Segja það taka verulega á að sía viðbjóðinn úr ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2023 12:31 Forsvarsmenn OpenAI hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna við að sía úr tungumálalíkönum fyrirtækisins. AP/Richard Drew Lágt launaðir verktakar ChatGPT segja það reyna verulega á sálartetrið að sía viðbjóðinn úr tungumálalíkani spjallþjarkans ChatGPT. Starfsfólkið þarf ítrekað að lesa lýsingar á kynferðisofbeldi, barnaníð, sjálfsvíg og rasisma, svo eitthvað sé nefnt. Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks. Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Í stuttu og einföldu máli, þá byggir gervigreindartækni OpenAI á tungumálalíkani sem lærir af stærðarinnar textasöfnum á internetinu. Forsvarsmenn OpenAI segjast hafa ráðið fleiri en þúsund manns til að eiga í samskiptum við spjallþjarkann, svo hann læri. Þannig lærir ChatGPT að svara spurningum og með því að lesa það sem menn hafa áður skrifað. Þar sem fólk getur verið misalmennilegt þarf að sía það versta sem það lætur frá sér á netinu úr tungumálalíkani OpenAI, svo spjallþjarkinn hagi sér ekki ítrekað eins og rasisti eða annarskonar drullusokkur. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa um árabil ráðið fólk í Afríku til að vinna þessa vinnu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Þetta fólk segir vinnuna mjög svo erfiða en hana nota starfsmenn OpenAI svo til að kenna ChatGPT hvað hann á ekki að segja. Time sagði einnig frá þessari vinnu og hversu erfið hún væri í janúar. Í frétt Wall Street Journal segir að fólkið þurfi að lesa og sía úr kerfinu texta eins og lýsingar á ofbeldi, nauðgunum, barnaníð, dýraníð og öðru. Einn viðmælandi miðilsins segir þá fjóra mánuði sem hann vann fyrir OpenAI vera einhverja þá verstu sem hann hafi upplifað. Aðrir segja vinnuna hafa komið niður á geðheilsu þeirra og samböndum við vini og fjölskyldumeðlimi. Nokkrir sögðust hafa átt við geðræn vandamál að stríða vegna vinnunnar. Vilja endurbætur Fyrr í þessum mánuði lögðu starfsmenn OpenAI í Kenía fram áskorun til þings landsins um að lög yrðu sett sem vernduðu starfsfólk sem vinni við þróun gervigreindar eins og ChatGPT. Í frétt Techcrunch segir að þessi áskorun hafi verið lögð fram eftir umfjöllun Time. Önnur fyrirtæki hafa einnig leitað til Kenía varðandi samskonar vinnu og er það vegna hás menntunarstigs og góðrar enskukunnáttu, þar sem einnig er hægt að greiða fólki lág laun vegna mikillar fátæktar. Lögmaður fólksins segir að OpenAI og fyrirtækið Sama, sem réði fólkið fyrir OpenAI, hafi notað sér fátækt fólksins og holur á lögum Kenía. Fólkið fékk á milli 1,46 dala og 3,74 dala á klukkustund. Miðað við gengið í dag samsvarar það um það bil tvö hundruð til fimm hundruð krónum. Einn af yfirmönnum OpenAI sagði í viðtali við WSJ að þessi vinna sem um ræðir væri gífurlega mikilvæg til að tryggja öryggi tungumálalíkansins og spjallþjarkans. Án hennar væru þessi kerfi ekki til. Þá sagði talsmaður fyrirtækisins að samkvæmt samningi sem gerður hefði verið við Sama ætti starfsfólkið að fá 12,5 dali á klukkustund. Sama hefur áður unnið með fyrirtækjum eins og Meta við að ráða fólk í Kenía til að vinna við eftirlit og ritstjórn á Facebook og öðrum miðlum. Mál hafa verið höfðuð gegn Sama í Kenía og þá meðal annars vegna slæmrar vinnuaðstöðu starfsfólks.
Gervigreind Tækni Meta Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira