Deilur um fíkniefni upphafið að hrottalegu manndrápi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. júlí 2023 07:00 Fólkið hittist á Íslenska rokkbarnum á horni Hólshrauns og Bæjarhrauns. Vísir/Vilhelm Átök á milli þriggja 17 til 19 ára pilta við 27 ára pólskan karlmann sem lauk með manndrápi í Hafnarfirði í apríl má rekja til deilna sem tengdust fíkniefnum. Fólkið þekktist ekkert en því hafði verið vísað af Íslenska rokkbarnum fyrir neyslu fíkniefna fyrir opnum tjöldum. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð í október. Það var á tíunda tímanum föstudagsmorguninn 21. apríl sem tilkynning barst fjölmiðlum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir eru í haldi Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. Upphaf málsins var að tilkynning barst lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöld um átök á bifreiðastæði við verslunina Fjarðarkaup á Hólshrauni. Lögreglan hélt þegar á vettvang og fann þolandann, sem var fluttur á slysadeild og úrskurðaður þar látinn skömmu síðar. Í kjölfarið voru fjórir aðilar handteknir í tengslum við málið. Manndrápið vakti eðli máls samkvæmt óhug í íslensku samfélagi. Ekki minnkaði sá óhugur þegar í ljós kom að meintir gerendur væru Íslendingar á menntaskólaaldri. Fórnarlambið var 27 ára pólskur karlmaður og ljóst að engin tengsl væru á milli mannanna. Fólk spurði sig og spyr enn, hvernig getur svona lagað gerst? Neysla fyrir opnum tjöldum Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Sá elsti, sem virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldið á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru íslensku ungmennin gestkomandi á Íslenska rokkbarnum umrætt fimmtudagskvöld í apríl. Þar var pólski karlmaðurinn sömuleiðis á ferð. Munu þau hafa sameinast í neyslu fíkniefna við borð á staðnum án þess að láta lítið fara fyrir því. Það féll í grýttan jarðveg hjá starfsfólki staðarins sem vísaði fólkinu á dyr. Íslenski rokkbarinn stendur á horni Bæjarhrauns og Hólshrauns. Síðari gatan skilur að barinn og stórt bílastæði við verslun Fjarðarkaupa. Þegar út var komið mun samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp ósætti. Mun það hafa snúist um að ungmennin hafi krafið pólska manninn um greiðslu á þeim efnum sem hann neytti með þeim inni á barnum. Í hönd fóru slagsmál sem sautján ára stúlkan tók að nokkru leyti upp á síma sinn. Um er að ræða lykilsönnunargagn í málinu. Sex stungusár Mínútulangt myndskeið af árásinni, sem stúlkan tók á símann sinn, hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir pólska manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Erfitt er að greina hníf í myndbandinu en samkvæmt ákæru lögreglu voru tíu för eftir eggvopn á úlpu mannsins. Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann í hæðnistón hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Pólski karlmaðurinn stóð í tvígang upp eftir atlögu piltanna þriggja og reyndi áfram að takast á við þá. Þar varð hann undir en hann hlaut alls sex stungusár á líkama sínum. Eitt þeirra náði inn í hjarta og skaðaði yfirborðsbláaæð og kransæð á aftanverðu hjartanu. Hann lést stuttu síðar. Átta ára hámarksrefsing fyrir yngri piltana Piltarnir þrír eru ákærðir fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Þar segir: „Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.“ Þyngsta mögulega refsing fyrir piltana sem eru undir lögaldri er átta ára fangelsi. Stúlkan er ákærð fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa ekki komið pólska karlmanninum til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Hámarksrefsing við slíku broti er tveggja ára fangelsi. Aðdragandi árásarinnar hefur verið nokkuð á huldu og ekki víst að ljós mynd fáist fyrr en dómur í málinu verður birtur nokkrum vikum eftir að aðalmeðferð lýkur. Dómari í málinu hefur ákveðið að þinghald verði lokað að kröfu verjenda ákærðu í málinu. Fjölmiðlar munu ekki geta fylgst með því sem fram kemur í dómssal. Aðilum málsins, verjendum og öðrum sem að málinu koma er meinað að tjá sig um það sem fram fer. Það verður því fyrst eftir birtingu dómsins, sem telja má líklegt að dómstóllinn hreinsi að nokkru leyti, að almenningur fái skýrari mynd á hörmungunum í Hafnarfirði að kvöldi 20. apríl. Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Það var á tíunda tímanum föstudagsmorguninn 21. apríl sem tilkynning barst fjölmiðlum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Fjórir eru í haldi Lögreglunnar höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti karlmanns á þrítugsaldri í Hafnarfirði í gær. Upphaf málsins var að tilkynning barst lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöld um átök á bifreiðastæði við verslunina Fjarðarkaup á Hólshrauni. Lögreglan hélt þegar á vettvang og fann þolandann, sem var fluttur á slysadeild og úrskurðaður þar látinn skömmu síðar. Í kjölfarið voru fjórir aðilar handteknir í tengslum við málið. Manndrápið vakti eðli máls samkvæmt óhug í íslensku samfélagi. Ekki minnkaði sá óhugur þegar í ljós kom að meintir gerendur væru Íslendingar á menntaskólaaldri. Fórnarlambið var 27 ára pólskur karlmaður og ljóst að engin tengsl væru á milli mannanna. Fólk spurði sig og spyr enn, hvernig getur svona lagað gerst? Neysla fyrir opnum tjöldum Farið var fram á gæsluvarðhald yfir öllum fjórum vegna málsins. Sá elsti, sem virðist af myndbandsupptöku og ákæru hafa haft sig mest í frammi, hefur setið í gæsluvarðhaldið á Hólmsheiði síðan. Sautján ára piltarnir hafa verið vistaðir á Stuðlum en stúlkan var látin laus þremur dögum eftir manndrápið. Samkvæmt heimildum fréttastofu voru íslensku ungmennin gestkomandi á Íslenska rokkbarnum umrætt fimmtudagskvöld í apríl. Þar var pólski karlmaðurinn sömuleiðis á ferð. Munu þau hafa sameinast í neyslu fíkniefna við borð á staðnum án þess að láta lítið fara fyrir því. Það féll í grýttan jarðveg hjá starfsfólki staðarins sem vísaði fólkinu á dyr. Íslenski rokkbarinn stendur á horni Bæjarhrauns og Hólshrauns. Síðari gatan skilur að barinn og stórt bílastæði við verslun Fjarðarkaupa. Þegar út var komið mun samkvæmt heimildum fréttastofu hafa komið upp ósætti. Mun það hafa snúist um að ungmennin hafi krafið pólska manninn um greiðslu á þeim efnum sem hann neytti með þeim inni á barnum. Í hönd fóru slagsmál sem sautján ára stúlkan tók að nokkru leyti upp á síma sinn. Um er að ræða lykilsönnunargagn í málinu. Sex stungusár Mínútulangt myndskeið af árásinni, sem stúlkan tók á símann sinn, hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarna daga. Í myndskeiðinu sést hvernig sá elsti í hópnum fellir pólska manninn í jörðina og virðist lemja hann nokkrum sinnum í búkinn. Þegar maðurinn nær honum af sér segir hann „ég stakk hann þrisvar!“ Erfitt er að greina hníf í myndbandinu en samkvæmt ákæru lögreglu voru tíu för eftir eggvopn á úlpu mannsins. Piltarnir tveir hvöttu félaga sinn áfram og spörkuðu í manninn þar sem hann lá. Þegar maðurinn nær að standa upp spyr annar piltanna hann í hæðnistón hvernig hann sé í hálsinum. Í ákæru er honum gefið að sök að hafa hótað að stinga hann í hálsinn. Pólski karlmaðurinn stóð í tvígang upp eftir atlögu piltanna þriggja og reyndi áfram að takast á við þá. Þar varð hann undir en hann hlaut alls sex stungusár á líkama sínum. Eitt þeirra náði inn í hjarta og skaðaði yfirborðsbláaæð og kransæð á aftanverðu hjartanu. Hann lést stuttu síðar. Átta ára hámarksrefsing fyrir yngri piltana Piltarnir þrír eru ákærðir fyrir brot á 211. grein almennra hegningarlaga sem fjallar um manndráp. Þar segir: „Hver, sem sviptir annan mann lífi, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 5 ár, eða ævilangt.“ Þyngsta mögulega refsing fyrir piltana sem eru undir lögaldri er átta ára fangelsi. Stúlkan er ákærð fyrir brot gegn lífi og líkama með því að hafa ekki komið pólska karlmanninum til hjálpar þar sem hann var staddur í lífsháska. Hún hafi ekki beðið ungu mennina um að hætta eða vakið athygli viðbragðsaðila sem óku hjá. Þá hafi hún ekki hringt eftir aðstoð lögreglu heldur staðið hjá og myndað atlöguna. Svo hafi hún hlaupið á brott með þeim uns lögregla hafði uppi á þeim skömmu síðar. Hámarksrefsing við slíku broti er tveggja ára fangelsi. Aðdragandi árásarinnar hefur verið nokkuð á huldu og ekki víst að ljós mynd fáist fyrr en dómur í málinu verður birtur nokkrum vikum eftir að aðalmeðferð lýkur. Dómari í málinu hefur ákveðið að þinghald verði lokað að kröfu verjenda ákærðu í málinu. Fjölmiðlar munu ekki geta fylgst með því sem fram kemur í dómssal. Aðilum málsins, verjendum og öðrum sem að málinu koma er meinað að tjá sig um það sem fram fer. Það verður því fyrst eftir birtingu dómsins, sem telja má líklegt að dómstóllinn hreinsi að nokkru leyti, að almenningur fái skýrari mynd á hörmungunum í Hafnarfirði að kvöldi 20. apríl.
Lögreglumál Hafnarfjörður Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Tengdar fréttir Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59 Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Grimmdarlegar lýsingar á manndrápinu í Hafnarfirði Þrír ungir menn sem sæta ákæru fyrir að hafa ráðið pólskum karlmanni bana í apríl eru sakaðir um grimmdarlega árás sem leiddi til dauða. Sá elsti er sakaður um að hafa stungið hann endurtekið þar sem hann lá varnarlaus eftir að hafa náð að reisa sig við í tvígang, særður eftir árásina. Upptaka vinkonu mannanna af árásinni er lykilsönnunargagn í málinu. Hún er ákærð fyrir að hafa ekki komið til hjálpar. 21. júlí 2023 15:59
Drengirnir ákærðir fyrir manndráp og stúlkan brot á hjálparskyldu Þrír drengir á aldrinum 17 til 19 ára hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið pólskum karlmanni að bana á bílastæðinu við Fjarðarkaup í apríl. Sautján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir brot á hjálparskyldu. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson saksóknari hjá héraðssaksóknara við fréttastofu. 12. júlí 2023 16:42