Þau eru alsæl og eru hvort um sig búin að blómstra í sínum hópi. Þórdís Elva segir unga kynjakönnuði ekki eiga vissan stað innan Hjallastefnunnar.Vísir/Vilhelm Að því leytinu til má segja að þótt Hjallastefnan sé ennþá byggð á tvíhyggju hef ég heyrt frá öðrum foreldrum að þau hafi tekið ótrúlega fallega utan um börn með ódæmigerða kyntjáningu, og hvað okkur varðar hafa þau stutt okkur í hverju skrefi. Samtökin 78 hafa líka verið ómetanleg og veitt bæði okkur og leikskólanum mikilvæga ráðgjöf. Hlynur er samþykkt af starfsfólkinu og stúlkunum í hópnum, og hún á vinkonur sem taka henni alveg eins og hún er, enda hefur það aldrei verið neitt leyndarmál. Börnum finnst svo sjálfsagt að sumir karlar séu með skalla og aðrir með hár, og að sumar stelpur séu með svona líkama og aðrar með hinsegin. Þeim finnst þetta ekkert til að velta sér upp úr.“ Fallbeygja nafnið í kvenkyni Spurð hvort Hlynur beri annað nafn í dag segir Þórdís Elva svo ekki vera. „Hlynur ber ennþá nafnið sem við gáfum henni þegar við héldum að við hefðum eignast tvíburadrengi. Börn eru svo fallega sjálfmiðuð. Hún stendur í þeirri trú að fyrst hún heiti Hlynur hljóti það að vera stelpunafn, enda hljómar það keimlíkt nöfnum eins og Hildur og Unnur. Við höfum ekki viljað þrýsta á hana að breyta, en erum viðbúin því að mögulega muni hún vilja það einn góðan veðurdag. Í millitíðinni hóf leikskólinn að beygja nafnið hennar eins og nafnið Hildur, það er að segja, um Hlyn (þgf) til Hlynar (ef). Það þótti okkur svo fallegt og við tókum það upp sjálf.“ Ákvarðanir byggðar á ást og virðingu fyrir velferð barnanna Þórdís segist lánsöm hvað viðbrögð sinna nánustu fjölskyldu varðar. „Við erum heppin að vera úr víðsýnum fjölskyldum sem treysta því að við þekkjum börnin okkar best og tökum ákvarðanir sem eru byggðar á ást og virðingu fyrir velferð þeirra. Auðvitað veltu einhver þeirra fyrir sér hvort þetta væri tímabil sem myndi ganga yfir, en nú þegar barnið hefur staðið fast á því að hún sé stúlka í tvö ár eru slíkar spurningar hættar að berast okkur. Auk þess er svarið mitt alltaf það sama: „Ef þetta var bara tímabil, þá var þetta mjög lærdómsríkt tímabil og ég verð ávallt þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það.“ Hlynur, annar tvíburi Þórdísar Elvu hefur nú í tvö ár staðið staðföst á því að vera stelpa. Vísir/Vilhelm Ísland besta land í heimi til að vera trans Spurð hvort fjölskyldan mæti neikvæðu viðmóti nefnir Þórdís Elva Internetið, og þá aðallega netverja erlendis frá. „Umræðan er komin styttra á veg úti en hér heima og er pólaríseraðri en hérlendis. Það er ekki að ósekju sem Ísland var valið besta land í heimi til að vera trans árið 2023. Við megum vera stolt af því, þótt enn megi gera margt betur varðandi málefni transfólks og mikilvægt sé að sofna aldrei á verðinum. Til dæmis er afar knýjandi að stytta biðlistann á BUGL fyrir börn með ódæmigerða kyntjáningu, en hann getur reynst óbærilega langur fyrir börn og fjölskyldur þeirra.“ Börn nálgast heiminn með forvitni að leiðarljósi Finnst þér börn meira víðsýn en fullorðnir? „Ég tel að ekkert barn fæðist með hatur í garð annarra þjóðfélagshópa. Að taka upp á því að hata annað fólk sökum húðlitar, kyns, uppruna, trúarbragða, fötlunar, kynhneigðar eða kyntjáningar er allt saman lærð hegðun. Góðu fréttirnar varðandi það er að ef það er hægt að læra að tileinka sér ákveðin viðhorf er líka hægt að læra að láta af þeim.