Af hverju er þörf á uppbyggingu í Landmannalaugum? Eggert Valur Guðmundsson skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rangárþing ytra Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum hefur verið fyrirferðarmikil umræða í fjölmiðlum um fyrirhugaða uppbyggingu Rangárþings ytra í Landmannalaugum. Þessar hugmyndir eru ekki ný fram komnar heldur byggðar á deiliskipulagi sem tók gildi þann 5. apríl 2017. Upphaf málsins má rekja til þess að Umhverfisstofnun setti Landmannalaugasvæðið á rauðan lista árið 2012 vegna mikils ágangs ferðamanna. Í framhaldi af því efndu Rangárþing ytra og Umhverfisstofnun í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta til samkeppni um hönnun og skipulag Landmannalaugasvæðisins árið 2014. Tillaga Landmótunar og VA arkitekta hlaut 1. verðlaun í þeirri samkeppni. Aðalmarkmið tillögunnar er að endurheimta tilfinninguna fyrir ósnortnum víðernum hálendisins og styrkja Landmannalaugasvæðið sem stórbrotið náttúrusvæði. Landmannalaugar eru innan friðlands að Fjallabaki sem var friðlýst var árið 1979 og fer Umhverfisstofnun með umsjón svæðisins. Landmannalaugar eru fjölsóttasti ferðamannastaður á hálendi Íslands og þangað koma um það bil 130.000 ferðamenn á hverju ári langflestir yfir sumartímann. Meginmarkmið þeirra hugmynda sem sveitarfélagið er að vinna með er að leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum af þessum mikla ferðamannafjölda, og bæta um leið þjónustu á þessu einstaka landsvæði. Í dag er aðalþjónustan og starfsemin undir Laugahrauni, en gengið er út frá í þessum hugmyndum að færa meginþunga þjónustunar norður fyrir Námshraun og dagdvöl norður fyrir Námskvísl og með þeim hætti hlífa viðkvæmu svæði við Laugahraun. Markmiðið með þessu er að styrkja Landmannalaugar sem einstakt náttúrusvæði og raska sem minnst lífríki staðarins. Að gera ekki neitt er ekki í boði Þó að svæðið sé skilgreint sem friðland fer sveitarfélagið með skipulagsvaldið og ber ábyrgð á hvernig uppbyggingin verður og í hvaða tímaröð. Einnig er svæðið skilgreint sem þjóðlenda en forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna. Engin má hafa afnot af þjóðlendu fyrir sjálfan sig, þar með talið að reisa þar mannvirki, gera jarðrask, eða nýta hlunnindi án leyfis. Til þess að nýta land og landsréttindi innan þjóðlendu þarf því leyfi forsætisráðuneytisins ef nýting er áætluð lengur en til eins árs. Fyrirhuguð uppbygging er því ekki eingöngu á borði sveitarstjórnar heldur ræðst einnig af pólitískum vilja stjórnvalda. Allar framkvæmdir sem til stendur að ráðast í verða afturkræfar og mögulegt að fjarlæga ef til þess kemur. Lögð verður mikil áhersla á að öllu raski verði haldið í lágmarki á meðan framkvæmdir standa yfir en allar hugmyndir um framkvæmdir eru í samræmi við gildandi stefnur á svæðinu. Þegar svæðið verður fullbyggt verður aukningin á gistirýmum 42 frá því sem nú er, en gert ráð fyrir sama fjölda á tjaldsvæði. Rannsóknir hafa sýnt að aukning er á gestum sem koma á svæðið í stuttan tíma en gert er ráð fyrir að koma á móts við þeirra þarfir með veitingasölu og fræðslustofu. Undirritaður tekur undir þær áhyggjur sem hafa komið fram um að nauðsynlegt sé að fara varlega í allar endurbætur og uppbyggingu á svo viðkvæmu svæði eins og hér um ræðir. Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunar á umhverfismatskýrslu sem sveitarfélagið lét vinna vegna málsins. Næsta skref er að fagnefndir sveitarfélagsins sem málið varða ,taka til umfjöllunar álit Skipulagsstofnunar og bregðast við þeim tilmælum sem þar koma fram. Í fréttum að undanförnu hafa ekki verið fagrar lýsingar á umgengni og aðstöðuleysi á svæðinu, það hljóta allir að vera sammála um það að þurfi að bregðast við og sýna einni af okkar helstu náttúruperlu virðingu. Sveitarfélagið Rangárþing ytra ætlar að vera virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingarvinnu. Höfundur er oddviti Rangárþings ytra.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun