Drapst eftir ákafar samfarir með bróður sínum Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2023 11:02 Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst af áverkum sínum. Mote Sækýrin Hugh drapst eftir að hafa stundað ákaft kynlíf með bróður sínum, Buffett, í heilan dag á sædýrasafninu Mote Marine Laboratory & Aquarium í Flórída. Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að krufning á 38 ára gömlu sækúnni Hugh, sem lést 29. apríl síðastliðinn, hefði leitt í ljós að hann hefði drepist vegna áverkasára. Meðal áverkanna sem drógu Hugh til dauða var 14,5 sentímetra rifa í ristli hans. Sama dag og Hugh drapst hafði fundist ferskt blóð í saursýni sem var tekið frá Hugh eftir samfarir bræðranna. Þrátt fyrir að hafa fundið blóðið leyfðu starfsmenn sædýrasafnsins bræðrunum að halda áfram áköfum samskiptum sínum út daginn. Að sögn starfsmanna var sækúnum ekki stíað í sundur til að valda þeim ekki kvíða. Fannst hreyfingarlaus á botninum Rétt eftir lokun safnsins, korter yfir fimm síðdegis, eftir síðustu samfarir bræðranna fannst Hugh hreyfingarlaus á botni laugarinnar. „Það var staðfest að hann hefði drepist,“ sagði í tilkynningu landbúnaðarráðuneytisins. Starfsmenn sædýrasafnsins sögðu að sækýrnar tvær, einu sækýr safnsins, hefðu sýnt „náttúrulega“ mökunarhegðun í tvo mánuði áður en Hugh drapst. Það var í fyrsta skipti sem dýrin áttu í einhvers konar nánum samskiptum hvort við annað. Landbúnaðarráðuneytið segir að starfsmenn safnsins hefðu ekki sinnt skyldum sínum við að vernda sækúna. Giskaði á réttan sigurvegara Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst en hann fæddist í sædýrasafni í Miami og kom til Mote í Sarasota í Flórída árið 1996. Hugh var landsþekktur í Bandaríkjunum en hann og Bufett tóku þátt í fjölmörgum rannsóknum sem voru gerðar til að rannsaka og verja sækúastofna. Hugh var þekktur sem ein af sækúnum sem spáði réttilega um Super Bowl sigurvegara í NFL, bandarísku ruðningsdeildinni. Hann giskaði réttilega á að Kansas City Chiefs myndu vinna titilinn í ár. Þá sögðu starfsmenn sædýrasafnsins að Hugh hefði giskað sex sinnum á réttan sigurvegara. Hér fyrir neðan má sjá hann giska rétt á að New England Patriots myndu vinna Super Bowl fyrir sex árum: Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að krufning á 38 ára gömlu sækúnni Hugh, sem lést 29. apríl síðastliðinn, hefði leitt í ljós að hann hefði drepist vegna áverkasára. Meðal áverkanna sem drógu Hugh til dauða var 14,5 sentímetra rifa í ristli hans. Sama dag og Hugh drapst hafði fundist ferskt blóð í saursýni sem var tekið frá Hugh eftir samfarir bræðranna. Þrátt fyrir að hafa fundið blóðið leyfðu starfsmenn sædýrasafnsins bræðrunum að halda áfram áköfum samskiptum sínum út daginn. Að sögn starfsmanna var sækúnum ekki stíað í sundur til að valda þeim ekki kvíða. Fannst hreyfingarlaus á botninum Rétt eftir lokun safnsins, korter yfir fimm síðdegis, eftir síðustu samfarir bræðranna fannst Hugh hreyfingarlaus á botni laugarinnar. „Það var staðfest að hann hefði drepist,“ sagði í tilkynningu landbúnaðarráðuneytisins. Starfsmenn sædýrasafnsins sögðu að sækýrnar tvær, einu sækýr safnsins, hefðu sýnt „náttúrulega“ mökunarhegðun í tvo mánuði áður en Hugh drapst. Það var í fyrsta skipti sem dýrin áttu í einhvers konar nánum samskiptum hvort við annað. Landbúnaðarráðuneytið segir að starfsmenn safnsins hefðu ekki sinnt skyldum sínum við að vernda sækúna. Giskaði á réttan sigurvegara Hugh var 38 ára gamall þegar hann drapst en hann fæddist í sædýrasafni í Miami og kom til Mote í Sarasota í Flórída árið 1996. Hugh var landsþekktur í Bandaríkjunum en hann og Bufett tóku þátt í fjölmörgum rannsóknum sem voru gerðar til að rannsaka og verja sækúastofna. Hugh var þekktur sem ein af sækúnum sem spáði réttilega um Super Bowl sigurvegara í NFL, bandarísku ruðningsdeildinni. Hann giskaði réttilega á að Kansas City Chiefs myndu vinna titilinn í ár. Þá sögðu starfsmenn sædýrasafnsins að Hugh hefði giskað sex sinnum á réttan sigurvegara. Hér fyrir neðan má sjá hann giska rétt á að New England Patriots myndu vinna Super Bowl fyrir sex árum:
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira