Bergrós fékk heilt rúm af fötum til að keppa í á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta keppnisdag sinn á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar. CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar.
CrossFit Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira