Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. júlí 2023 15:01 Gordon Ramsay er Íslandsvinur mikill og óhræddur við að prófa nýja veitingastaði í Reykjavík. EPA/TOUSSAINT KLUITERS Sjónvarpskokkurinn Gordon Ramsay var óvæntur gestur á veitingastaðnum OTO á Hverfisgötu í gærkvöldi. Eigandinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir. „Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Sjá meira
„Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gordon Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eiginlega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í alvörunni hann,“ segir Sigurður Laufdal, kokkur, í samtali við Vísi. Veitingastaðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meirihluti gesta hafi hingað til verið Íslendingar. Því hafi það komið sér vel á óvart að sjónvarpskokkurinn hafi bókað borð. „Það hlýtur einhver að hafa bent honum á okkur eða eitthvað, hann hefur heyrt þetta einhvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í laxveiðiferð ásamt félögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir matreiðslumenn. Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal Vildi fá mynd af sér með kokkinum „Svo var hann bara kominn inn í eldhús til okkar og lét eiginlega bara eins og heima hjá sér. Hann var allavega ánægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Íslandi. Auðvitað setur maður á það smá fyrirvara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi. Hann segir að félagar Gordon Ramsay hafi fylgt honum inn í eldhúsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og einhverjir svo fylgt honum á samfélagsmiðlinum Instagram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala. „Ég vissi ekkert hver það var en Gordon hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svakalega stór kokkur,“ segir Siggi. „Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tækifærið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfsliðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúrulega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“ Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjónvarpskokkinn hve lengi föruneytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að matreiðslumennirnir skemmti sér konunglega. Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal
Matur Veitingastaðir Reykjavík Íslandsvinir Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Sjá meira