“ Börn séu móttækilegri en fullorðnir að þessu leyti, ekki búin að meitla heimsmynd sína í stein. „Ég held að börn séu óhræddari en fullorðnir við að skipta um skoðun, tileinka sér nýjar hugmyndir og nálgast heiminn með forvitni að leiðarljósi.“ Fólk þarf ekki að skilja tilveru annarra til að sýna henni virðingu Þekkið þið fleiri börn í sambærilegum sporum? „Já, blessunarlega eigum við fleiri vinkonur sem eru að stíga sömu skref og Hlynur, sem auðveldar okkur vegferðina og gerir hana skemmtilegri. Þórdís Elva segir fólk ekki þurfa að upplifa tilvist annarra til að geta skilið hana. Vísir/Vilhelm Ef ég gæti veifað töfrasprota og breytt einhverju í viðhorfi almennings þá væri það sá misskilningur að fólk þurfi endilega að skilja tilveru annarra til að sýna henni virðingu. Það er hreinlega rangt. Við þurfum ekki að hafa lent í stríði til að styðja við bakið á stríðshrjáðu fólki. Við þurfum ekki að vera fötluð til að vilja að fatlað fólk fái jöfn tækifæri og við þurfum ekki að skilja hvernig það er að vera trans eða kynsegin til að virða tilvistarrétt og mannréttindi transfólks. Við þurfum bara að vera með opið hjarta og fagna því hvað mannflóran er dásamlega fjölbreytt, í öllum regnbogans litum. Fólk á það til að flækja hlutina óþarflega fyrir sjálfu sér. Ef við hættum bara að þvælast fyrir okkur sjálfum verður svo augljóst hvað við erum í raun fokking frábær. Það þarf bara að leyfa því að sjást.“ Börn og uppeldi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira
Börnin eru samtals fimm, þar af tvær stjúpdætur og 14 ára sonur. Tvíburarnir, þeir síðustu í röðinni, fæddust eftir lífshættulega meðgöngu þar sem líf þeirra og Þórdísar Elvu hékk á bláþræði í þrjá mánuði sem gerði það að verkum að hún var bundin rúmlegu. Þórdís segir lækna hafa gefið þeim innan við eitt prósent líkur á að lifa af. Í dag ber Þórdís Elva húðflúr á úlnliðnum með tákninu 1%. Tvíburarnir fæddust eftir lífshættulega meðgöngu þar sem líf Þórdísar Elvu hékk á bláþræði í þrjá mánuði. Vísir/Vilhelm „Fyrir mér var þetta einfalt, það verður einhver að vera þetta eina prósent og ég var staðráðin í að það skyldum verða við.“ Byrjaði snemma að tala um sig í kvenkyni Spurð hvenær það hafi fyrst borist í tal að annar tvíburinn, Hlynur, upplifði sig sem stelpu segir Þórdís Elva það hafa verið í nóvember 2021. „Hún var þá þriggja ára og spurði mig með ásökunarrómi hvar allar póníbuxurnar og glimmerkjólarnir sínir væru. Ekki einungis þótti henni fullkomlega eðlilegt að hún ætti slíkan fatnað, henni þótti foreldrar sínir vera að krossbregðast skyldum sínum á þessu sviði og hvessti á okkur augun þar sem hún benti ofan í fataskúffurnar sínar. Þá hafði hún um langt skeið verið að benda á kvenpersónur í bókum og barnaefni og tilkynna að þetta væri hún. Það var augljóst að hún samsamaði sig með stelpum og konum, aldrei drengjum og körlum, sem fékk mig og pabba hennar til að staldra við. Annað sem okkur þótti vera sterkt tákn var að Hlynur byrjaði að tala um sig í kvenkyni um leið og hún fór að hafa vald á tungumálinu. Hún var „glöð“ eða „leið“, „svöng“ eða „södd“ sem var í raun alveg stórfurðulegt, því hún á tvíburabróður og þau höfðu alltaf verið ávörpuð í karlkyni, allt frá fæðingu.