Sofa með barnið í tjaldi á pallinum Eiður Þór Árnason skrifar 1. ágúst 2023 07:36 Húsið er í Vallarhverfinu í Hafnarfirði. Vísir/Vilhelm Þriggja manna fjölskylda hefur búið úti í tjaldi við húsið sitt á Völlunum í Hafnarfirði í um þrjár vikur. Íbúð þeirra er sögð óíbúðarhæf vegna myglu, raka, leka og fleiri galla en hjónin keyptu húsið árið 2008. Þau segjast hafa verið blekkt og afhent fokhelt hús sem þau hafi talið vera fullbúið. Mbl.is greinir frá þessu en mikil lekavandamál uppgötvuðust árið 2011. Sæmundur Jóhannsson telur sig og Ester Erlingsdóttur hafa tapað á bilinu 50 til 55 milljónum króna vegna galla á fasteigninni. Þau gisti nú í tjaldi ásamt níu ára syni þeirra. Hjónin höfðuðu mál gegn seljendum hússins og byggingastjóra þess sem voru dæmd árið 2013 til að greiða 510.645 krónur vegna rakasperru sem var vitlaust sett upp. Niðurstaða héraðsdóms var þrátt fyrir það á þá leið að kaupendum hafi átt að liggja ljóst fyrir að húsið væri einungis fokhelt þegar gengið var frá sölunni og ekki hlotið lokaúttekt. Ekki séð neitt óeðlilegt Sæmundur segir í samtali við mbl.is að seljendur hafi áður átt heima í húsinu og ekkert hafi gefið til kynna að húsið væri ekki fulltilbúið þegar hjónin skoðuðu eignina fyrir kaupin. Parket hafi verið á gólfi, ísskápur fylgt með og fjölskyldan flutt inn. Hann og Ester hafi aldrei ætlað að kaupa fokhelt hús og þau ekki komist að sannleikanum fyrr en árið 2012. Hafi þau vitað að húsið væri einungis fokhelt hafi þau beðið um útlistun á því hvað ætti eftir að taka út og gera. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu en í frétt mbl.is segir Sæmundur að fram hafi komið í vitnisburði fasteignasalans fyrir héraðsdómi að hann hafi talið sig vera að selja fjölskyldunni fullbúið hús. Á sama tíma segi eigandinn það ekki fara milli mála að einungis hafi verið um fokhelt hús að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð og vísar nú til nýrrar fréttar Vísis af málinu. Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Mbl.is greinir frá þessu en mikil lekavandamál uppgötvuðust árið 2011. Sæmundur Jóhannsson telur sig og Ester Erlingsdóttur hafa tapað á bilinu 50 til 55 milljónum króna vegna galla á fasteigninni. Þau gisti nú í tjaldi ásamt níu ára syni þeirra. Hjónin höfðuðu mál gegn seljendum hússins og byggingastjóra þess sem voru dæmd árið 2013 til að greiða 510.645 krónur vegna rakasperru sem var vitlaust sett upp. Niðurstaða héraðsdóms var þrátt fyrir það á þá leið að kaupendum hafi átt að liggja ljóst fyrir að húsið væri einungis fokhelt þegar gengið var frá sölunni og ekki hlotið lokaúttekt. Ekki séð neitt óeðlilegt Sæmundur segir í samtali við mbl.is að seljendur hafi áður átt heima í húsinu og ekkert hafi gefið til kynna að húsið væri ekki fulltilbúið þegar hjónin skoðuðu eignina fyrir kaupin. Parket hafi verið á gólfi, ísskápur fylgt með og fjölskyldan flutt inn. Hann og Ester hafi aldrei ætlað að kaupa fokhelt hús og þau ekki komist að sannleikanum fyrr en árið 2012. Hafi þau vitað að húsið væri einungis fokhelt hafi þau beðið um útlistun á því hvað ætti eftir að taka út og gera. Ekki eru öll kurl komin til grafar í málinu en í frétt mbl.is segir Sæmundur að fram hafi komið í vitnisburði fasteignasalans fyrir héraðsdómi að hann hafi talið sig vera að selja fjölskyldunni fullbúið hús. Á sama tíma segi eigandinn það ekki fara milli mála að einungis hafi verið um fokhelt hús að ræða. Fréttin hefur verið uppfærð og vísar nú til nýrrar fréttar Vísis af málinu.
Hafnarfjörður Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira