Hallgrímur: „Við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. júlí 2023 21:41 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA einbeittur Vísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var að vonum ánægður með 3-1 sigur sinna manna gegn Dundalk FC frá Írlandi. Þetta var fyrri viðureign liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar en seinni leikur liðanna fer fram 3. ágúst á Írlandi. „Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“ Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
„Ég er bara gríðarlega ánægður, sterkur sigur á móti mjög flottu atvinnumannaliði hérna á okkur „heimavelli“ hérna í Úlfarsárdalnum. Vorum mjög skilvirkir í dag, skorum þrjú frábær mörk, man eftir einu öðru svona góðu færi þar sem boltinn fór í slána. Annars vorum við flottir, nýttum okkar sénsa og spiluðum á köflum vel“ - sagði þjálfarinn að leik loknum. KA fer út til Írlands með tveggja marka forystu og þrátt fyrir að vera heilt yfir ánægður með spilamennsku sinna manna segir Hallgrímur alltaf rými til bætingar. „Við þurfum að spila boltanum betur úti. Þora að spila meira fram á við og svo erum við að leyfa þeim alltof margar fyrirgjafir fyrir minn smekk. Þetta eru hlutir sem að við þurfum að vinna í og við erum gríðarlega ánægðir með góð úrslit en það er bara hálfleikur.“ KA-menn þurfa að þora að halda boltanum Öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik, KA menn féllu svolítið aftar á völlinn í seinni hálfleik og spiluðu boltanum minna á milli sín. „Ég hefði viljað sjá okkur þora að spila boltanum meira í seinni hálfleik, það vantaði líka smá hreyfingu, menn orðnir þreyttir en leiðin okkar til að fara áfram gegn þessu liði er að láta boltann ganga, þora að halda í hann og ekki fara endalaust í langa bolta.“ Færeyingurinn Jóan Simun Edmundsson er nýgenginn til liðs við KA og spilaði sínar fyrstu mínútur með liðinu í kvöld. „Hann er bara að byrja og fékk nokkrar mínútur. Ég var bara gríðarlega ánægður fyrir hans hönd og ánægður að fá hann inn á, svo kemur hann bara rólega inn í þetta hjá okkur en þetta er mjög flottur leikmaður.“ sagði Hallgrímur um leikmanninn knáa. Ekkert fast í hendi þrátt fyrir tveggja marka forskot Þrátt fyrir að leiða einvígið með tveimur mörkum segir Hallgrímur að hans menn þurfi að gefa allt sitt í seinni leikinn. Hann fer fögrum orðum um Dundalk FC og gerir ráð fyrir hörku viðureign næstkomandi fimmtudag. „Það er bara þannig, þetta er alvöru lið. Hörkulið sem hefur farið í riðlakeppnina tvisvar, þetta er alvöru atvinnumannalið og það verður hörku viðureign á Írlandi. En það sem við þurfum að gera er að spila boltanum, láta hann ganga og refsa þeim. Þeir þurfa að koma ofar og þurfa að skora mörk en við ætlum okkur að fara út, skora gegn þeim og fara áfram.“
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Tengdar fréttir Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15 Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Umfjöllum: KA - Dundalk 3-1 | KA í góðri stöðu KA vann Dundalk frá Írlandi 3-1 í fyrri leik liðanna í annarri umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Bjarni Aðalsteinsson opnaði markareikninginn fyrir KA, Daniel Kelly jafnaði svo fyrir gestina skömmu síðar áður en Sveinn Margeir Hauksson skoraði tvö mörk til viðbótar fyrir KA. 27. júlí 2023 20:15
Þjálfari Dundalk: „Allir sem horfðu á leikinn sáu að við vorum mun betri aðilinn“ „Ég er bara pirraður, mér fannst við stjórna þessum leik frá upphafi til enda. Þetta er versta mögulega niðurstaða þegar litið er á frammistöðuna í þessum leik“, sagði Stephen O‘Donnell, þjálfari Dundalk FC, eftir 3-1 tap liðsins gegn KA. 27. júlí 2023 20:58