“ Föt og hárgreiðslur ekki bundnar við kyn Þórdís Elva segir það hafa tekið sig töluverðan tíma að afvenja sig að kalla „bless strákar“ á eftir börnunum, þegar þau hlupu inn í leikskólann á morgnana. „Um nokkurra mánaða skeið reyndum ég og pabbi hennar að segja henni að það væri alveg hægt að vera strákur en ganga samt í póníbuxum og glimmerkjólum og safna hári, enda eru föt, hárgreiðslur og leikföng ekki bundin við kyn. Þórdís Elva segir það hafa tekið sig töluverðan tíma að afvenja sig að kalla „bless strákar“ á eftir börnunum, þegar þau hlupu inn í leikskólann á morgnana.Vísir/Vilhelm Það á að vera sjálfsagt að vera strákur í kjól eða fíla bleikan eða elska mömmó, slíkt breytir dreng ekki sjálfkrafa í stúlku. Þvert á móti er eðlilegt að breyta þröngum kynhlutverkum og útvíkka þau til að bjóða börnum fleiri valkosti og gefa þeim fleiri leiðir til að vera þau sjálf – en ekki þvinga þau úr einu þröngu boxi í annað. Hlynur hlustaði gaumgæfilega á þessi rök um að hún mætti klæðast öllu sem hún vildi og gæti samt haldið áfram að vera strákur. Hún svaraði: „Ég skil það alveg, mamma. Það ert þú sem ert ekki að skilja að ég er stelpa“ Hjallastefnan byggð á tvíhyggju Ári eftir að Hlynur tjáði fjölskyldu sinni að hún væri stúlka bauðst foreldrunum pláss fyrir tvíburana á Hjallastefnuleikskóla, sumarið 2022. Eldri sonur þeirra hafði verið í sama skóla og þau glöddust mjög að fá pláss. Málið vandaðist þó heldur fljótt því eins og flestir vita skiptir Hjallastefnan börnum í drengja og stúlknahópa. Ungir kynjakönnuðir, það er að segja börn sem finna sig ekki innan þessarar tvíhyggju, en Hjallastefnan hafi tekið vel á móti börnunum. „Við ræddum þetta við tvíburana og spurðum þau hvort þau vildu vera í drengja- eða stúlknahópi og það stóð ekki á svarinu. Svanur svaraði samstundis að hann vildi vera í drengjahópnum og Hlynur æpti „STÚLKNAHÓPI!“ og málið var dautt. Við pabbi þeirra útskýrðum að þau mættu prófa í eina eða tvær vikur og skipta síðan um hóp ef þeim líkaði ekki, eða söknuðu hvor annars. En hvorugt þeirra leit nokkurn tíma um öxl. Þau eru alsæl og eru hvort um sig búin að blómstra í sínum hópi. Þórdís Elva segir unga kynjakönnuði ekki eiga vissan stað innan Hjallastefnunnar.Vísir/Vilhelm Að því leytinu til má segja að þótt Hjallastefnan sé ennþá byggð á tvíhyggju hef ég heyrt frá öðrum foreldrum að þau hafi tekið ótrúlega fallega utan um börn með ódæmigerða kyntjáningu, og hvað okkur varðar hafa þau stutt okkur í hverju skrefi. Samtökin 78 hafa líka verið ómetanleg og veitt bæði okkur og leikskólanum mikilvæga ráðgjöf. Hlynur er samþykkt af starfsfólkinu og stúlkunum í hópnum, og hún á vinkonur sem taka henni alveg eins og hún er, enda hefur það aldrei verið neitt leyndarmál. Börnum finnst svo sjálfsagt að sumir karlar séu með skalla og aðrir með hár, og að sumar stelpur séu með svona líkama og aðrar með hinsegin. Þeim finnst þetta ekkert til að velta sér upp úr.“ Fallbeygja nafnið í kvenkyni Spurð hvort Hlynur beri annað nafn í dag segir Þórdís Elva svo ekki vera. „Hlynur ber ennþá nafnið sem við gáfum henni þegar við héldum að við hefðum eignast tvíburadrengi. Börn eru svo fallega sjálfmiðuð. Hún stendur í þeirri trú að fyrst hún heiti Hlynur hljóti það að vera stelpunafn, enda hljómar það keimlíkt nöfnum eins og Hildur og Unnur. Við höfum ekki viljað þrýsta á hana að breyta, en erum viðbúin því að mögulega muni hún vilja það einn góðan veðurdag. Í millitíðinni hóf leikskólinn að beygja nafnið hennar eins og nafnið Hildur, það er að segja, um Hlyn (þgf) til Hlynar (ef). Það þótti okkur svo fallegt og við tókum það upp sjálf.