Ekki víst að allir haldi vinnunni hjá Brim Lovísa Arnardóttir skrifar 28. júlí 2023 13:01 Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri hjá Brim, segir að ekki verði hægt að finna öllum vinnu en að þeim sé boðin vinna. Vísir/Vilhelm Alls missir 31 vinnuna við sameiningu fiskvinnslu Brims í Hafnarfirði og Reykjavík. Starfsfólki hefur verið boðin vinna í Reykjavík en ólíklegt er að allir fái vinnu. Formaður stéttarfélags segir fólk hafa tekið uppsögninni ágætlega og hafi líklega búist við þessu. Framkvæmdastjóri Brims, Ægir Páll Friðbertsson, segir að líklegi verði ekki hægt að finna starf fyrir alla þá 31 starfsmenn fiskvinnslunnar Kambs sem var sagt upp í gær. Uppsögnina má rekja til sameiningar fiskvinnslunnar Kambs í Hafnarfirði við fiskvinnslu Brims í Grandagarði í Reykjavík en Brim keypti Kamb árið 2019. Alls eru um 700 stöðugildi í heildina á ári hjá fyrirtækinu. Brim keypti botnfiskvinnslu Kambs í Hafnarfirði árið 2019 en hún sameinast nú vinnslu þeirra í Reykjavík. Með sameiningunni missir 31 starfsmaður Kambs vinnuna en fram kemur í tilkynningu að leitast verði eftir því að finna þeim starf í Reykjavík eða á öðrum starfsstöðvum Brims. Ægir Páll segir helstu ástæðu sameiningarinnar vera skertar aflaheimildir á þorski, samkeppnisstaða við erlendar fiskvinnslur og verðhækkanir. „Okkar hugmynd er að hagræða og sameina í Reykjavík.“ Verða ekki fyrir tekjumissi haldi þau vinnunni Flestir sem var sagt upp voru í fullri vinnu og verði þeim fundið sambærilegt starf gerir Ægir ráð fyrir því að þau verði ekki fyrir neinum tekjumissi. „Við munum leitast við að bjóða þeim sambærileg störf hjá Brim,“ segir Ægir og að hann eigi til að það verði til viðbótarstörf í vinnslunni í Reykjavík. „Við gefum okkur þrjá mánuði í þetta, til lok október, að vinna úr þessum málum. Þetta eru alltaf erfiðar ákvarðanir, að loka vinnustað. Það var það í þessu tilfelli líka, eins og alltaf.“ Hann á þó ekki von á því að allir fái vinnu. „Þetta er hagræðingaraðgerði og á ekki á von á öðru en við getum auðvitað aldrei lofað öllum vinnu, en stórum hluta,“ segir Ægir að lokum. Gæta að réttindum fólks Starfsfólkið sem missti vinnuna er nærri allt í verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Formaður félagsins Eyþór Þ. Árnason segir uppsögnina högg en að fólk hafi tekið þessu ágætlega. Hann segir að forsvarsmenn Kambs hafi haft samband við hann fyrir rúmri viku og farið yfir stöðuna. Hann segir uppsögnina samkvæmt bókinni en að félagið muni fylgja málinu eftir og tryggja að gætt verði að réttindum fólks. Eyþór Þ. Árnason, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir starfsfólk hafa búist við þessum breytingum. Mynd/Aðsend „Flestir eru með tveggja eða þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þeim er allflestum boðin vinna og beðin um að fylla út eyðublað um áhuga um að starfa áfram hjá Brim,“ segir Eyþór og að hann eigi von á því að fólk haldi sínum launakjörum og réttindum. Auk þess hafi samgöngustyrk bætt við fyrir þau sem búa til dæmis í Hafnarfirði. „Ég er alls ekki viss um að allir muni halda vinnunni en það er vinna í boði inn í Norðurgarði fyrir rúmlega helming, en ég segi það án ábyrgðar,“ segir Eyþór sem var viðstaddur uppsögnina og talaði við fólk eftir að þeim hafði verið tilkynnt um hana. Hann segir þetta þriðju fiskvinnsluna sem lokar á þessu ári í Hafnarfirði og hefur áhyggjur af stöðunni. „Það er búið að loka smærri fiskvinnslum hér í Hafnarfirði. Þá er ég að tala um með fimm til tíu starfsmenn, ekkert eins og hjá Kambi þar sem er 31 starfsgildi sem er verið að leggja niður. Ég veit til þess að tvær eða þrjár hafi hætt og það er dálítið þungt hljóðið í þeim sem eru með fiskvinnslu hér í Hafnarfirði,“ segir Eyþór og að þar hafi hátt verð á hráefni haft mikil áhrif. Hann segist sjá eftir vinnslunni í Hafnarfirði og að þetta sé stærsta höggið af þeim sem hafi verið að loka eða fækka starfsfólki. „Á fundinum í gær fannst mér andrúmsloftið ekki þungt eða þrúgað. Mér fannst eins og þetta kæmi þeim ekki á óvart. Þetta er alltaf leiðinlegt en það var ekki þungt yfir,“ segir Eyþór og að eflaust hafi það áhrif að atvinnuhorfur í samfélaginu séu ágætar og að fólki hafi verið boðið að sækja um hjá Brim í Reykjavík. Hann segir félagið fylgja málinu eftir. Vinnslan loki í lok október og að þangað til fylgist félagið vel með. Sjávarútvegur Brim Vinnumarkaður Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Lokar fiskvinnslu í Hafnarfirði og segir upp þorra starfsfólks Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí. 27. júlí 2023 17:30 Sjávarútvegurinn er ekki undanþeginn lögum Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. 24. júlí 2023 12:00 Gefur lítið fyrir gagnrýni Guðmundar en kallar eftir auknu fjármagni Forstjóri Brims segir að þær upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir frá félaginu verði ekki afhentar, þar sem félagið telji að samningur eftirlitsins við matvælaráðuneytið sé óeðlilegur. Upplýsingarnar liggi fyrir, en málið snúist um prinsipp. Forstjóri eftirlitsins segir samninginn ekki óvenjulegan að neinu leyti, en segir þörf á algjörri umbyltingu á rekstrarformi eftirlitsins. 20. júlí 2023 15:01 Brim gert að greiða dagsektir Samkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun um að beita Brim hf. dagsektum þar sem fyrirtækið hefur ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfirstandandi athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar-og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. júlí 2023 16:33 Kæra dagsektirnar og hyggjast ekki afhenda gögnin í bili Útgerðarfélagið Brim hf. hyggst ekki afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn í tengslum við rannsókn á stjórnunar- og eignartengslum fyrirtækja í sjávarútvegi fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur tekið málið fyrir. 20. júlí 2023 07:29 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Brims, Ægir Páll Friðbertsson, segir að líklegi verði ekki hægt að finna starf fyrir alla þá 31 starfsmenn fiskvinnslunnar Kambs sem var sagt upp í gær. Uppsögnina má rekja til sameiningar fiskvinnslunnar Kambs í Hafnarfirði við fiskvinnslu Brims í Grandagarði í Reykjavík en Brim keypti Kamb árið 2019. Alls eru um 700 stöðugildi í heildina á ári hjá fyrirtækinu. Brim keypti botnfiskvinnslu Kambs í Hafnarfirði árið 2019 en hún sameinast nú vinnslu þeirra í Reykjavík. Með sameiningunni missir 31 starfsmaður Kambs vinnuna en fram kemur í tilkynningu að leitast verði eftir því að finna þeim starf í Reykjavík eða á öðrum starfsstöðvum Brims. Ægir Páll segir helstu ástæðu sameiningarinnar vera skertar aflaheimildir á þorski, samkeppnisstaða við erlendar fiskvinnslur og verðhækkanir. „Okkar hugmynd er að hagræða og sameina í Reykjavík.“ Verða ekki fyrir tekjumissi haldi þau vinnunni Flestir sem var sagt upp voru í fullri vinnu og verði þeim fundið sambærilegt starf gerir Ægir ráð fyrir því að þau verði ekki fyrir neinum tekjumissi. „Við munum leitast við að bjóða þeim sambærileg störf hjá Brim,“ segir Ægir og að hann eigi til að það verði til viðbótarstörf í vinnslunni í Reykjavík. „Við gefum okkur þrjá mánuði í þetta, til lok október, að vinna úr þessum málum. Þetta eru alltaf erfiðar ákvarðanir, að loka vinnustað. Það var það í þessu tilfelli líka, eins og alltaf.“ Hann á þó ekki von á því að allir fái vinnu. „Þetta er hagræðingaraðgerði og á ekki á von á öðru en við getum auðvitað aldrei lofað öllum vinnu, en stórum hluta,“ segir Ægir að lokum. Gæta að réttindum fólks Starfsfólkið sem missti vinnuna er nærri allt í verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnarfirði. Formaður félagsins Eyþór Þ. Árnason segir uppsögnina högg en að fólk hafi tekið þessu ágætlega. Hann segir að forsvarsmenn Kambs hafi haft samband við hann fyrir rúmri viku og farið yfir stöðuna. Hann segir uppsögnina samkvæmt bókinni en að félagið muni fylgja málinu eftir og tryggja að gætt verði að réttindum fólks. Eyþór Þ. Árnason, formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir starfsfólk hafa búist við þessum breytingum. Mynd/Aðsend „Flestir eru með tveggja eða þriggja mánaða uppsagnarfrest. Þeim er allflestum boðin vinna og beðin um að fylla út eyðublað um áhuga um að starfa áfram hjá Brim,“ segir Eyþór og að hann eigi von á því að fólk haldi sínum launakjörum og réttindum. Auk þess hafi samgöngustyrk bætt við fyrir þau sem búa til dæmis í Hafnarfirði. „Ég er alls ekki viss um að allir muni halda vinnunni en það er vinna í boði inn í Norðurgarði fyrir rúmlega helming, en ég segi það án ábyrgðar,“ segir Eyþór sem var viðstaddur uppsögnina og talaði við fólk eftir að þeim hafði verið tilkynnt um hana. Hann segir þetta þriðju fiskvinnsluna sem lokar á þessu ári í Hafnarfirði og hefur áhyggjur af stöðunni. „Það er búið að loka smærri fiskvinnslum hér í Hafnarfirði. Þá er ég að tala um með fimm til tíu starfsmenn, ekkert eins og hjá Kambi þar sem er 31 starfsgildi sem er verið að leggja niður. Ég veit til þess að tvær eða þrjár hafi hætt og það er dálítið þungt hljóðið í þeim sem eru með fiskvinnslu hér í Hafnarfirði,“ segir Eyþór og að þar hafi hátt verð á hráefni haft mikil áhrif. Hann segist sjá eftir vinnslunni í Hafnarfirði og að þetta sé stærsta höggið af þeim sem hafi verið að loka eða fækka starfsfólki. „Á fundinum í gær fannst mér andrúmsloftið ekki þungt eða þrúgað. Mér fannst eins og þetta kæmi þeim ekki á óvart. Þetta er alltaf leiðinlegt en það var ekki þungt yfir,“ segir Eyþór og að eflaust hafi það áhrif að atvinnuhorfur í samfélaginu séu ágætar og að fólki hafi verið boðið að sækja um hjá Brim í Reykjavík. Hann segir félagið fylgja málinu eftir. Vinnslan loki í lok október og að þangað til fylgist félagið vel með.
Sjávarútvegur Brim Vinnumarkaður Hafnarfjörður Reykjavík Tengdar fréttir Lokar fiskvinnslu í Hafnarfirði og segir upp þorra starfsfólks Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí. 27. júlí 2023 17:30 Sjávarútvegurinn er ekki undanþeginn lögum Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. 24. júlí 2023 12:00 Gefur lítið fyrir gagnrýni Guðmundar en kallar eftir auknu fjármagni Forstjóri Brims segir að þær upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir frá félaginu verði ekki afhentar, þar sem félagið telji að samningur eftirlitsins við matvælaráðuneytið sé óeðlilegur. Upplýsingarnar liggi fyrir, en málið snúist um prinsipp. Forstjóri eftirlitsins segir samninginn ekki óvenjulegan að neinu leyti, en segir þörf á algjörri umbyltingu á rekstrarformi eftirlitsins. 20. júlí 2023 15:01 Brim gert að greiða dagsektir Samkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun um að beita Brim hf. dagsektum þar sem fyrirtækið hefur ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfirstandandi athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar-og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. júlí 2023 16:33 Kæra dagsektirnar og hyggjast ekki afhenda gögnin í bili Útgerðarfélagið Brim hf. hyggst ekki afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn í tengslum við rannsókn á stjórnunar- og eignartengslum fyrirtækja í sjávarútvegi fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur tekið málið fyrir. 20. júlí 2023 07:29 Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Lokar fiskvinnslu í Hafnarfirði og segir upp þorra starfsfólks Forsvarsmenn sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. áforma að sameina botnfiskvinnslu Fiskvinnslunnar Kambs ehf. í Hafnarfirði við botnfiskvinnslu Brims hf. í Norðurgarði í Reykjavík. Áætlað er að hætta fiskvinnslu í Hafnarfirði í síðasta lagi 30. október næstkomandi og verður því flestum eða 31 starfsmanni Fiskvinnslunnar Kambs sagt upp störfum með samningsbundnum fyrirvara, frá og með 27. júlí. 27. júlí 2023 17:30
Sjávarútvegurinn er ekki undanþeginn lögum Óánægja Brim hf. og annarra aðila sem hafa sérhagsmuna að gæta við ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að setja dagsektir á Brim hefur verið í deiglunni síðustu daga. 24. júlí 2023 12:00
Gefur lítið fyrir gagnrýni Guðmundar en kallar eftir auknu fjármagni Forstjóri Brims segir að þær upplýsingar sem Samkeppniseftirlitið hefur kallað eftir frá félaginu verði ekki afhentar, þar sem félagið telji að samningur eftirlitsins við matvælaráðuneytið sé óeðlilegur. Upplýsingarnar liggi fyrir, en málið snúist um prinsipp. Forstjóri eftirlitsins segir samninginn ekki óvenjulegan að neinu leyti, en segir þörf á algjörri umbyltingu á rekstrarformi eftirlitsins. 20. júlí 2023 15:01
Brim gert að greiða dagsektir Samkeppniseftirlitið hefur tekið ákvörðun um að beita Brim hf. dagsektum þar sem fyrirtækið hefur ekki enn veitt mikilvægar upplýsingar og gögn sem óskað var eftir í tengslum við yfirstandandi athugun Samkeppniseftirlitsins á stjórnunar-og eignatengslum fyrirtækja í sjávarútvegi. 19. júlí 2023 16:33
Kæra dagsektirnar og hyggjast ekki afhenda gögnin í bili Útgerðarfélagið Brim hf. hyggst ekki afhenda Samkeppniseftirlitinu gögn í tengslum við rannsókn á stjórnunar- og eignartengslum fyrirtækja í sjávarútvegi fyrr en áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur tekið málið fyrir. 20. júlí 2023 07:29