Ólafur í ársleyfi til að huga að framtíð læknisþjónustu á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2023 15:40 Ólafur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1990 og fór svo í sérnám til Bandaríkjanna þar sem hann lauk sérnámi og sérfræðiprófum í lyflækningum og lungnalækningum við háskóasjúkrahúsið í Iowa City árið 2000. Vísir/Baldur Dr. Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á spítalanum til að leið verkefnið „Framtíð læknisþjónustu á Íslandi“. Það var Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sem fól Ólafi hlutverkið. Í því felst að tryggja samhæfingu og samþættingu verkefnisins með viðeigandi aðkomu, samþykki og þátttöku haghafa. „Ólafur hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á Landspítala til að vinna við þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi við Landspítala, aðrar heilbrigðisstofnanir og hagaðila og með Landsráði um mönnun og menntun heilbrigðisstarfsfólks, en á ábyrgð ráðherra innan skrifstofu innviða í heilbrigðisráðuneyti. Ólafur lauk sérnámi í lyf- og lungnalækningum frá Háskólasjúkrahúsinu í Iowa City í Bandaríkjunum árið 2000 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2004. Hann hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Ólafur hefur stundað lækningar, kennslu- og vísindastörf og birt allmargar vísindagreinar á innlendum og erlendum vettvangi. Hann hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum innan Landspítala og hefur síðastliðið ár starfað við breytingastjórnun á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Tómas fyllir í skarð Ólafs Tómas Þór Ágústsson verður framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala til 30. júní 2024 í fjarveru Ólafs að því er fram kemur á vef Landspítalans. Tómas Þór lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001. Hann stundaði framhaldsnám í Oxford og Lundúnum 2002-2012 en hefur síðan verið sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum á Landspítala. Tómas Þór er yfirlæknir sérnáms á Landspítala og formaður framhaldsmenntunarráðs en var í leyfi frá þeim störfum síðastliðið ár til að gegna starfi framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum í leyfi Ólafs Baldurssonar sem var á þeim tíma í stjórnunarstöðu í lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.Tómas hefur verið lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands frá 2017 ásamt því að standa fyrir uppbyggingu handleiðaraþjálfunar og menntavísinda lækna í samstarfi við aðra heilbrigðisstofnanir og menntavísindasvið HÍ. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. innan Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands og gegnt formennsku Samtaka um meðferð sára. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 24. maí 2022 09:48 Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29. apríl 2022 12:56 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Í því felst að tryggja samhæfingu og samþættingu verkefnisins með viðeigandi aðkomu, samþykki og þátttöku haghafa. „Ólafur hefur fengið ársleyfi frá stjórnunarstörfum á Landspítala til að vinna við þetta umfangsmikla og mikilvæga verkefni,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Þar segir að verkefnið verði unnið í nánu samstarfi við Landspítala, aðrar heilbrigðisstofnanir og hagaðila og með Landsráði um mönnun og menntun heilbrigðisstarfsfólks, en á ábyrgð ráðherra innan skrifstofu innviða í heilbrigðisráðuneyti. Ólafur lauk sérnámi í lyf- og lungnalækningum frá Háskólasjúkrahúsinu í Iowa City í Bandaríkjunum árið 2000 og doktorsprófi frá Háskóla Íslands 2004. Hann hefur einnig lokið diplómanámi í opinberri stjórnsýslu. Ólafur hefur stundað lækningar, kennslu- og vísindastörf og birt allmargar vísindagreinar á innlendum og erlendum vettvangi. Hann hefur langa reynslu af stjórnunarstörfum innan Landspítala og hefur síðastliðið ár starfað við breytingastjórnun á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. Tómas fyllir í skarð Ólafs Tómas Þór Ágústsson verður framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala til 30. júní 2024 í fjarveru Ólafs að því er fram kemur á vef Landspítalans. Tómas Þór lauk embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands 2001. Hann stundaði framhaldsnám í Oxford og Lundúnum 2002-2012 en hefur síðan verið sérfræðilæknir í lyf- og innkirtlalækningum á Landspítala. Tómas Þór er yfirlæknir sérnáms á Landspítala og formaður framhaldsmenntunarráðs en var í leyfi frá þeim störfum síðastliðið ár til að gegna starfi framkvæmdastjóri lækninga á spítalanum í leyfi Ólafs Baldurssonar sem var á þeim tíma í stjórnunarstöðu í lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi.Tómas hefur verið lektor við heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands frá 2017 ásamt því að standa fyrir uppbyggingu handleiðaraþjálfunar og menntavísinda lækna í samstarfi við aðra heilbrigðisstofnanir og menntavísindasvið HÍ. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í félagsstörfum, m.a. innan Fræðslustofnunar Læknafélags Íslands og gegnt formennsku Samtaka um meðferð sára.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 24. maí 2022 09:48 Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29. apríl 2022 12:56 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Tómas Þór fyllir skarð Ólafs á Landspítalanum Tómas Þór Ágústsson mun tímabundið taka við stöðu framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala frá og með 23. júlí 2022 í fjarveru Ólafs Baldurssonar. Ólafur verður í ársleyfi frá þeim tíma til að gegna starfi yfirmanns lungnaþjónustu á Karolinska-háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi. 24. maí 2022 09:48
Ólafur fer af Landspítala til Karolinska í Svíþjóð Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítala, hefur verið ráðinn til háskólasjúkrahússins Karolinska í Stokkhólmi í Svíþjóð sem forstöðumaður lungna- og ofnæmislækninga. 29. apríl 2022 12:56