Vörumerkið Ísland Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 24. júlí 2023 07:01 Í rekstri margra fyrirtækja er vörumerkið verðmætasta eignin þótt ekki sjáist það sem tala á blaði. Vörumerkið er samofið ímynd fyrirtækisins. Og fyrirtækin leggja ofurkapp á að varðveita vörumerkið og þar með ímynd fyrirtækisins. Vel rekin fyrirtæki fórna ekki langtímahagsmunum sínum fyrir skammtímagróða með því að gjaldfella vörumerkið. Dæmi hins gagnstæða eru vissulega fyrir hendi, en þau eru víti til að varast. Tveir fyrirsvarsmenn ferðaþjónustunnar viku nýlega að varnaðarorðum mínum um uppbyggingu ferðaþjónustunnar með fremur neikvæðum orðum. Fyrir mér vöktu ekki síst langtímahagsmunir ferðaþjónustunnar. Hagsmunir þjóðarinnar og ferðaþjónustunnar fara nefnilega saman til framtíðar, ekki bara til skamms tíma. Okkur eru flestum í fersku minni þegar bankakerfið hrundi á Íslandi. Skammt er síðan covid lauk. Hvort tveggja hefur beint sjónum okkar að kerfislægri fjárhagsáhættu. Kerfisáhætta teldist vera fyrir hendi þegar truflun á flæði ferðaþjónustu gæti haft alvarlegar neikvæðar afleiðingar fyrir allt hagkerfið. Slíka áhættu þarf að meta og koma í veg fyrir hana. Það er á að þvílík kerfisáhætta geti skapast. Það er ekki nóg að bregðast við afleiðingum, þegar og ef hættan raungerist. Við uppbyggingu atvinnugreinar á borð við ferðaþjónustu sem krefst mikils erlends vinnuafls þurfum við að taka allt með í reikninginn. Erlendu vinnuafli fylgir uppbygging á húsnæði, skólum fyrir börn sem fylgja og jafnvel viðbótarkennsla. Álag eykst á heilbrigðiskerfið, bæði frá vinnuaflinu og ferðamönnunum. Svo má áfram telja. Varkárni í uppbyggingu ferðaþjónustu er ekki síst hagsmunamál fyrir atvinnugreinina. Ef við yfirfyllum landið laskast vörumerkið Ísland. Landið verður ekki eins eftirsóknarvert og verið hefur. Þá tapa allir. Ýmis héröð í Sviss hafa t.a.m. brugðist við ofgnótt ferðmanna á vinsælum áningarstöðum og leitast við að takmarka fjöldaferðamennsku. Kannski ættum við að huga að fyrirbyggjandi ráðstöfunum. Geta ekki allir verið sammála um það? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Í rekstri margra fyrirtækja er vörumerkið verðmætasta eignin þótt ekki sjáist það sem tala á blaði. Vörumerkið er samofið ímynd fyrirtækisins. Og fyrirtækin leggja ofurkapp á að varðveita vörumerkið og þar með ímynd fyrirtækisins. Vel rekin fyrirtæki fórna ekki langtímahagsmunum sínum fyrir skammtímagróða með því að gjaldfella vörumerkið. Dæmi hins gagnstæða eru vissulega fyrir hendi, en þau eru víti til að varast. Tveir fyrirsvarsmenn ferðaþjónustunnar viku nýlega að varnaðarorðum mínum um uppbyggingu ferðaþjónustunnar með fremur neikvæðum orðum. Fyrir mér vöktu ekki síst langtímahagsmunir ferðaþjónustunnar. Hagsmunir þjóðarinnar og ferðaþjónustunnar fara nefnilega saman til framtíðar, ekki bara til skamms tíma. Okkur eru flestum í fersku minni þegar bankakerfið hrundi á Íslandi. Skammt er síðan covid lauk. Hvort tveggja hefur beint sjónum okkar að kerfislægri fjárhagsáhættu. Kerfisáhætta teldist vera fyrir hendi þegar truflun á flæði ferðaþjónustu gæti haft alvarlegar neikvæðar afleiðingar fyrir allt hagkerfið. Slíka áhættu þarf að meta og koma í veg fyrir hana. Það er á að þvílík kerfisáhætta geti skapast. Það er ekki nóg að bregðast við afleiðingum, þegar og ef hættan raungerist. Við uppbyggingu atvinnugreinar á borð við ferðaþjónustu sem krefst mikils erlends vinnuafls þurfum við að taka allt með í reikninginn. Erlendu vinnuafli fylgir uppbygging á húsnæði, skólum fyrir börn sem fylgja og jafnvel viðbótarkennsla. Álag eykst á heilbrigðiskerfið, bæði frá vinnuaflinu og ferðamönnunum. Svo má áfram telja. Varkárni í uppbyggingu ferðaþjónustu er ekki síst hagsmunamál fyrir atvinnugreinina. Ef við yfirfyllum landið laskast vörumerkið Ísland. Landið verður ekki eins eftirsóknarvert og verið hefur. Þá tapa allir. Ýmis héröð í Sviss hafa t.a.m. brugðist við ofgnótt ferðmanna á vinsælum áningarstöðum og leitast við að takmarka fjöldaferðamennsku. Kannski ættum við að huga að fyrirbyggjandi ráðstöfunum. Geta ekki allir verið sammála um það? Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun