Endurgreiða fyrsta skemmda ísinn í sögu Ísbílsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. júlí 2023 15:54 Ásgeir hefur átt í fullu fangi með að afgreiða endurgreiðslubeiðnir. Vísir/Daníel Ísbíllinn endurgreiðir 34 ístegundir sem seldar voru í Eyjafirði, Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu 8. til 10. júlí síðastliðinn. Vegna mistaka hjá Samskipum hálfþiðnaði ís á leið til Akureyrar. Eigandi Ísbílsins segir um að ræða í fyrsta sinn sem slík mistök verði, það sé mikil vinna að verða við öllum endurgreiðslubeiðnunum. „Þetta er í fyrsta skiptið sem við lendum í því að vara skemmist í flutningum, er endurfryst og síðan seld til okkar viðskiptavina. Þetta voru þrír dagar sem ísbíllinn seldi þennan ís,“ segir Ásgeir Baldursson, eigandi Ísbílsins. Hann hafi hingað til selt ís áfallalaust síðan árið 1994. Fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlum vegna málsins. Þar eru viðskiptavinir beðnir um að fylla út endurgreiðsluform á vef fyrirtækisins en hægt verður að sækja um endurgreiðslu til og með mánudagsins 21. ágúst. Um 34 vörutegundir var að ræða, að mestu ís en einnig fisk líkt og harðfisk, ýsuflök og þorskflök. Ásgeir segist ekki hafa tölu þeirra sem keyptu gallaðar vörur á hreinu. „En við erum búin að fá inn alveg slatta af endurgreiðslubeiðnum. Þetta er alveg ferleg aukavinna, maður þarf nánast að sinna þessu á eigin tíma,“ segir Ásgeir. Allir sem keypt hafi vörur sem hafi verið hluti af þessari tilteknu sendingu muni fá endurgreitt óski þeir þess, óháð því hvort vörurnar voru í lagi eða ekki. Ásgeir segist telja að líklega hafi meirihlutinn skemmst í afþýðingunni. „Það voru nokkrar vörur í miðju brettinu sem ekki voru orðnar ónýtar. Allt sem var utan við, það var allt hálf bráðið og ógeðslegt. Síðan er þetta endurfrosið og þá er loft farið úr ísnum, hann er harður og bara hægt að nota hann í shake, ef eitthvað.“ Áður hafi komið upp allskonar mistök við sendingu á ís til Ísbílsins, en þau hafi alltaf uppgötvast mun fyrr. „Þetta er bara eitt af þessu sem kemur fyrir í öllu svona, þar sem fólk kemur saman, þar verða mistök gerð.“ Vörurnar sem um ræðir og seldar voru þessa daga: Ofurpakkinn Toppapakkinn Djæfpakkinn Ísbílapakkinn Ísbátar Tívolí lurkar Snæfríður Lúxus Toppapakkinn Lúxus Pinnapakkinn Hlunkapakkinn Flaugapakkinn Tröllapakkinn Barnapakkinn Íssamlokur Mega Hit möndlu Pirulo Vatnsmelónuís Regnbogi Monster Draugaís Konfetti Hindberjatoppar Rjómastangir Valsoia Hafratoppar Valsoia Pistasíupinnar Valsoia Íssmákökur DelMonte Mango Smoothie DelMonte Hindberja Smoothie Fisherman Fiskibollur Fisherman Gellur Fisherman Þorskur í tempura Harðfiskur Steinbítur Rækja Ýsuflök Þorskflök Neytendur Ís Akureyri Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Húnabyggð Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
„Þetta er í fyrsta skiptið sem við lendum í því að vara skemmist í flutningum, er endurfryst og síðan seld til okkar viðskiptavina. Þetta voru þrír dagar sem ísbíllinn seldi þennan ís,“ segir Ásgeir Baldursson, eigandi Ísbílsins. Hann hafi hingað til selt ís áfallalaust síðan árið 1994. Fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu á samfélagsmiðlum vegna málsins. Þar eru viðskiptavinir beðnir um að fylla út endurgreiðsluform á vef fyrirtækisins en hægt verður að sækja um endurgreiðslu til og með mánudagsins 21. ágúst. Um 34 vörutegundir var að ræða, að mestu ís en einnig fisk líkt og harðfisk, ýsuflök og þorskflök. Ásgeir segist ekki hafa tölu þeirra sem keyptu gallaðar vörur á hreinu. „En við erum búin að fá inn alveg slatta af endurgreiðslubeiðnum. Þetta er alveg ferleg aukavinna, maður þarf nánast að sinna þessu á eigin tíma,“ segir Ásgeir. Allir sem keypt hafi vörur sem hafi verið hluti af þessari tilteknu sendingu muni fá endurgreitt óski þeir þess, óháð því hvort vörurnar voru í lagi eða ekki. Ásgeir segist telja að líklega hafi meirihlutinn skemmst í afþýðingunni. „Það voru nokkrar vörur í miðju brettinu sem ekki voru orðnar ónýtar. Allt sem var utan við, það var allt hálf bráðið og ógeðslegt. Síðan er þetta endurfrosið og þá er loft farið úr ísnum, hann er harður og bara hægt að nota hann í shake, ef eitthvað.“ Áður hafi komið upp allskonar mistök við sendingu á ís til Ísbílsins, en þau hafi alltaf uppgötvast mun fyrr. „Þetta er bara eitt af þessu sem kemur fyrir í öllu svona, þar sem fólk kemur saman, þar verða mistök gerð.“ Vörurnar sem um ræðir og seldar voru þessa daga: Ofurpakkinn Toppapakkinn Djæfpakkinn Ísbílapakkinn Ísbátar Tívolí lurkar Snæfríður Lúxus Toppapakkinn Lúxus Pinnapakkinn Hlunkapakkinn Flaugapakkinn Tröllapakkinn Barnapakkinn Íssamlokur Mega Hit möndlu Pirulo Vatnsmelónuís Regnbogi Monster Draugaís Konfetti Hindberjatoppar Rjómastangir Valsoia Hafratoppar Valsoia Pistasíupinnar Valsoia Íssmákökur DelMonte Mango Smoothie DelMonte Hindberja Smoothie Fisherman Fiskibollur Fisherman Gellur Fisherman Þorskur í tempura Harðfiskur Steinbítur Rækja Ýsuflök Þorskflök
Neytendur Ís Akureyri Eyjafjarðarsveit Skagafjörður Húnabyggð Mest lesið Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira