Bergrós fékk heilt rúm af fötum til að keppa í á heimsleikunum í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 08:30 Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta daginn á heimsleikunum í CrossFit. @bergrosbjornsdottir Íslenska CrossFit konan Bergrós Björnsdóttir er í sjöunda sæti eftir fyrsta keppnisdag sinn á heimsleikunum í CrossFit. Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar. CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira
Bergrós keppir í flokki sextán til sautján ára en hún er enn bara á sextánda ári og því yngri en flestir hinir keppendurnir í hennar flokki. Bergrós byrjaði frábærlega og náði öðrum besta árangrinum í fyrstu greininni en datt niður í sjöunda sætið eftir að hafa endað síðust í annarri greininni. Fyrsta greinin snerist um að lyfta sem mestu í snörun annars vegar og svo í jafnhendingu hins vegar. Bergrós lyfti samtals 190 kílóum og fékk að launum 90 stig. Frábær frammistaða. Önnur greinin snerist aftur á móti um alls konar þolæfingar og þrautir á vellinum með mörgum endurtekningum og þar lenti hún í því að fá hitaslag og var borin af velli. Bergrós endaði því í síðasta sæti í þeirri grein en hætti þó ekki keppni þann daginn heldur sýndi mikla hörku með því að snúa aftur í grein þrjú seinna um kvöldið. Leiðrétting: Ástæðan fyrir slæmri útkomu Bergrósar í annarri grein var hitaslag. Bergrós endaði síðan fyrsta daginn á því að ná sjöunda sæti í þriðju greininni sem er skírð í höfuðið á Helenu. Þar voru hlaupnir 400 metrar, þá tók við 21 sveifla með ketilbjöllur og loks endaði hringurinn á tólf upplyftingum á slá en þetta var síðan endurtekið þrisvar sinnum. Bergrós sýndi frá því á samfélagsmiðlum þegar hún skráði sig til leiks og fékk um leið afhent öll fötin sem hún keppir í á heimsleikunum. Hún sýndi meðal annars mynd af öllum fötunum saman og þau tóku allt rúmið hennar. Þetta má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að skorta keppnisföt á næstu dögum en keppnin heldur áfram í dag. Breki Þórðarson keppir í flokki fatlaðra, svokölluðum Upper Extremity flokki, en það vantar framan á aðra höndina hans. Breki byrjaði einnig mjög vel og náði öðru sæti í lyftingagreininni. Hann varð síðan síðastur í grein tvö og datt niður í þriðja sætið í heildarkeppninni. Í þriðju greininni náði hann fjórða besta árangrinum og deilir nú fjórða sætinu með Bandaríkjamanninum Samuel Pera. Casey Acree frá Bandaríkjunum virðist vera í sérflokki en hann hefur unnið fyrstu þrjár greinarnar.
CrossFit Mest lesið Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Íslenski boltinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Fótbolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Fótbolti Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Fótbolti Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Fótbolti Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Fótbolti „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Fótbolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur tylla sér á toppinn Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Monaco - Man. City | Haaland og félagar í furstadæminu Arsenal - Olympiacos | Grísk heimsókn á Emirates Barcelona - PSG | Stórleikur í Katalóníu Keflavík - Valur | Hörkuleikur í Blue-höllinni Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Sjá meira