“ Ákvarðanir byggðar á ást og virðingu fyrir velferð barnanna Þórdís segist lánsöm hvað viðbrögð sinna nánustu fjölskyldu varðar. „Við erum heppin að vera úr víðsýnum fjölskyldum sem treysta því að við þekkjum börnin okkar best og tökum ákvarðanir sem eru byggðar á ást og virðingu fyrir velferð þeirra. Auðvitað veltu einhver þeirra fyrir sér hvort þetta væri tímabil sem myndi ganga yfir, en nú þegar barnið hefur staðið fast á því að hún sé stúlka í tvö ár eru slíkar spurningar hættar að berast okkur. Auk þess er svarið mitt alltaf það sama: „Ef þetta var bara tímabil, þá var þetta mjög lærdómsríkt tímabil og ég verð ávallt þakklát fyrir að hafa fengið að upplifa það.“ Hlynur, annar tvíburi Þórdísar Elvu hefur nú í tvö ár staðið staðföst á því að vera stelpa. Vísir/Vilhelm Ísland besta land í heimi til að vera trans Spurð hvort fjölskyldan mæti neikvæðu viðmóti nefnir Þórdís Elva Internetið, og þá aðallega netverja erlendis frá. „Umræðan er komin styttra á veg úti en hér heima og er pólaríseraðri en hérlendis. Það er ekki að ósekju sem Ísland var valið besta land í heimi til að vera trans árið 2023. Við megum vera stolt af því, þótt enn megi gera margt betur varðandi málefni transfólks og mikilvægt sé að sofna aldrei á verðinum. Til dæmis er afar knýjandi að stytta biðlistann á BUGL fyrir börn með ódæmigerða kyntjáningu, en hann getur reynst óbærilega langur fyrir börn og fjölskyldur þeirra.“ Börn nálgast heiminn með forvitni að leiðarljósi Finnst þér börn meira víðsýn en fullorðnir? „Ég tel að ekkert barn fæðist með hatur í garð annarra þjóðfélagshópa. Að taka upp á því að hata annað fólk sökum húðlitar, kyns, uppruna, trúarbragða, fötlunar, kynhneigðar eða kyntjáningar er allt saman lærð hegðun. Góðu fréttirnar varðandi það er að ef það er hægt að læra að tileinka sér ákveðin viðhorf er líka hægt að læra að láta af þeim.“ Börn séu móttækilegri en fullorðnir að þessu leyti, ekki búin að meitla heimsmynd sína í stein. „Ég held að börn séu óhræddari en fullorðnir við að skipta um skoðun, tileinka sér nýjar hugmyndir og nálgast heiminn með forvitni að leiðarljósi.“ Fólk þarf ekki að skilja tilveru annarra til að sýna henni virðingu Þekkið þið fleiri börn í sambærilegum sporum? „Já, blessunarlega eigum við fleiri vinkonur sem eru að stíga sömu skref og Hlynur, sem auðveldar okkur vegferðina og gerir hana skemmtilegri. Þórdís Elva segir fólk ekki þurfa að upplifa tilvist annarra til að geta skilið hana. Vísir/Vilhelm Ef ég gæti veifað töfrasprota og breytt einhverju í viðhorfi almennings þá væri það sá misskilningur að fólk þurfi endilega að skilja tilveru annarra til að sýna henni virðingu. Það er hreinlega rangt. Við þurfum ekki að hafa lent í stríði til að styðja við bakið á stríðshrjáðu fólki. Við þurfum ekki að vera fötluð til að vilja að fatlað fólk fái jöfn tækifæri og við þurfum ekki að skilja hvernig það er að vera trans eða kynsegin til að virða tilvistarrétt og mannréttindi transfólks. Við þurfum bara að vera með opið hjarta og fagna því hvað mannflóran er dásamlega fjölbreytt, í öllum regnbogans litum. Fólk á það til að flækja hlutina óþarflega fyrir sjálfu sér. Ef við hættum bara að þvælast fyrir okkur sjálfum verður svo augljóst hvað við erum í raun fokking frábær. Það þarf bara að leyfa því að sjást.“
Börn og uppeldi Málefni trans fólks Hinsegin Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Sjá meira