Biskupabrölt Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar 28. júlí 2023 17:00 Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð. Ég fékk að flytja bæn í útimessu á Laugardalsvelli sem fulltrúi Fríkirkjunnar í Reykjavík og mikið var kalt en ég var stolt af því að fá að taka þátt í þessum viðburði. Bænir mínar voru um heilbrigði þjóðar og heilbrigðis starfsmenn. Þá var mér hugsað til fyrrum biskupa kirkjunnar eins og Brynjólfs biskups í Skálholti og Sigurbjörns Einarssonar sem var eins og árlegur gestur heima í stofu í minni bernsku og ekki mátti anda þegar hann talaði til okkar í gegnum viðtækin à aðfangadagskvöld. Síðan eru liðin mörg ár og biskupar hafa gerst brotlegir. Þjóðkirkjan hefur síðan fengið meira frelsi frá ríkisvaldinu og ræður nú yfir fjármálum og starfsmannahaldi sínu. Eða er það svo? Prestar eru ekki lengur embættismenn. Aðhaldsaðgerðir stofnunarinnar hafa verið töluverðar þar sem sóknir eru sameinaðar og eignir seldar. Biskupsstofa hefur flutt starfsemi sína all nokkrum sinnum à undanförnum árum. Upp er komið einkennilegt mál um framlengingu á ráðningu biskups. Hver bendir á annan og gömlum og nýjum lögum er kennt um. Nú er það vandi þjóðkirkjunnar að vilja bæði vera óháð ríkisvaldinu og sjálfstæð stofnun á sama tíma, en kenna samt löggjöf ríkisins um embættisstöðu biskups. Fjölmiðlar reyna að fá svör og til svara eru löglærðir menn og konur og aðrir sem kenna ríkis löggjöf um. Kirkjuþing hefur eitthvert hlutverk en það er líka óljóst. Allir óþarfa forystumenn kirkjunnar þegja þunnu hljóði, biskup og vígslubiskupar. Almenningur skynjar að eitthvað er óhreint í þessu pokahorni. Nú þegar eldar brenna hér à Íslandi og jörðin stikknar um allan heim vegna loftslags vandamála. Stríð geisar í Evrópu þurfum við að treysta Guði og iðka okkar trú sem aldrei fyrr. Mikið er èg glöð að tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, trúfélagi sem þarf enga biskupa. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Það var árið 2000 og við fögnuðum þúsund ára kristnitöku á Íslandi. Haldin var mikil hátíð. Ég fékk að flytja bæn í útimessu á Laugardalsvelli sem fulltrúi Fríkirkjunnar í Reykjavík og mikið var kalt en ég var stolt af því að fá að taka þátt í þessum viðburði. Bænir mínar voru um heilbrigði þjóðar og heilbrigðis starfsmenn. Þá var mér hugsað til fyrrum biskupa kirkjunnar eins og Brynjólfs biskups í Skálholti og Sigurbjörns Einarssonar sem var eins og árlegur gestur heima í stofu í minni bernsku og ekki mátti anda þegar hann talaði til okkar í gegnum viðtækin à aðfangadagskvöld. Síðan eru liðin mörg ár og biskupar hafa gerst brotlegir. Þjóðkirkjan hefur síðan fengið meira frelsi frá ríkisvaldinu og ræður nú yfir fjármálum og starfsmannahaldi sínu. Eða er það svo? Prestar eru ekki lengur embættismenn. Aðhaldsaðgerðir stofnunarinnar hafa verið töluverðar þar sem sóknir eru sameinaðar og eignir seldar. Biskupsstofa hefur flutt starfsemi sína all nokkrum sinnum à undanförnum árum. Upp er komið einkennilegt mál um framlengingu á ráðningu biskups. Hver bendir á annan og gömlum og nýjum lögum er kennt um. Nú er það vandi þjóðkirkjunnar að vilja bæði vera óháð ríkisvaldinu og sjálfstæð stofnun á sama tíma, en kenna samt löggjöf ríkisins um embættisstöðu biskups. Fjölmiðlar reyna að fá svör og til svara eru löglærðir menn og konur og aðrir sem kenna ríkis löggjöf um. Kirkjuþing hefur eitthvert hlutverk en það er líka óljóst. Allir óþarfa forystumenn kirkjunnar þegja þunnu hljóði, biskup og vígslubiskupar. Almenningur skynjar að eitthvað er óhreint í þessu pokahorni. Nú þegar eldar brenna hér à Íslandi og jörðin stikknar um allan heim vegna loftslags vandamála. Stríð geisar í Evrópu þurfum við að treysta Guði og iðka okkar trú sem aldrei fyrr. Mikið er èg glöð að tilheyra Fríkirkjunni í Reykjavík, trúfélagi sem þarf enga biskupa. Höfundur er læknir.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun