Lífið

Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Gordon Ramsay er Íslandsvinur mikill og óhræddur við að prófa nýja veitingastaði í Reykjavík.
Gordon Ramsay er Íslandsvinur mikill og óhræddur við að prófa nýja veitingastaði í Reykjavík. EPA/TOUSSAINT KLUITERS

Sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay var ó­væntur gestur á veitinga­staðnum OTO á Hverfis­götu í gær­kvöldi. Eig­andinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.

„Ég var að fara yfir bókanirnar fyrir kvöldið og sá þá nafnið, Gor­don Ramsay. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitt­hvað rugl. Svo fór ég að skoða þetta betur og þá fór nú eigin­lega bara ekkert á milli mála að þetta væri bara í al­vörunni hann,“ segir Sigurður Lauf­dal, kokkur, í sam­tali við Vísi.

Veitinga­staðinn opnaði hann fyrir rúmum þremur mánuðum síðan og segir Sigurður að meiri­hluti gesta hafi hingað til verið Ís­lendingar. Því hafi það komið sér vel á ó­vart að sjón­varpskokkurinn hafi bókað borð.

„Það hlýtur ein­hver að hafa bent honum á okkur eða eitt­hvað, hann hefur heyrt þetta ein­hvers staðar,“ segir Sigurður hlæjandi. Hann segist hafa farið sjálfur með matinn til kokksins, sem er hér í för í lax­veiði­ferð á­samt fé­lögum, sem margir hverjir eru einnig annálaðir mat­reiðslu­menn.

Gordon var meira en til í að vera á mynd með starfsfólki veitingastaðarins. Sigurður Laufdal

Vildi fá mynd af sér með kokkinum

„Svo var hann bara kominn inn í eld­hús til okkar og lét eigin­lega bara eins og heima hjá sér. Hann var alla­vega á­nægður með matinn og sagði þetta besta mat sem hann hefur smakkað á Ís­landi. Auð­vitað setur maður á það smá fyrir­vara, hann var kannski bara að vera kurteis, en þetta sagði hann!“ segir Siggi hlæjandi.

Hann segir að fé­lagar Gor­don Ramsay hafi fylgt honum inn í eld­húsið. Margir hverjir hafi beðið Sigga um nafn og ein­hverjir svo fylgt honum á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram, meðal annars Matt Moran, einn frægasti kokkur Ástrala.

„Ég vissi ekkert hver það var en Gor­don hvíslaði því að mér þegar hann heyrði ekki til að þetta væri svaka­lega stór kokkur,“ segir Siggi.

„Svo stóðst ég ekki mátið og nýtti tæki­færið til að biðja um mynd af honum með okkur í starfs­liðinu. Hann var meira en til í það, ég þorði náttúru­lega ekkert að biðja um mynd af mér einum með honum en svo fór hann bara fram á það sjálfur.“

Sigurður segist ekki hafa þorað að spyrja sjón­varpskokkinn hve lengi föru­neytið hyggist dvelja á landinu. Til standi að vera hér við veiði næstu daga og ljóst að mat­reiðslu­mennirnir skemmti sér konung­lega.

Það er ekki á hverjum degi sem gefst tækifæri til að elda ofan í einn frægasta sjónvarpskokk veraldar. Sigurður Laufdal






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.