Eru neysluvatnskerfin okkar of dýr og óheilsusamleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar 7. ágúst 2023 08:31 Aðgengi að hreinu neysluvatni er hverju samfélagi mikilvægt. Vatnsskortur og mengun vatns sem bera með sér óæskilegar örverur sem geta valdið sjúkdómum eru helstu ógnir við lýðheilsu okkar. Til að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra hér á landi hefur áhersla verið lögð á að vakta og vernda vatnsbólin okkar. En er það nóg? Fyrir tólf árum síðan eða í mars árið 2011 gaf alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO út skýrslu er varðaði gæði neysluvatns í byggingum. Helstu niðurstöður hennar sýndu að léleg hönnun og stýring vatnslagnakerfa í byggingum getur valdið sjúkdómum ekkert síður en vatnsbólin sjálf gera. Í kjölfarið fóru Bretar af stað með rannsókn á því hvort að þau viðmið sem þeir byggðu á við hönnun neysluvatnskerfa í íbúðarhúsnæðum og öðrum byggingum gæfu rétta mynd af raunverulegri neysluvatnsnotkun. Í stuttu máli sagt að þá komust þeir að því að þeir yfirhönnuðu neysluvatnskerfin sem þýddi að dælur og rör kerfanna þeirra voru stærri en þau þurftu að vera og þá einnig dýrari í uppsetningu. Sverari rör þýða einnig lægri vatnshraða og minni endurnýjun vatns í lagnakerfunum. Hætta á stöðnu vatni með hættu á skaðsömum bakteríum sem því fylgir var því til staðar. Ein þeirra er Legíónellabakterían. Náttúruleg heimkynni Legíónellabakteríunnar sem einnig er kölluð hermannaveikin eru sem dæmi í vatni, en bakterían þolir hitastig frá 0–63°C og er kjörhitastig hennar um það bil 30–40°C. Legíónellabakterían getur lifað árum saman í vatnstönkum við 2–8°C og sest oft að í lokuðum endum pípulagna stórra bygginga þar sem vatnið stendur kyrrt og hitastig er ekki hátt. Meðgöngutími hermannaveiki er 2-10 dagar og dauðsföll verða í 5-30% tilfella. Bretarnir komust að því að þeir þyrftu að breyta sínum hönnunarviðmiðum hið snarasta og gerðu það fyrir stuttu síðan. Við íslenskir hönnuðir erum skyldugir til að hanna lagnakerfi samkvæmt ÍST67 en staðallinn inniheldur sérákvæði við danska staðalinn DS 439:2009 Norm for vandinstallationer. Samkvæmt rannsókn Bretanna erum við að yfirhanna neysluvatnskerfin okkar (sjá mynd). Er ekki kominn tími til að staldra við og gera svipaða rannsókn og Bretarnir gerðu í kjölfar úttektar WHO svo við íslendingar getum treyst því að neysluvatnið okkar sé það besta í heimi? Höfundur er byggingarverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi að hreinu neysluvatni er hverju samfélagi mikilvægt. Vatnsskortur og mengun vatns sem bera með sér óæskilegar örverur sem geta valdið sjúkdómum eru helstu ógnir við lýðheilsu okkar. Til að koma í veg fyrir vatnsborna faraldra hér á landi hefur áhersla verið lögð á að vakta og vernda vatnsbólin okkar. En er það nóg? Fyrir tólf árum síðan eða í mars árið 2011 gaf alþjóða heilbrigðismálastofnunin WHO út skýrslu er varðaði gæði neysluvatns í byggingum. Helstu niðurstöður hennar sýndu að léleg hönnun og stýring vatnslagnakerfa í byggingum getur valdið sjúkdómum ekkert síður en vatnsbólin sjálf gera. Í kjölfarið fóru Bretar af stað með rannsókn á því hvort að þau viðmið sem þeir byggðu á við hönnun neysluvatnskerfa í íbúðarhúsnæðum og öðrum byggingum gæfu rétta mynd af raunverulegri neysluvatnsnotkun. Í stuttu máli sagt að þá komust þeir að því að þeir yfirhönnuðu neysluvatnskerfin sem þýddi að dælur og rör kerfanna þeirra voru stærri en þau þurftu að vera og þá einnig dýrari í uppsetningu. Sverari rör þýða einnig lægri vatnshraða og minni endurnýjun vatns í lagnakerfunum. Hætta á stöðnu vatni með hættu á skaðsömum bakteríum sem því fylgir var því til staðar. Ein þeirra er Legíónellabakterían. Náttúruleg heimkynni Legíónellabakteríunnar sem einnig er kölluð hermannaveikin eru sem dæmi í vatni, en bakterían þolir hitastig frá 0–63°C og er kjörhitastig hennar um það bil 30–40°C. Legíónellabakterían getur lifað árum saman í vatnstönkum við 2–8°C og sest oft að í lokuðum endum pípulagna stórra bygginga þar sem vatnið stendur kyrrt og hitastig er ekki hátt. Meðgöngutími hermannaveiki er 2-10 dagar og dauðsföll verða í 5-30% tilfella. Bretarnir komust að því að þeir þyrftu að breyta sínum hönnunarviðmiðum hið snarasta og gerðu það fyrir stuttu síðan. Við íslenskir hönnuðir erum skyldugir til að hanna lagnakerfi samkvæmt ÍST67 en staðallinn inniheldur sérákvæði við danska staðalinn DS 439:2009 Norm for vandinstallationer. Samkvæmt rannsókn Bretanna erum við að yfirhanna neysluvatnskerfin okkar (sjá mynd). Er ekki kominn tími til að staldra við og gera svipaða rannsókn og Bretarnir gerðu í kjölfar úttektar WHO svo við íslendingar getum treyst því að neysluvatnið okkar sé það besta í heimi? Höfundur er byggingarverkfræðingur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun